fbpx

SESARSALAT MEÐ AVÓKADÓ

AÐALRÉTTIRUPPSKRIFTIR

Mánudagur og þá er tilvalið að skella í gott kjúklingasalat. Þetta sesarsalat er svo gott, ætti ekki að svíkja neinn því það er bæði ljúffengt og auðvelt að útbúa og svo er hvítlauks- og avókadósósan guðdómlega góð!

Fyrir 2-3
500-600 g kjúklingalundir
Ítölsk hvítlauksblanda (frá Pottagöldrum)
Salt og pipar
Romain salat
Klettasalat
Kokteiltómatar
Agúrka
Rauðlaukur
1-2 avókadó
6-8 beikon sneiðar
Parmesan ostur

Hvítlaukssósa
1 avókadó
4 msk grískt jógúrt
Safi úr 1/2 sítrónu
1-2 hvítlauksrif
1-2 msk ólífuolía

Aðferð

  1. Kryddið kjúklinginn og bakið í ca. 20 mínútur við 200°C eða steikið þar til kjúklingurinn er fulleldaður. Einnig er gott að grilla hann.
  2. Leggið beikon á ofnplötu og bakið í 10 mínútur við 200°C eða þar til það er orðið stökkt.
  3. Skerið allt grænmetið eftir smekk og setjið í skál.  Skerið avókadó í sneiðar, raspið parmesanostinn og bætið því við.
  4. Skerið kjúklinginn og beikonið og hrærið saman við grænmetið. Hellið svo sósunni yfir og blandið saman.

Hvítlaukssósa

  1. Blandið öllu hráefninu vel saman með töfrasprota eða í matvinnsluvél.

Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið! ;)

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU!

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

HELGARKOKTEILLINN : WHISKEY SOUR MEÐ CHILI

Skrifa Innlegg