Mánudagur og þá er tilvalið að skella í gott kjúklingasalat. Þetta sesarsalat er svo gott, ætti ekki að svíkja neinn því það er bæði ljúffengt og auðvelt að útbúa og svo er hvítlauks- og avókadósósan guðdómlega góð!
Fyrir 2-3
500-600 g kjúklingalundir
Ítölsk hvítlauksblanda (frá Pottagöldrum)
Salt og pipar
Romain salat
Klettasalat
Kokteiltómatar
Agúrka
Rauðlaukur
1-2 avókadó
6-8 beikon sneiðar
Parmesan ostur
Hvítlaukssósa
1 avókadó
4 msk grískt jógúrt
Safi úr 1/2 sítrónu
1-2 hvítlauksrif
1-2 msk ólífuolía
Aðferð
- Kryddið kjúklinginn og bakið í ca. 20 mínútur við 200°C eða steikið þar til kjúklingurinn er fulleldaður. Einnig er gott að grilla hann.
- Leggið beikon á ofnplötu og bakið í 10 mínútur við 200°C eða þar til það er orðið stökkt.
- Skerið allt grænmetið eftir smekk og setjið í skál. Skerið avókadó í sneiðar, raspið parmesanostinn og bætið því við.
- Skerið kjúklinginn og beikonið og hrærið saman við grænmetið. Hellið svo sósunni yfir og blandið saman.
Hvítlaukssósa
- Blandið öllu hráefninu vel saman með töfrasprota eða í matvinnsluvél.
Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið! ;)
VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU!
// HILDUR RUT
INSTAGRAM: @hildurrutingimars
Skrifa Innlegg