fbpx

LÍFIÐ Í BYRJUN SUMARS

PERSÓNULEGT

Hæ kæru lesendur,

Hér kemur ein persónuleg bloggfærsla frá mér en ég ætla þó aðallega að leyfa myndunum hér að neðan að tala.

Lífið síðastliðinn mánuð hefur verið mjög gott! Það hefur verið mikið að gera, við höfum verið dugleg að hitta fólkið okkar og það er margt skemmtilegt framundan í sumar. Ég fór í eina bústaðarferð sem var mjög notaleg. Við lengdum helgarfríið og vorum frá föstudegi til þriðjudags. Við nutum okkar í botn og kúpluðum okkur frá vinnu í smá stund með góðum vinum. Það er nauðsynlegt af og til. Unnar minn er kominn í sumarfrí og Edda mín er að klára síðasta mánuðinn hjá dagmömmunni (sem verður sárt saknað!) en hún byrjar í leikskóla í ágúst eftir sumarfríið. Síðasta vika var mikil afmælisvika en við fórum í fjögur afmæli frá þriðjudegi til föstudags. En mikið var dásamlegt að hitta allt fólkið okkar!

Yndisleg bústaðarferð í Grímsnesið með fólkinu mínu

Dásamleg löng helgi þar sem við nutum í botn að borða góðan mat og taka því rólega.

Heimsóttum Friðheima og þessar litlu vinkonur krúttuðu yfir sig þegar þær voru að skoða býflugurnar. Fengum okkur mjög góða tómatsúpu og burrata ost. Mæli með!

Fórum á Nytjamarkað í Sólheimum og þessi fallegi kuðungur fór með mér heim. Kíktum líka í Slakka með börnin.

Birta systir, ég, Sigga frænka, Unnur systir og mamma. Skálaði í nokkrum afmælum.

Ég mæli með pizzunum á Kaffi Laugarlæk. Þessi heitir Litla gula hæanan og er sjúklega góð! Þessar risotto bollur á Duck and Rose eru líka svo góðar!

Svalirnar hafa verið vel nýttar. Það þarf samt að gera ýmislegt við þær t.d. setja gólfefni, velja nýtt borð o.s.frv. Ég leyfi ykkur að fylgjast með.

Ég fékk mér alveg þónokkra Cappuccino í Pennanum Eymundsson. Aðeins að vinna upp kaffihúsaleysið í samkomubanni.

Myndavélin hefur verið í stanslausri notkun!

Margar nýjar uppskriftir urðu til.

Þetta er búin að vera góð byrjun sumars og ég hlakka mikið til að eiga fleiri yndislegar stundir!

Njótið dagsins! :)

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

FISKITACOS MEÐ LIMESÓSU

Skrifa Innlegg