Nýi uppáhalds kokteillinn minn! Vá vá vá, hvað hann er bragðgóður og jólalegur með góðri froðu. Cointreu, möndlulíkjör, trönuberjasafi, sykursóp, lime og eggjahvíta. Geggjað að skála í þessum yfir hátíðirnar.
2 kokteilar
10 cl trönuberjasafi
5 cl Cointreau
5 cl Amaretto Bols Amsterdam
4 cl sykursíróp
4 cl safi úr lime
1 egg (eggjahvíta)
2 kirsuber úr krukku
Aðferð
- Hellið trönuberjasafa, Countreau, Amaretto, sykursírópi, limesafa og eggjahvítu í hristara og hristið í 10-15 sekúndur.
- Bætið klökum saman við og hristið aftur í 10-15 sekúndur.
- Hellið í falleg glös í gegnum sigti.
- Þræðið kirsuber á pinna og skreytið glasið. Njótið vel.
Sykursíróp
- Blandið saman 200 ml af vatni og 200 g af sykri í pott.
- Bræðið sykurinn á vægum hita og hrærið þar til hann leysist upp. Kælið. Tekur nokkrar mínútur.
- Ég helli sykursírópinu ofan í flösku með tappa og geymi í ísskáp. Það geymist í um 1 mánuð.
JÓLASKÁL! ♥
// HILDUR RUT
INSTAGRAM: @hildurrutingimars
Skrifa Innlegg