Einfaldar og bragðgóðar vatnsdeigsbollur fylltar með jarðarberjarjóma og toppaðar með hvítu súkkulaði. Ég notaði bragðgóðu jarðarberin frá Driscolls í uppskriftina í samstarfi við Innnes. Það er svo skemmtilegt að útbúa bollurnar sjálfur og bjóða í bolludagskaffi. En ef þið hafið ekki tíma til að baka bollurnar þá finnst mér líka sniðugt að kaupa þær tilbúnar út í búð og fylla þær sjálfur. Ég hvet ykkur til að prófa þetta.
200-250 g hvítt súkkulaði
500 ml rjómi
500 g jarðarber frá Driscolls (eitt stórt box)
3 msk flórsykur
Aðferð
- Smátt skerið 200 g af jarðarberjum. Stappið eða maukið restina af jarðarberjunum með töfrasprota.
- Þeytið rjóma og blandið jarðarberjunum og flórsykri varlega saman við.
- Bræðið hvítt súkkulaði yfir vatnsbaði og dýfið toppnum á bollunum útí súkkulaðið.
- Fyllið bollurnar með jarðarberjarjómanum, lokið með hvítsúkkulaði toppunum og njótið vel.
Vatnsdeigsbollur
80 g smjör
2 dl vatn
2 dl hveiti
2 stór egg
Aðferð
- Byrjið á því að setja smjör og vatn í pott. Hrærið saman og hitið þar til suðan kemur upp. Takið þá pottinn af hellunni.
- Blandið hveitinu saman við. Hærið vel þar til það verður að bollu, losnar frá pottinum og hættir að festast við pottinn.
- Kælið og blandið einu eggi í einu saman við blönduna.
- Notið tvær msk og dreifið deiginu í bollur á bökunarplötu þakta bökunarpappír.
- Bakið í 25-30 mínútur við 200° á blæstri. Tíminn fer eftir því hversu stórar bollurnar eru.
VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ! ♥
// HILDUR RUT
INSTAGRAM: @hildurrutingimars
Skrifa Innlegg