Hvernig væri að skála um helgina í ljúffengum kokteil í tilefni hrekkjavökunnar? Kokteillinn samanstendur af Cointreau, Mezcal, brómberjum, timían, lime og sírópi og bragðast ótrúlega vel. Brómberin gera kokteilinn sérlega ferskan en gefa honum einnig drungalegt yfirbragð sem á vel við á hrekkjavökunni.
Einn kokteill
5-6 brómber
2 fersk timían strá
2 cl safi úr lime
2 cl sykursíróp
2 cl Cointreau
5 cl Mezcal
Klakar
Skraut á glas
1 tsk sjávarsalt
1 tsk skógarberjate
Sykursíróp
200 g sykur
200 ml vatn
Aðferð
- Setjið brómberin í glas ásamt timjan, lime og sykursírópi. Merjið vel saman með morteli.
- Hellið Cointreau og Mezcal út í.
- Blandið saman skógarberjate og sjávarsalti í skál. Merjið saman með morteli.
- Dreifið saltblöndunni á disk og sykursírópi í annan disk. Dýfið brúninni á fallegu glasi öfugu ofan í sykursírópið. Því næst dýfið þið glasinu í saltblönduna og þekjið brúnina.
- Setjið klaka í glasið, hellið vökvanum í gegnum sigti og njótið.
SKÁL & NJÓTIÐ! ♥
// HILDUR RUT
INSTAGRAM: @hildurrutingimars
Skrifa Innlegg