fbpx

HELGARKOKTEILLINN: ESPRESSO MARGARITA

DRYKKIRUPPSKRIFTIR

Í tilefni þess að það er alþjóðlegi kaffidagurinn ætla ég að deila með ykkur uppskrift að espresso margarita. Óvá hvað þessi drykkur er ljúffengur! Tequila, Cointreau, kaffisíróp og lime er dásamleg og frískandi blanda sem kemur á óvart. Ég ætla að skála í þessum um helgina.

Fyrir einn
3 cl Tequila blanco
3 cl Cointreau
3 cl kaffisíróp
2 cl safi úr lime

Kaffisíróp
2 dl kaffi
2 dl sykur

Aðferð

  1. Hristið saman tequila, Cointreau, kaffi sírópi, safa úr lime og klaka í kokteilahristara í 15 – 20 sekúndur. 
  2. Hellið í fallegt glas í gegnum sigti og njótið.

Kaffisíróp

  1. Blandið saman kaffi og sykri i í pott.
  2. Bræðið sykurinn á vægum hita og hrærið þar til hann leysist upp. Kælið.
  3. Hellið sírópinu ofan í flösku eða krukku í gegnum sigti og geymið í ísskáp. Passið að sírópið sé orðið kalt þegar þið notið það í kokteilinn.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ VEL! 

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

OFNBAKAÐAR TORTILLARÚLLUR

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Svart á Hvítu

    1. October 2021

    Vá hvað þetta er girnilegur drykkur! Mmmmm langar að prófa…

    • Hildur Rut

      6. October 2021

      Æj takk elsku Svana ;* Það væri nú ekki leiðinlegt að skála við þig með þessum kokteil