fbpx

GRILLAÐAR NEKTARÍNUR MEÐ HAFRAMULNINGI

EFTIRRÉTTIR & KÖKURSAMSTARFUPPSKRIFTIR

Grillaðar nektarínur með haframulningi, Dumle karamellusósu og ís er afskaplega ljúffengur og sumarlegur eftirréttur. Hér ætla ég að deila með ykkur uppskrift að þessum gómsæta eftirrétti í samstarfi við Krónuna þar sem öll hráefnin í uppskriftinni fást. Núna eru ferskar og gómsætar nektarínur til í verslunum Krónunnar og ég elska það! Það er eitthvað svo gott að grilla ávexti á sumrin og þá sérstaklega ferskjur. Bæði einfalt og svo sumarlegt. Mér finnst sniðugt að útbúa haframulninginn með smá fyrirvara þannig að hann sé tilbúinn og þægilegt að taka með í ferðalögin. Mæli með að prófa!

Mæli með ½ – 1 nektarínu á mann
Ferskar nektarínur
Hlynsíróp

Vanilluís

Karamellusósa
120 g Dumle karamellur
1 dl rjómi

Haframulingur
1½ dl hafraflögur
½ dl kókosmjöl
½ dl hveiti
½ dl sykur
80 g smjör við stofuhita

Aðferð

  1. Byrjið á því að útbúa haframulning. Skerið smjörið í litla bita og blandið öllu saman með höndunum. Dreifið á bökunarplötu þakta bökunarpappír og bakið í 12-15 mínútur við 190°C eða þar til blandan verður gyllt og stökk. Það þarf að hræra í blöndunni nokkrum sinnum á meðan hún er að bakast en hún á það til að brenna og það þarf að fylgjast vel með.
  2. Því næst útbúið sósunna. Bræðið Dumle karamellurnar og rjóma í potti við vægan hita. Bætið aðeins mjólk saman við ef þið viljið hafa sósuna þynnri.
  3. Skerið nektarínurnar til helminga og takið steininn úr. Penslið þær með hlynsírópi ca. 1 tsk á hvern helming. 
  4. Setjið nektarínurnar með skornu hliðina niður á grillið í 4-5 mín­út­ur, snúið svo við og grillið áfram í 2-3 mín­út­ur.
  5. Berið fram með vanilluís, karamellusósunni og haframulningnum. Njótið vel! 

Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið ;)

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU!

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

FYLLTAR BAKAÐAR KARTÖFLUR

Skrifa Innlegg