Hér kemur ofur einfaldur og mjög ljúffengur eftirréttur sem ég gerði í samstarfi við Innnes. Músin hefur aðeins fjögur innihaldsefni og tekur litla stund að útbúa. Ég helli henni síðan í falleg glös, geymi hana inn í ísskáp og toppa svo með ferskum berjum. Tilvalinn eftirréttur yfir hátíðarnar. Mæli með!
Fyrir 4
1 poki Dumle karamellur
4 msk rjómi
30 g smjör
2 eggjarauður
1 ½ dl rjómi
Toppa með
Þeyttum rjóma
Ferskum berjum
Dumle snacks eða Dumle karamellur, smátt saxað
Aðferð
- Bræðið Dumle karamellur, 4 msk rjóma og smjör í potti við vægan hita. Kælið í nokkrar mínútur.
- Blandið eggjarauðunum vel saman við með skeið.
- Léttþeytið rjóma og hrærið honum varlega saman við Dumle blönduna með skeið.
- Dreifið músinni í 4 glös og geymið í ísskáp í 1 klst eða lengur.
- Gott að bera fram með rjóma, ferskum berjum söxuðu Dumle snacks eða karamellur.
Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið :)
VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU !
// HILDUR RUT
INSTAGRAM: @hildurrutingimars
Skrifa Innlegg