Hæ kæru lesendur. Eins og þið kannski hafið tekið eftir þá er ég að vinna fyrir Pennann Eymundsson og vá hvað það eru til margar fallegar bækur þar. Það eru ansi margar bækur komnar á óskalistann minn og í samstarfi við Pennann Eymundsson þá ætla ég að fjalla um fjórar glænýjar, fallegar og áhugaverðar bækur sem mig langar að eiga. Það eru The Kinfolk garden, Everyday fresh, This is home og Cook Eat Repeat. Þessar eru allar geggjaðar í jólapakkann. Mér finnst algjört must að eiga fallegar „coffee table“ bækur sem prýða heimilið og svo elska ég fallegar og girnilegar matreiðslubækur (sem er kannski ekkert skrítið).
Mig langar að gleðja ykkur í tilefni þess að jólin eru að nálgast og ætla að gefa einum heppnum fylgjanda á Instagram allar þessar bækur. Þið getið tekið þátt hér.
THE KINFOLK GARDEN
Fjórða bókin í Kinfolk seríunni og hún er geggjuð! Ég er búin að bíða mjög spennt eftir þessari en ég á allar hinar þrjár og elska þær. Verð að eignast þessa líka! Dásamlega falleg bæði að utan og að innan. Í Kinfolk garden eru 30 manneskjur heimsóttar sem lifa með náttúrunni, bæði inni og úti. Mæli með!
EVERYDAY FRESH EFTIR DONNA HAY
Sá matreiðslubókahöfundur og stílisti sem ég held hvað mest uppá er Donna Hay. Hún var að gefa út nýja matreiðslubók með einföldum, hollum, ferskum og mjög girnilegum uppskriftum. Myndirnar eru ótrúlega fallegar og það er hrein unun að skoða bókina! Hlakka til að eignast þessa og mæli með fyrir alla sem hafa áhuga á matargerð.
THIS IS HOME
Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á innanhús bókum og þessi er alveg guðdómlega falleg! Hún fjallar um einfaldleikann og eru heimsótt 30 slík heimili. Myndirnar eru ótrúlega fallegar og bókin er full af innblæstri. Tilvalin fyrir þá sem hafa áhuga á innanhússarkitektúr.
COOK EAT REPEAT EFTIR NIGELLA LAWSON
Það þekkja flestir Nigellu Lawson og hún var að gefa út þessa girnilegu, fallegu og aðeins öðruvísi matreiðslubók. Í bókinni eru 150 ofur girnilegar uppskriftir og skemmtilegar frásagnir um þær. Þessi klikkar ekki fyrir þá sem hafa áhuga á matargerð og lesa um mat.
Takk fyrir að lesa! Þið höfðuð vonandi gaman að þessu og kannski hjálpar þetta einhverjum með hugmyndir að síðustu jólagjafainnkaupunum.
Njótið síðustu dagana fyrir jól og endilega takið þátt í gjafaleiknum! :)
// HILDUR RUT
INSTAGRAM: @hildurrutingimars
Skrifa Innlegg