fbpx

BBQ KJÚKLINGA BORGARI

AÐALRÉTTIRSAMSTARFUPPSKRIFTIR

Hér kemur frábær uppskrift að kjúklingaborgara sem ég gerði í samstarfi við Innnes. Grillaður og rifinn kjúklingur í Sweet BBQ sósu, hrásalat, tómatar, avókadó og hamborgarabrauð. Ég bar þetta fram með grilluðum maískólfum með parmesan osti, kartöflubátum og Corona bjór með lime. Þetta á allt svo vel saman! Sumarleg og ljúffeng máltíð sem klikkar ekki. Það er líka mjög sniðugt að bjóða uppá þetta í matarboðum. Elda kjúklinginn fyrirfram og hita í ofninum.

Fyrir 4
600 g úrbeinuð kjúklingalæri
3 msk Heinz BBQ Sweet sósa + 2 msk aukalega
2 hvítlauksrif, pressuð eða rifin
Salt og pipar
6 dl blaðsalat
6-7 dl hvítkál
6 msk Heinz majónes
1-2 msk Tabasco Sriracha sósa
1 stór buffalo tómatur
1-2 avókadó
4 hamborgarabrauð

Meðlæti
4 maískólfar
Smjör
Parmesan ostur
Cayenne pipar
Kartöflubátar

Aðferð

  1. Blandið 3 msk af BBQ sósu, hvítlauksrifjum, salti og pipar saman við kjúklinginn í skál. Gott að leyfa honum að marinerast í klst eða lengur.
  2. Grillið kjúklinginn þar til hann verður fulleldaður og lífið hann niður með tveimur göfflum.
  3. Skerið blaðsalat og hvítkál í ræmur og blandið saman við majónes og Tabasco Sriracha sósu. Mæli með að smakka sósuna til.
  4. Skerið tómata og avókadó í sneiðar.
  5. Grillið hamborgarabrauðin og dreifið hrásalatinu á botninn. Setjið kjúklinginn, tómatsneið, avókadó og lokið borgaranum.

Meðlæti

  1. Látið maískólfana liggja í bleyti (í vatni) í klst. Bakið í ofni í 20 mínútur við 190°C. Grillið í 10 mínútur.
  2. Dreifið smjöri, rifnum parmesan osti og cayenne pipar á maískólfana eftir smekk.
  3. Bakið kartöflubátana í ofni.

Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið! :)

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU!

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

MUFFINS MEÐ ÞRENNS KONAR SÚKKULAÐI

Skrifa Innlegg