fbpx

HI Trendnet !

HI beauty

HI Trendnet !

First things first, við heitum Heiður Ósk og Ingunn Sig og göngum undir nafninu HI beauty.

Við erum báðar útskrifaðir viðskiptafræðingar og förðunarfræðingar en eftir yfir tíu ára vináttu tókum við eftir því að við höfðum farið nánast sömu leið í lífinu. Við ákváðum loksins að sameina krafta okkar og byrja að vinna saman. Í október 2018 stofnuðum við Snyrtinámskeið í samstarfi við Reykjavík Makeup School. Á námskeiðunum förum við yfir helstu grundvallaratriði í förðun, hári og húðumhirðu. Námskeiðin hafa slegið í gegn og eftir fáeina mánuði höfum við kennt yfir 200 einstaklingum.

Fyrir stuttu breyttum við síðan Instagramminu okkar í miðilinn HI beauty.

HI beauty fjallar um allt snyrtitengt, við erum fróðleiksmiðill um húð, förðun, hár og allt þar í kring. Nýlega byrjuðum við með skemmtilegan lið, Innlit með HI beauty, þar sem við fáum að kíkja í snyrtiskápinn hjá flottum íslenskum konum og sjá þeirra uppáhalds snyrtivörur.

Í sumar verðum við gestapennar hér á Trendnet og munum halda uppi föstum liðum vikulega. Til að mynda munum við koma til með að setja Innlit með HI beauty þættina hér inn á miðvikudögum.

Við hlökkum til að veita þér, kæri lesandi, skemmtileg blogg tengd snyrtivöru heiminum.

________
Instagram @the_hibeauty
snyrtinamskeid.is
thehibeauty.com

Skrifa Innlegg

6 Skilaboð

 1. Anna Bergmann

  29. May 2020

  Velkomnar í teymið xx

  • HI beauty

   5. June 2020

   takk æðislega <3

  • HI beauty

   5. June 2020

   takk elsku Svana <3

 2. Andrea

  29. May 2020

  Vei vei vei VELKOMNAR

  • HI beauty

   5. June 2020

   veei takk yndi <3