HI!
Færslan er unnin í samstarfi við Terma*
Í tilefni RISA tax free daga í Hagkaup ætlum við að setja saman nokkrar must have vörur að okkar mati fyrir konur og karla. Það eru flestir byrjaðir að huga að jólagjöfum og eru þessar hugmyndir tilvaldar í jólagjafir fyrir þá sem eiga allt en vantar ekkert.
FYRIR HANA
- Advanced Genefique Concentrate frá LANCOME. Þetta serum gerir allt sem maður vill að serum geri fyrir húðina! Rakagefandi, róandi, vinnur á fínum línum, þéttir húðina. Hefur reynst í veðurbreytingunum sem hafa verið að áreita húðina undanfarið.
- Hydra Zen rakakrem frá LANCOME. Ásamt Genefique seruminu hefur bjargað húðinni okkar undanfarna mánuði. Ótrúlega róandi og rakagefandi krem sem gefur fallega áferð og er fullkomið fyrir húð sem er viðkvæm fyrir veðurbreytingum.
- Teint Idole Ultra Longwear Foundation Stick frá LANCOME. Við höfum verið að nota þennan farða í krem skyggingar. Silkimjúkur og auðvelt að blanda hann út. PRO TIP: notið hann á eftir primer, á undan farða og notið farðann til að blanda honum út. Gefur sólkysst útlit!
- Couture Colour Clutch Pallettan frá YSL. Falleg augnskuggapalletta með skemmtilegum litum fyrir þá sem þora. Við prófuðum gula litinn um daginn og urðum AMAZED! Pallettan kemur í ”clutch” umbúðum og langar okkur nánast að taka hana með okkur sem veski út að borða!
- 24/7 Glide on Eyepencil frá URBAN DECAY. Við höfum oft nefnt þessa augnblýanta frá Urban Decay. Þeir eru einfaldlega þeir endingamestu og litsterkustu sem við höfum kynnst. Mælum með litunum Whiskey og Demolition.
- Pure Shots Perfect Plumper rakakrem frá YSL. Við höfum dásemað þetta krem í allt sumar. Fullkomið krem undir farða sem plumpar húðina og skilur hana eftir mjúka, ljómandi og tilbúna í farðaásetningu.
- Touche Eclat farði frá YSL. Þessi farði er alls engin nýjung en frábær til að draga fram á haustin þegar húðin fer að verða aðeins þurrari og viðkvæmari. Léttur og ljómandi farði sem hægt er byggja upp og þar með stjórna þekjunni. Gefur húðinni þessa fullkomnu ljómandi áferð.
- Rouge Pur Couture varalitirnir frá YSL. Við höfum verið að prófa okkur áfram með þessa varaliti frá YSL og erum að elska þá! Þeir eru mattir, með góða þekju og ótrúlega fallegt litaúrval. Okkar uppáhalds litir eru: Corail Antinomique og Fuchsia Excentrique.
- Stoned Vibes augnskuggapalletta frá URBAN DECAY. Fullkomin augnskuggapalletta sem býður uppá fjóra matta liti og átta glimmer liti. Fullkomin fyrir jóla og áramótaförðunina. Við þurfum öll smá glimmer í líf okkar eftir þetta ár.
- Cleansing Gel frá Biotherm Homme. Það er löngu kominn tími til þess að karlmenn fari að taka húðrútínuna sína hörðum höndum. Þessi andlitshreinsir er mjög áhrifaríkur og hreinsar húðina vel án þess að strípa hana of mikið af hennar náttúrulegu olíum.
- La Nuit frá YSL L’Homme er ein besta rakspíra lykt sem við höfum fundið á ævinni. Við ætlum að gefa öllum karlmönnum þetta gjafasett í jólagjöf en það inniheldur ilm og sturtusápu í sömu lykt. Must have fyrir alla karla sem vilja lykta vel!
- YSL L’Homme After Shave. Þunnt, rakagefandi after shave krem sem róar og nærir húðina eftir rakstur.
- Force Supreme Youth Architect krem frá BIOTHERM. Karlar mega líka nota anti-aging vörur! Þetta krem er sérhannað fyrir 40+. Kremið heldur húðinni stinnri, þéttir hana og hjálpar til við að halda áferðinni fallegri.
- Aquapower gjafasett frá BIOTHERM. Aquapower rakakremið er mjög vinsælt í karlahúðumhirðu leiknum. Létt en öflugt rakakrem sem fer beint inn í húðina og veitir henni mjög góðan raka samstundis ásamt því að vernda hana fyrir umhverfismengun og veðurbreytingum. Ásamt kreminu kemur raksápa og sturtusápa.
- Biotherm Homme Force Supreme Eye Architect Serum. Öflugt augnserum sem vinnur vel á hrukkum, bláma og þessum puffy pokum sem við glímum flest við.
HAPPY SHOPPING!
________
Instagram @the_hibeauty
thehibeauty.com
makeupschool.is
Skrifa Innlegg