Gleðilegan föstudag! Afskaplega fallegt veður hér á höfuðborgarsvæðinu – kalt en blíða og fallegir sólageislar, einmitt eins og ég kýs að hafa það á þessum árstíma. Það var gaman að sjá hvað ‘Óskalistinn’, færslan mín hér fyrir neðan fékk góðar undirtektir. Ég mun klárlega gera þetta að föstum lið. Ég er mjög dugleg að taka skjáskot og/eða vista hjá mér myndir af því sem mér þykir fallegt svo það er gaman að setja hlutina saman niður á eitt blað. Ég sé alveg fyrir mér margs konar óskalista. T.d. fyrir heimilið líkt og ég gerði hér fyrir neðan, fatnað og skó, barnaföt og barnavörur. Mér finnst alveg must að halda aðeins í mömmuvinkilinn hér á þessu bloggi því ég veit að margir fylgja mér fyrir það eitt og sér að fylgjast með mömmulífinu. Ég hef fundið fyrir því síðan ég varð ólétt og finnst það ofsalega gaman. Þó ég hafi alveg átt ófáar vangaveltur um hversu mikið ég vil að dóttir mín birtist hér þá myndi ég aldrei geta sleppt því alveg. Hún er svo ólýsanlega stór partur af mér og mínu lífi og þar sem að bloggið mitt er afar persónulegt held ég að ég gæti hreinlega ekki verið bloggari án þess að henni bregði fyrir hér annað slagið. Mömmubloggið finnst mér líka skemmtilegur vinkill og veit að margir hafa gaman af því.
Svona fer ég oft að blaðra um eitthvað sem ég ætlaði mér alls ekki að gera í upphafi. Þegar ég byrjaði á þessari færslu var tilgangurinn aðeins til að birta saklaust dress sem ég klæddist í gær en allt í einu var ég komin út í eitthvað mömmuspjall. Ekki það, mig hefur lengi langað að koma aðeins inn á þetta og tala um hvað maður þarf að gera það upp við sig hversu mikið maður vill hleypa fólki inn í líf barna sinna með þessum hætti. Ég reyni að gera það hóflega og reyni að hafa sitt lítið af hvoru hér inni á. Mömmuvinkillinn finnst mér skemmtilegur og þykir mér afar vænt um þá fylgni sem ég hef fengið fyrir það að vera mamma og að finna fyrir því að fólk vilji fylgjast með fleiru en bara dresspóstum og “djamm”myndum. ;) Það eru svo ótal nýjar pælingar, spurningar, ákvarðanir og margt fleira sem fer í gegnum höfuðið á manni með þessu fallega mömmuhlutverki og áhuginn tekur stórt skref í glænýja átt. Mömmuvinkillinn mun því fylgja mér hér áfram þó ég sé enn að finna út úr hvernig ég vil stilla honum í hóf.
En yfir í það sem færslan upprunalega átti að snúast um var gærdagurinn. Afar fallegur dagur líkt og dagurinn í dag. Við vinkonurnar hittumst á kaffihúsi og fórum yfir ýmis málefni framan af degi. Seinni part dags fórum við Teitur svo á forsýningu á þáttunum Venjulegt fólk í Smárabíó. Við erum vel tengd listafólkinu á bakvið þættina en handritshöfundur, leikstjóri og leikarar í þáttunum eru miklir vinir okkar og vorum við því afar spennt að sjá fyrstu tvo þættina. Þeir verða sýndir í Sjónvarpi Símans og er ég vægast sagt spennt að sjá restina af seríuni! Til hamingju þið miklu snillingar!
Pels: Minimum / Galleri 17
Blazer: Galleri 17
Leðurbuxur: ZARA
Skyrta: ZARA
Skór: Fruit / GS Skór
Taska: Gucci
Eigið dásamlega helgi!
xxx Fanney
Instagram: fanneyingvars
Skrifa Innlegg