fbpx

ÓSKALISTINN // HEIMILIÐ

FLUTNINGARHEIMILIÐHÚSGÖGNÓSKALISTINN

Jæja, þá er komið að fyrsta óskalistanum á mínu bloggi. Þetta var afar löng fæðing, það verður að segjast, en mig hefur langað að gera færslu af þessu tagi frá því að ég byrjaði að blogga hér á Trendnet. Mér finnst alltaf mjög gaman að lesa slík blogg hjá öðrum og lengi verið á leiðinni að gera slíka færslu sjálf. Ég er ekki sú tæknivæddasta í bransanum og þurfti því að hringja í vin til að finna út úr hvernig best væri að útbúa færslu af þessu tagi. Það hefur að vísu ekki tekið mig marga mánuði að læra það, ég er ekki svo slæm, en var ósköp lengi að koma mér að verki. Hér er allavega minn fyrsti óskalisti og mikið er gaman að leyfa sér að dreyma… er það ekki annars?

Svo ég tengi þema óskalistans aðeins, þá eins og margir vita, eru flutningar í vændum hjá okkur fjölskyldunni og fáum við nýju íbúðina okkar afhenta 1. desember. Það styttist aldeilis í ósköpin en það er aðeins um mánuður til stefnu. Við erum að stækka aðeins við okkur og þurfum að kaupa okkur ný húsgögn og eins þurfum við að fara í örlitlar framkvæmdir, þó alls ekki stórvægilegar sem betur fer svona rétt fyrir jólin en við stefnum að því að vera flutt inn fyrir jól. OK við stefnum samt í ALVÖRU að því að vera flutt inn ca. 7. desember – nema fólki í kringum okkur finnst við full bjartsýn og segir okkur að þakka fyrir ef við náum að vera komin inn fyrir jól! Ég segi það því hér með að við allavega flytjum inn fyrir jól!

Ég sumsé, í ljósi aðstæðna geri ekki annað þessa dagana en að heimsækja húsgagnaverslanir, skoða heimasíður húsgagnaverslana og skoða Pinterest til að fá hugmyndir og innblástur. Guð minn góður hvað það er mikið til af fallegum vörum inn á heimilið! Þetta er samt ótrúlega skemmtilegur tími og stundum er líka gaman að leyfa sér að dreyma um vörur sem maður á sannarlega ekki efni á. Heimilið er í þokkabót eilífðarvinna og þó svo að manni langi innilega til þess að allt verði tilbúið, spikk og span fyrir jólin, er það alls ekki raunhæf hugsun.

Mér fannst eðlilegt að í ljósi þess að húsgögn og vörur inn á heimilið eiga hug minn allan þessa dagana, að það yrði fyrsti óskalistinn. Hann er alls ekki fullkominn en ég hlakka til að prófa mig áfram í þessu. Allar þær vörur sem mig dreymir um að eignast komust ekki fyrir á þennan fyrsta lista svo þið megið búast við öðrum af slíku tagi frá mér á næstunni!

1.  Hola bekkur með marmarabotni frá Bolia. Þessi guðdómlega fallegi bekkur hefur lengi verið á óskalistanum hjá okkur Teiti Páli. Við höfum margoft gert okkur ferð í Snúruna, þar sem hann fæst, til þess að láta okkur dreyma um hann. Ég sé hann fyrir mér á mörgum mismunandi stöðum. Inni í forstofu, í stofunni eða jafnvel í fataherberginu. Falleg vara sem getur prýtt hvaða rými sem er. Þessi bekkur verður okkar einn daginn!

2. Valby stóll frá Bolia. Það er greinilegt að þetta Bolia merki gerir mikið fyrir mig. Í nýju íbúðinni verðum við með bæði borðstofu- og eldhúsborð. Þessir stólar yrðu afar fallegir í borðstofunni. Ótrúlega stílhreinir og fallegir við eflaust hvaða borð sem er. Stólarnir fást í Snúrunni.

3. Circum hringspegill frá AYTM. Speglaæðið heldur klárlega áfram en ég held að við séum flest sammála um hvað fallegur hringspegill getur gert mikið fyrir rýmið. Við eigum fyrir fallegan hringspegil úr Sostrene Grone sem er ótrúlega góð og ódýr lausn og setur skemmtilegan svip á stofuna hér heima. Okkur langar ofboðslega að eignast þennan tiltekna spegil í stærstu gerð, sem er 110 cm. Hann kemur í mismunandi stærðum og gerðum og ég held að svarti liturinn yrði fyrir valinu í okkar tilfelli. Hann myndi setja ótrúlega fallegan svip á stofuna. Spegillinn fæst í Módern.

4. Hringborð frá VIGT. Mig hefur dreymt um að eignast þetta borð frá því að ég sá það fyrst! Ég ætla ekkert að skafa af því hversu fallegt mér þykir það en í mínum augum er það hið fullkomna hringborð! Alveg sérstaklega stílhreint og hægt að fá það í mismunandi stærðum, semsagt hægt að nota sem bæði eldhúsborð og borðstofuborð! Mér finnst fæturnir á borðinu guðdómlegir. Ég er að reyna að halda aftur að mér í fögrum lýsingarorðum en þið sem hafið rekist á þetta borð vitið eflaust öll hvað ég er að tala um. Vigt er íslensk hönnun sem gerir það enn fallegra og skemmtilegra. Ótrúlega margar fallegar vörur frá þessu merki. Þið finnið það HÉR.

5. Gólfmotta frá SEIMEI. Gólfmottur eru nýja æðið mitt og mikið er fallegt og gott úrval til af þeim. Ég gæti nánast gert sér óskalista um gólfmottur! Fallegar mottur setja ótrúlega skemmtilegan og hlýlegan svip á heimilið að mínu mati. Það eru margar á óskalistanum (mis raunhæf verð auðvitað). Þessi á myndinni er frá fallegu húsgagnaversluninni SEIMEI, eins er Dibbets gólfmotta frá Minotti sem fæst í Módern á óskalistanum, ótrúlega margar fallegar frá Kara Rugs, Snúrunni, IKEA og fleiri verslunum.

6. Kampavínsglös frá Frederik Bagger. Ég er alltaf að finna tilefni til að skála fyrir, þykir það ekki bara mjög eðlilegt? ;) Ég fékk þessi fallegu glös í afmælisgjöf frá vinkonum mínum og það væri ótrúlega gaman að safna nokkrum í viðbót. Glösin fást t.d. í Snúrunni.

7. Birdy veggljós frá Northern Lighting. Við erum alveg búin að ákveða að hafa veggljós fyrir ofan náttborðin í hjónaherberginu. Við vorum reyndar með annað ljós á óskalistanum sem er því miður hætt í sölu en þetta ljós hér að ofan kemst því næst! Mér finnst gylltu smáatriðin á ljósinu gera ótrúlega mikið! Þessi veggljós fást í Módern.

8. Lounge2 gólflampi frá Bolia. Þessi gólflampi væri fullkominn inn í stofu, hangandi yfir sófanum! Okkur dreymir um að eignast Arco gólflampann frá Flos sem fæst í Lumex en þessi tiltekni frá Bolia er töluvert nær þeirri verðhugmynd sem eðlileg þykir og alls ekki síðri í útliti að mínu mati. Við eignumst Arco lampann bara þegar við verðum stór. ;) Gólflampinn frá Bolia fæst í Snúrunni.

9. Marly vasi frá Bolia. Ég er ofsalega hrifin af kúlulaga vösum og er þessi engin undantekning. Vasa af þessu tagi er hægt að nota hvar sem er, á eldhús- og borðstofuborðinu, sófaborði, hillum, skenkum og í raun hvar sem er. Blómvendir í fallegum vösum fríska upp á heimilið og er alltaf falleg lausn til að punta heimilið sérstaklega. Þessi vasi fæst í Snúrunni.

10. Leaves pendant loftljós frá Bolia. Við erum með augun opin fyrir fallegum loftljósum sem myndu prýða borðstofurýmið. Ég segi það aftur að það er greinilegt að Bolia er að heilla mig mikið. Afar fallegar vörur frá því merki! Þetta ljós er ótrúlega fallegt, stílhreint og klassískt sem er ekki hægt að fá leið á seinna meir, sem er afar mikilvægt! Þetta myndi sóma sér afar vel í hinni fullkomnu borðstofu. Ljósið fæst sem fyrr, í Snúrunni.

11. VEGGSTJAKI frá HAF. Við getum öll verið sammála um að þessi fallegi veggstjaki væri velkominn inn á hvaða heimili sem er. Íslensk hönnun, já takk! Við fengum STJAKA í jólagjöf fyrir tæpum tveimur árum sem við erum ofsalega ánægð með og hefðum ekkert á móti því að eignast þennan í safnið. Hann er hreinlega fullkominn, að mínu mati. VEGGSTJAKINN fæst í HAF STUDIO.

12. LAX borðstofuborð frá MORE. Hér er ég alveg komin fram úr sjálfri mér í draumórum en hér erum við að tala um eitt fullkomið borðstofuborð. Ég er ótrúlega hrifin af þessum dökkbrúna lit af borðstofuborði og er eiginlega alveg búin að ákveða að sá litur verður fyrir valinu þegar við kaupum okkur borðstofuborð! Fyrst var svart efst í huga en núna er ég alveg komin á þennan dökkbrúna reykta eikarlit. Hvaða borðstofuborð það verður er ennþá óljóst. Þetta tiltekna draumaborð fæst í Módern.

13. Piero sófaborð frá Bolia. Þetta er ein af þeim vörum sem við Teitur ætlum okkur að eignast einn daginn. Okkur hefur dreymt um þetta sófaborð lengi, enn og aftur frá Bolia! Það er eiginlega bara guðdómlega fallegt og myndi gera ótrúlega mikið fyrir stofuna. Borðið fæst með bæði svörtum og hvítum marmara, mér þykja bæði borðin ofsalega flott en við myndum kjósa það svarta. Sófaborðið fæst í Snúrunni.

_________________________________________________________________

Það er gaman að láta sig dreyma! Þetta eru allt myndir af vörum sem ég hafði “screen-shottað” í símanum undanfarnar vikur og mánuði! Gaman að setja þær saman með þessu móti! Það er nóg til af slíkum skjá-skotum í símanum mínum líkt og ég nefndi fyrr í færslunni, svo það er aldrei að vita nema ég útbúi annan slíkan lista fljótlega. Ég hlakka ótrúlega til stóra flutninga-verkefnisins sem framundan er þó ég kvíði líka mikið fyrir því að kveðja bestu Barmahlíðina. Ég hlakka til að leyfa ykkur að fylgjast með.

Eigið góðan sunnudag og verið góð hvert við annað!
xxx Fanney

Instagram: fanneyingvars

ALL SET FOR WINTER

Skrifa Innlegg