Vonandi hafið þið átt notalega helgi. Helgin mín fór í ljúfar samverustundir með litlu fjölskyldunni minni og ýmis verkefni hér heima fyrir til að byrja að undirbúa flutninga sem eru á næsta leiti. Við fórum út að borða með góðum vinum á laugardagskvöldið og seinna um kvöldið hittumst við vinkonurnar á kaffihúsi niðri í bæ í einn (eða tvo…) drykki. Þegar vinkonuhópurinn tekur sig skyndilega til og gott sem pungar út börnum hvað eftir annað, fækkar (eðlilega), slíkum hittingum – en ég held að fyrir vikið verði þeir töluvert dýrmætari! Fyrir utan hversu dýrmætt það er að fá að upplifa það að vera samferða vinkonum sínum í barneignum. Meiriháttar kvöldstund með mínum bestu konum. Gærdagurinn fór svo í ýmislegt stúss hér heima, kvöldmat hjá foreldrum mínum og svo enduðum við uppi í sófa með líter af bragðaref! Þar hafið þið það!
Mömmumús <3
Kápa: Monki
Skyrta: H&M
Buxur: Zara
Skór: Fruit / GS Skór
Taska: Gucci
Kolbrún Anna:
Úlpa: Kuling / Petit
Peysa: Gjöf frá ömmu og afa frá Spáni
Buxur: MarMar / BíumBíum
Inniskór og kuldaskór: PomPom / Petit
Húfa: PomPoms & co
Laugardagskvöld í besta félagsskapnum!
Þessi vika mun eflaust einkennast af flutningastússi en íbúðin okkar er nú þegar komin á annan endan eftir að hafa tekið geymsluna í gegn um helgina. Ég er eiginlega búin að sætta mig við að íbúðin verður ekki fín og falleg fyrr en við berum seinasta kassann hér út. Ég ætla að fara í gegnum fataskápinn minn og reyna að selja fullt af fatnaði og skóm afar ódýrt! Það er einfaldlega ekki pláss fyrir allt og því er þetta nauðsynlegt verkefni. Fylgist endilega með hér og á Instagraminu mínu: @fanneyingvars ef þið hafið áhuga á því. Ég stefni á að hefjast handa við það mission í vikunni.
Þangað til næst!
xxx Fanney
Instagram: @fanneyingvars
Skrifa Innlegg