Ég fór í meiriháttar heimsókn á verkstæði KER í Mávahlíðinni í síðustu viku. Guðbjörg Káradóttir er leirkerasmiður og mótar hún alla gripi Ker í höndunum á rennibekk. Ég er svo yfir mig hrifin af verkunum hennar. Ég fór til hennar á eigin vegum en að lokinni heimsókn fékk ég fallegar vörur að gjöf frá Guðbjörgu. Mig langaði að eignast fallegu keramik jólatréin frá Ker, jólatré sem prýða ansi mörg heimili landsmanna og er að mínu mati eitt fallegasta jólaskrautið. Þrátt fyrir að ég sé mjög mikið jólabarn er ég alls ekki mikið fyrir æpandi jólaskraut. Mér finnst guðdómlegt að gera heimilið mitt jólalegt fyrir jólin en stílhreint og klassískt skraut heillar mig meira og því kölluðu jólatréin frá Ker á mig! Ég hinsvegar kom auga á svo margt annað fallegt sem ég þekkti ekki jafn vel áður – kaffibollarnir, vasarnir, skálarnar og kertastjakarnir hittu beint í mark hjá mér og þykir mér vöruúrvalið hjá Ker alveg sérlega hnitmiðað og “spot on”. Hver vara fallegri! Ég mæli með að þið gerið ykkur ferð, sérstaklega núna fyrir jólin og kíkið á vinnustofu Guðbjargar. Ég var ótrúlega heilluð!
Hér eru nokkrar myndir sem ég tók á verkstæði Guðbjargar í Mávahlíðinni – en verkstæðið er einnig heimilisleg og falleg verslun þar sem hún býður viðskiptavini daglega velkomna. Ég mæli því með að kíkja á hana – til að kynna sér opnunartíma mæli ég með að kíkja á Instagram síðu Ker undir: kerrvk.is – Þessar dásamlegu vörur eru annars einnig til sölu hjá snillingunum í Hafstore. Cappuccino bollarnir eru í miklu uppáhaldi hjá okkur hér heima og hafa mikið verið notaðir! Ég er svooo ánægð með þessi fallegu jólatré. Ég fékk mér þau líka hvít. Jólatré og kertastjakar sem hægt er að nota bæði saman og í sitthvoru lagi. Teitur færði mér þennan bolla hér í þessum töluðu – espresso bolli í þessum fallega lit! Tilvalin jólagjöf?
Ég mæli með!
Þangað til næst,
Xxx Fanney
Instagram: fanneyingvars
Skrifa Innlegg