Síðustu tvo brúsa hef ég fengið að gjöf frá Marc Inbane á Íslandi, fram að því hafði ég alltaf keypt mér brúnkukremið sjálf.
Ég hef lengi ætlað að skrifa færslu um brúnkukrem. Já ég veit að þið trúið því ekki, en ég nota brúnkukrem! ;) Sjokker dagsins er það ekki? Ég er ekki elgtönuð og rauðhærð, ótrúlegt en satt…. Ég er að vísu ekki með þessa týpísku ljósu húð þrátt fyrir háralitinn en ég hef alltaf fengið góðan lit þegar ég sóla mig í útlöndum í gegnum tíðina. Ég fer ekki í ljós og núna í seinni tíð hefur þolinmæðin mín fyrir því að liggja á sólbekk í steikjandi hita til þess að næla mér í tan minnkað töluvert! Þrátt fyrir að tilhugsunin núna um að liggja á sólbekk í útlöndum gefi mér gott í hjartað, þá finnst mér ofsalega erfitt að liggja lengi aðgerðarlaus á sólbekk í miklum hita. Þessi þráhyggja um að koma elgtönuð heim úr sólarlandaferð held ég að hafi elst af mér, eflaust einhverjir sem kannast við það eða hvað? Ég hef notað brúnkukrem lengi og eflaust prófað öll þessi helstu sem eru til sölu hér heima. Mér hefur hingað til alltaf þótt það afar erfitt að finna “hið fullkomna” brúnkukrem en oftast hefur eitthvað smávegis farið í taugarnar á mér. Oftast er það lyktin! Brúnkukrem hafa í dag þróast mikið, fyrirhöfnin er orðin minni sem ég gleðst yfir.
Í byrjun árs prófaði ég að kaupa mér brúnkukrem frá Marc Inbane sem margir höfðu talað um. Það var frekar dýrt að mínu mati í innkaupum en eftir að ég prófaði það var ekki aftur snúið. Ég spreyja kreminu á mig, bæði í andlit og á líkama! Það er einn kosturinn að mínu mati, það að ég geti notað það í andlitið án þess að fá feita húð og mikla olíumyndun. Það er algjörlega lyktarlaust sem mér finnst annar afar góður kostur (sem og öðru heimilisfólki), það þornar á innan við 10 mínútum og brúnkan myndast strax. Það er því mjög auðvelt að spreyja því á sig samdægurs ef maður er t.d. á leið eitthvað fínt um kvöldið. Brúsinn endist svo heillengi og þar réttlætti ég kostnaðinn, sem og vegna allra góðu kostanna sem það býr yfir. Þetta er allra besta brúnkukrem sem ég hef prófað og ég gæti einfaldlega ekki mælt meira með því! Ég segi það aftur að ég hef fengið síðustu tvo brúsa að gjöf frá Marc Inbane á Íslandi en fram að því keypti ég mér þá alltaf sjálf. Þetta er spurning sem ég svara reglulega í skilaboðum og ég vona að þetta hjálpi einhverjum. Ég spreyja oftast á mig og dreifi svo með hanskanum, einnig er hægt að spreyja beint í hanskann og dreifa með þeim hætti. Ekki misskilja mig, ég er alls ekki alltaf með brúnkukrem – ég spreyja að meðaltali á mig kannski 1x – 2x í mánuði, aðeins oftar í andlitið en brúnkan endist mjög vel. Það er mjög næs að eiga gott brúnkukrem við hendina til að fríska sig við. Ég allavega gæti ekki mælt meira með!
Á öllum þessum myndum er ég með brúnkukremið frá Marc Inbane á mér.
Instagram: fanneyingvars
xxx Fanney
Skrifa Innlegg