fbpx

HURÐIR FYRIR & EFTIR

FRAMKVÆMDIRHEIMILIÐINNBLÁSTURPERSÓNULEGT

Jæja, ég er stórskuldug í íbúðaruppfærslum hér á blogginu. Mér finnst ofboðslega gaman að deila með ykkur fyrir og eftir myndum af íbúðinni því mér finnst sjálfri sérlega skemmtilegt að sjá útkomuna. Líkt og þið mörg vitið þá fluttum við inn í íbúðina okkar rétt fyrir jólin í fyrra. Við keyptum íbúðina með miklar breytingar í huga og núna (bráðum 9 mánuðum síðar) get ég loks sagt að verkinu sé að ljúka! Íbúðin er sumsé loksins farin að líta út eins og við sáum hana fyrir okkur frá upphafi! Vinna að baki sem hefur kostað dass af þolinmæði og þrautseigju en allt þess virði þegar útkoman lítur dagsins ljós! Eins og ég lýsti fyrir ykkur í upphafi þá var planið að losa okkur við eikarlitinn sem umlukti íbúðina alla. Allar innréttingar, parket og hurðir voru í misjöfnum eikarlitum en voru hinsvegar veglegar, nýjar og vel með farnar svo við ákváðum að nýta allt sem við gátum og gefa því nýtt líf með því að pússa og lakka. Áður en við fluttum inn í desember í fyrra vorum við búin að klára eldhúsinnréttinguna og forstofuskápinn. Við ákváðum að byrja á því einu þar sem við vildum sjá útkomuna fyrst áður en við myndum henda öllu í sömu framkvæmd. Við vorum ólýsanlega ánægð og því héldum við okkur við upprunalegt plan. Við hinsvegar fluttum fljótt inn því okkur lá á að komast inn fyrir jólin og svo leið tíminn….! Það sem ég mæli með er að vera búin með sem flest áður en fólk flytur inn því almáttugur hvað það er auðvelt að fresta hlutunum eftir að maður er fluttur inn! Little did we know að 7 mánuðum síðar myndi ferlið hefjast á ný, haha!!

Fyrir ca. tveimur mánuðum síðan fékk ég svo smá “ógeð” af stöðunni ef ég á að segja eins og er, sem var góður drifkraftur. Þá hófst ferlið á ný og við tókum þá allar hurðir í íbúðinni og eins baðherbergisinnréttinguna og lökkuðum. Um leið og hurðirnar voru tilbúnar og komnar upp var íbúðin orðin eins og ný og þetta lúkk sem við sáum fyrir okkur frá upphafi loksins orðið að veruleika! Sá léttir var ómetanlegur og vá hvað við erum ánægð með útkomuna! Við búum í fjölbýli og því lökkuðum við bara þá hlið af útidyrahurðinni sem við sjáum inni í íbúðinni. Í síðustu viku skelltum við okkur svo að lokum í það að lakka fataskápana. Við byrjuðum á skápunum í aukaherbergjunum sem eru tilbúnir og komnir upp og Teitur (þar sem ég er stödd erlendis), er að leggja lokahönd á seinni lakk-umferð á fataskápinn inni hjá okkur, sem fer þá upp á morgun! Þá getum við formlega sagt hér með að þessari tilteknu framkvæmd sé lokið!! Ég get ekki beðið eftir að sýna ykkur fataskápana og baðherbergið í næstu færslu en núna langar mig að sýna ykkur hurðirnar en um leið og þær voru komnar upp settu þær svo stórkostlegan svip á íbúðina. Ég segi það enn og aftur, loksins loksins, er íbúðin okkar farin að líta út eins og við sáum hana fyrir okkur frá upphafi! Allt annað líf og íbúðin eins og ný, þó ég segi sjálf frá!

FYRIR:

EFTIR:

Allt annað líf, ekki satt?

Mig langar aftur að benda á færsluna mína sem ég gerði eftir að eldhúsinnréttingin var tilbúin – ég fæ alltaf fjöldan allan af fyrirspurnum um framkvæmdina, efni, aðferð og fleira um leið og ég sýni frá svo mig langar strax að benda ykkur sem áhugasöm eruð á færslu sem ég gerði sem inniheldur ALLAR upplýsingar og svör við öllum helstu fyrirspurnum sem ég hef fengið. Ferlið hefur verið nákvæmlega eins, hvort sem það er eldhús- og baðherbergisinnréttingin, hurðir og/eða fataskápar. Ég lýsi framkvæmdinni skref fyrir skref svo allir ættu að geta fengið svör við spurningum sínum þar: HÉR! 

Þangað til næst!
Xxx Fanney

Instagram: fanneyingvars

OUTFIT

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Elísabet Gunnars

    2. September 2019

    Vá þvílík breyting! En ótrúlega gaman að sjá :)

  2. Anna

    5. September 2019

    Hæ! Fallegt hjá ykkur, má ég spurja með parketlistana, keyptuði nýja eða máluðuði þá sem voru?

    • Fanney Ingvarsdóttir

      6. September 2019

      Takk kærlega! Við máluðum þá sem voru fyrir – í allri íbúðinni í sama lit og viðeigandi veggur. :) ótrúlega ánægð með þá ákvörðun!