fbpx

HUGMYNDIR AF JÓLADRESSUM

INNBLÁSTURJÓLAGJAFAHUGMYNDIRJÓLINOUTFITSAMSTARF

Þessi færsla er unnin í samstarfi við NTC/Galleri 17

Ég fór í hádeginu í dag í samstarfi við NTC í heimsókn í verslun Galleri 17 í Kringlunni til að kíkja á fatnað og/eða gjafir sem að mér þóttu tilvalin fyrir hátíðarnar sem að framundan eru. Það er stundum svolítið gott ef að mikið er að gera hjá manni að geta verið “mataður” með upplýsingum sem þessum í gegnum samfélagsmiðla heima í sófanum – sjá mögulega eitthvað sem manni lýst á sem sparar manni tímann sem fer í að leita. Þannig lít ég á þessar heimsóknir mínar sem ég vinn stundum með verslunum. Gott að geta gefið hugmyndir og sýnt úrvalið í verslunum. Ég var allavega alls ekki svikin eftir heimsókn mína í Galleri 17 í dag – mér þótti jólakjóla úrvalið afar mikið og komst ég alls ekki yfir það að máta allt sem að mér leyst á. Nóg í boði af fallegum fatnaði fyrir hátíðarnar og að sjálfsögðu fullt af vörum sem tilvaldar eru í jólapakkann. Ég mátaði fullt af dressum sem mér fannst standa upp úr (þó þau hefðu auðveldlega geta verið fleiri) og langaði mig að deila þeim með ykkur hér.   Fallegur og hátíðlegur kjóll frá Nakd – hann er síður líkt og þið sjáið á seinni myndunum en það kom mér skemmtilega á óvart hversu vel það kom út að toga hann aðeins ofar. Hægt að nota á báða vegu!   Ótrúlega fallegur og virkilega þægilegur (sem skiptir öllu máli), kjóll einnig frá Nakd. Öll púff-erma detail virðast kalla á mig! Þið munið taka eftir því á næstu myndum haha.  Samsoe Samsoe finnst mér vera að koma sterkir inn þetta season! Margt fallegt úr þeirra smiðju!   Old school og flottur kjóll frá Envii. Það er annað skemmtilegt merki að mínu mati sem ég mæli með að þið kynnið ykkur.   Taaalandi um PÚFF! Þessi finnst mér æði – einnig frá Nakd.    Áramótakjóllinn er fundinn – skvísukjóll frá Minimum sem er tilvalinn fyrir hin ýmsu hátíðartilefni! Ég sé hellings notagildi í þessum kjól.   Ég myndi t.d. eflaust nota hann svona. Í gegnsæum bol frá Moss Reykjavik undir sem að dressar hann örlítið niður en engu að síður alveg jafn hátíðlegur. Ég sé þetta dress meira að segja alveg fyrir mér við buxur og boots!  Þessi græni Samsoe samfestingur kallar á jólin!   Vægast sagt nóg úrval af skvísutoppum sem þessum að finna í Galleri 17.   Meiriháttar dragt frá Samsoe Samsoe með fallegum detail-um. Það sem er svo skemmtilegt við dragtir er hversu auðvelt er að klæða þær upp og niður, sem og nota jafnt saman eða í sitthvoru lagi. Þessi dragt væri t.d. virkilega flott yfir hátíðarnar ef að skipt væri yfir í pallíettu topp eða annan fínni topp innan undir.   Komin í fake fur yfir.     Ég fell auðveldlega fyrir klassískum og þægilegum bolum sem hægt er að girða ofan í buxur eða pils. Hér er einn sem hitti beint í mark hjá undirritaðri. Endalaust notagildi í mínum augum! Einnig frá Samsoe.   Annar sem fellur undir sama hatt að mínu mati – frá Envii.  Falleg skyrta – nóg úrval af mismunandi skyrtum!   Þessi úlpa var ekki lengi að kalla á mig. Ég hef lengi haft augun opin fyrir styttri úlpu – ég á nokkrar síðar (sem ég elska!), en mér hefur stundum langað að geta klætt mig í styttri úlpu. Þessi tikkaði í öll boxin. Hlý og falleg, frá Samsoe Samsoe. Tilvalin jólagjöf ef þú spyrð mig!  Ég rakst á nokkur eintök af leðurbuxunum úr fatalínunni minni, Moss x Fanney Ingvars. Mín uppáhalds flík sem sló heldur betur í gegn og ég fæ reglulega fyrirspurnir um. Geggjuð jólagjöf þó ég segi sjálf frá ;)

 Nokkrar fleiri hugmyndir í jólapakkann úr herradeildinni.

Ég komst alls ekki yfir að máta allt sem mér leyst á. Ég mæli því eindregið með að gera sér ferð í verslanir Galleri 17 í Kringlunni eða Smáralind og skoða úrvalið – sjón er sögu ríkari.

Þangað til næst,

Xxx Fanney

Instagram: fanneyingvars

BOSTON

Skrifa Innlegg