fbpx

BOSTON

FERÐALÖGJÓLINOUTFIT

Við Teitur fórum í afar notalegt jólastopp til Boston fyrir skömmu. Boston er alltaf ein af mínum uppáhalds borgum í USA. Mér finnst hún sérstaklega notaleg, allt til alls og einhvern veginn ekki þetta “caos” sem er að finna í öðrum stórborgum Bandaríkjanna. Borgin er því afar ólík flestum öðrum en oft er talað um að Boston sé “Evrópu” borg Bandaríkjanna.

 Kærustupar á leið á deit!  Ég er algjör útsýnis”perri”, en mér finnst fátt skemmtilegra en að sitja með góðan drykk og geta notið útsýnis í góðum félagsskap. Prudential Tower í Boston er skemmtilegur viðkomustaður fyrir slíkt. Lolita er ótrúlega skemmtilegur mexíkanskur veitingastaður. Mikil upplifun að fara þangað og afar ljúffengur matur!  Ef þú átt leið til Boston fyrir jólin þá máttu sannarlega ekki sleppa því að koma við á Lenox hotel sem er staðsett á Boylston Street! Þar færðu jólin beint í æð! Ég hef komið þangað þó nokkuð oft fyrir jólin og það er alltaf eins og að ganga inn í jólaland!   Úlpa: Brimhólar / 66 Norður
Skór: Ozweego / Adidas Originals
Hattur: Galleri 17

Þangað til næst!

Xxx Fanney

Instagram: fanneyingvars

Ps! Ég er með meiriháttar gjafaleik í gangi á Instagraminu mínu í samstarfi við my letra. Þrjár af vinsælustu og jafnframt mínum uppáhalds vörum úr línunni minni, my letra by Fanney Ingvars, sem kom út í sumar, snúa aftur fyrir jólin! Þessar vörur kláruðust á örfáum sólarhringum og hefur eftirspurnin verið mikil síðan þá. Við ákváðum að svara kallinu og fá þessar þrjár vörur aftur inn fyrir jólin. Þið getið lesið allt um málið og meira til, getið unnið þessar vörur á Instagraminu mínu. Ég dreg út í kvöld svo nú fer hver að verða síðastur! <3 Smellið á linkinn hér að ofan til að taka þátt! <3

OUTFIT

Skrifa Innlegg