fbpx

Eva Laufey Kjaran

Brauðið sem allir elska

IMG_4718

IMG_4736

Það kannast flestir við þetta brauð en það kallast pottabrauð og er án efa einfaldasta brauð í heimi. Í gærkvöldi áður en ég fór að sofa blandaði ég nokkrum hráefnum saman og leyfði deiginu að lyfta sér yfir nótt, í morgun þurfti ég eingöngu að hnoða það örlítið og skella því inn í ofn. Ég hef áður deilt uppskriftinni með ykkur en mig langaði að deila henni enn og aftur. Ég bætti fersku rósmaríni og hvítlauk saman við deigið að þessu sinni og það kom afar vel út. Það er mikilvægt að nota steypujárnspott þegar þið bakið þetta brauð, útkoman verður ekki sú sama í öðrum formum. Ef þið eigið ekki steypujárnspott þá er tilvalið að skella honum á óskalista fyrir jólin, bestu pottarnir sem ég hef átt og ég nota þá mjög mikið bæði í bakstur og í matargerðinni.

Hér er uppskriftin og ég vona að þið njótið vel.

IMG_4719

Pottabrauð með rósmarín og hvítlauk

470 g brauðhveiti frá Kornax
370 ml volgt vatn
1 tsk salt
1/4 tsk þurrger
1 msk ferskt rósmarín
2 hvítlauksrif
Aðferð:

Blandið þurrefnum saman í skál og hrærið vatni saman við. Setjið plastfilmu yfir skálina og geymið við stofuhita í að minnsta kosti tólf klukkustundir.
Hellið deiginu á hveitistráðborð og stráið smá hveiti yfir deigið. Saxið rósmarín og hvítlauk mjög smátt og blandið við deigið.
Hnoðið deigið rétt aðeins í höndunum og brjótið það saman þannig að það myndi kúlu.
Smyrjið ofnpott með olíu og setjið pottinn inn í ofn við 230°C.
Takið pottinn út úr ofninum, setjið brauðið í pottinn og inn í ofn í 30 mínútur. Þegar 30 mínútur eru liðnar takið þið lokið af pottinum og bakið áfram í 10 – 15 mínútur.

IMG_4723 IMG_4725

xxx

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

Mjúk súkkulaðikaka með fljótandi karamellusósu

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Hólmfríður Birna

    25. November 2015

    Ótrúlega girnilegt og spennandi. Langar að prófa.
    Þú talar um að hita ofninn og setja pottinn inn áður en maður síðan setur deigið ofan í. Hvað á potturinn að vera lengi í ofninum, þá væntanlega til að hitna?

    • Eva Laufey Kjaran

      25. November 2015

      Já, ég hef hann í svona 5 – 10 mínútur. Þá er hann orðinn vel heitur ;) Mbk, Eva

  2. Elísabet Gunnars

    25. November 2015

    Potturinn er farinn á óskalistann. Hlómar einfalt en sjáum svo til hvernig tekst hjá mér ;)