fbpx

Eva Laufey Kjaran

Mjúk súkkulaðikaka með fljótandi karamellusósu

IMG_4684

Á laugardaginn fór fram landssöfnun Samhjálpar til uppbyggingar á meðferðarheimilis í Hlaðgerðarkoti. Söfnunin gekk frábærlega og við söfnuðum rúmlega 80 milljónum sem er algjörlega frábært, það var svo gaman að fá að taka þátt í söfnuninni en við Ásgeir Erlendsson vorum í símaverinu með fullt af skemmtilegu fólki. Ég var svo sátt og sæl þegar ég vaknaði í gærmorgun að ég varð að baka eina gómsæta köku. Mig langaði auðvitað í súkkulaðiköku og ég átti til ljúffenga karamellusósu sem passaði fullkomnlega með súkkulaðinu. Úr varð sænsk kladdkaka með þykkri karamellusósu. Þið ættuð að skella í þessa köku sem allra fyrst, lofa að þið eigið eftir að elska þessa.

IMG_4695

Mjúk súkkulaðikaka með fljótandi karamellusósu

150 g smjör
2 Brúnegg
2 dl sykur
3 dl Kornax hveiti
1 tsk lyftiduft
2 tsk vanilla extract (eða dropar/sykur)
4 msk kakó
Ögn af salti
3 – 4 msk Dulce de leche karamellusósa
Aðferð:

Hitið ofninn í 180°C.
Bræðið smjör við vægan hita.
Þeytið saman egg og sykur þar til blandan verður létt og ljós.
Blandið þurrefnum saman og blandið varlega saman við eggjablönduna með sleif.
Hellið smjörinu og vanillu saman við og hrærið með sleif, saltið smávegis.
Smyrjið form og hellið deiginu í formið.
Setjið karamellusósuna yfir deigið.
Bakið við 180°C í 18 – 20 mínútur, kakan á að vera svolítið blaut.
Kælið á meðan þið útbúið kremið.
Súkkulaðikremi með karamellusósu
70 g smjör
120 g suðusúkkulaði
2 msk síróp
smávegis af salti
2 msk Dulce de leche

Aðferð:
Brjótið súkkulaðið og bræðið saman við smjörið við vægan hita, ekki fara frá pottinum. Það er mjög auðvelt að brenna þessa góðu sósu.
Bætið sírópinu og karamellusósunni við í lokin, hrærið saman og hellið yfir kökuna.
Berið kökuna fram með flórsykri og þeyttum rjóma, ég lofa ykkur því að kakan mun slá í gegn.

IMG_4696 IMG_4698 IMG_4706 IMG_4710

 

Njótið vel.

xxx

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

Í París

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Sunna

    23. November 2015

    Mmm, girnó! Hvar getur maður keypt karamellusósuna? :)

  2. Sunna

    25. November 2015

    Mmm, girnó. Hvar fær maður sósuna?