AUGABRÚNIR

Uncategorized

Èg var svo heppin að fá fallega gjöf frá versluninni Nola þar sem að hún var að opna á Höfðatorgi nú á dögunum. Gjöfin var augabrúnapenni frá merkinu Anastasia Beverly Hills í litnum TAUPE. Èg ákvað að prófa pennann & taka það upp fyrir ykkur þar sem èg sýni á sama tíma hvernig èg móta mínar dagsdaglega.
Èg er mjög hrifin af pennanum, hann er einfaldur í notkun, áferðin falleg & klesstist ekki & liturinn er fullkominn fyrir mig. Mæli með því að þið kíkið á skvísurnar í Nola xx

​​

Þið finnið mig á Instagram & Snapchat undir: steinunne

Xx

KÖTT 

HáriðLÍFIÐUncategorized

Jæja hárið óx svo hratt að èg var ekki að trúa því, èg ákvað í fyrsta skipti að klippa mig aftur stutt en èg hef alltaf látið það vaxa þegar èg hef klippt mig áður.

Í þetta skiptið stytti èg það ennþá meira enda ekkert smeyk eftir að hafa séð hvað það óx hratt síðast. Èg fann líka að èg var “over” þetta aflitaða lúkk & ákvað þess vegna að dekkja það aðeins í rótina. Èg er ótrúlega sátt & verð að fá að mæla með henni Huldu minni sem sér alltaf um hárið á mèr. Hún er snillingur lífs míns & er staðsett á Hárgreiðslustofunni AIDA í Blönduhlíð! xx

img_0087.jpg

Þið getið fylgst með mèr á Instagram & Snapchat undir:
steinunne xx 

Svona Stór! 

BarniðLÍFIÐUncategorized

Èg er ekki að kaupa það hvað litla barnið mitt er orðinn STÓR! Hver einasti dagur er nýr áfangi & èG bráðna endalaust.. 


Þið finnið mig á Instagram & Snapchat undir steinunne 

Xx 

Elskum okkur sjálf

Lífið MittUncategorized

Mikið hefur verið rætt um útlitsdýrkun á alls konar miðlum. Þessi umræða greip að sjálfsögðu athygli mína enda finnst mér útlitsdýrkun alltof áberandi í samfélaginu okkar. Ég er fyrst til að viðurkenna að ég var haldin mikilli útlitsdýrkun og það er ekki langt síðan ég fattaði það og óx uppúr henni. Ég stundaði nám í skóla þar sem útlitsdýrkun var áberandi, álagið sem ég fann fyrir og kröfurnar um að vera alltaf fullkomin voru gríðarlegar – þannig túlkaði ég það alla vega og ég held að ég hafi bara ekki verið nógu sterkur karakter eða nógu örugg með sjálfa mig til að fatta að að ég þyrfti ekki að standast þessar kröfur. Ég vil nú samt ekki fullyrða að það hafi verið skólans vegna sem ég hafi fallið svona í útlitsdýrkunina ég held það hafi meira verið bara af því ég var ekki nógu örugg með hver ég sjálf var og hvernig ég vildi verða. Ég held það sé mjög auðvelt að falla í þessa dýrkun og það kemur fyrir besta fólk og í hvaða skóla sem er. Ég hef oft nefnt nokkur dæmi um hversu svakalega illa ég var haldin þessari útlitsdýrkun en hér eru nokkur þeirra aftur…

  • Sjálfsmyndir – ég veit ekki hversu margar sjálfsmyndir ég á af sjálfri mér frá þessum tíma og þá átti ég sko engan síma þar sem var auðvelt að taka sjálfsmyndir.
  • Ögrandi klæðnaður – mér fannst ég alltaf verða að ögra með klæðnaði sérstaklega á böllum og í partýum, örstuttir kjólar og pils og engar sokkabuxur, þannig voru iðulega dressin mín og það er eiginlega ekki skrítið að ég hafi alltaf verið veik.
  • Fatadagbókin – þið hafið eflaust mörg hver heyrt um fatadagbókina sem ég hélt en það á síðasta árinu mínu í menntaskóla sem ég var með til þess að passa uppá að ég myndi örugglega ekki fara í sömu fatasamsetningum í skólann það ÁRIÐ.
  • Förðunarvöruóð – ég fór alltaf máluð í skólann og þegar hátíðleg tilefni vöru var ég alltaf með svakalega ýkt augnhár og plastneglur. Þegar ég var á fyrsta árinu mínu í versló var ég mjög meðvituð um að ég væri með svört hár. Ég tók því iðulega uppá því þegar ég var í þannig fatnaði að meika undir hendurnar á mér svo það sæist örugglega ekki dökka áferðin í húðinni þó svo það væru engin hár.
  • Það eru mörg fleiri dæmi, dæmi sem ég er til dæmis ekki heldur tilbúin að að gangast við að ég hafi gert – skömmin er það mikil.

Ég hef stundum hugsað útí það afhverju ég var svona háð útlitinu mínu, hvaðan þessar kröfu sem mér fannst ég finna fyrir hafa verið að koma frá. Auðvitað spila áhrifavaldar þar inní sem er í mörgum tilfellum Hollywood stjörnurnar og glanstímaritin en eftir að hafa mikið hugsað um þetta sjálf þá hef ég meira og meira hugsað um það hvort að við sjálfar séum ekki að gera óhóflegar kröfur til okkar sjálfra og kvennanna í kringum okkur. Nú tala ég bara sem kona og til annarra kvenna en ég er þó viss um að þeta eigi líka við hjá strákum ég þekki það bara ekki nógu vel. Kannski er þó samt fáránlegt að segja að maður sé ekki háður útlitinu í heiminum sem við lifum í. Ég viðurkenni það alveg að mér finnst gaman að hafa mig til og farða mig, klæða mig í falleg föt en ég ákvað líka að gera það fyrir sjálfa mig ekki fyrir neinn annan. Ég vel fötin mín útfrá því sem mér finnst flott og þó svo einhverjum öðrum finnist það líka flott þá er það bara í góðu lagi, það sama á við um trend í fötum og förðun. Það mikilvæga er að tapa aldrei sjálfum sér í trendum – að ná að skilja þetta tvennt að.

Ég held að við munum aldrei geta uppfyllt kröfurnar sem við heyrum útundan okkur, kröfurnar sem við upplifum að aðrir setji á okkur með neikvæðum athugasemdum. Besta ákvörðun sem ég hef tekið við að díla við neikvæðar athugasemdir er að taka á móti þeim og svara þeim með hrósi. Þegar ég uppgötvaði það mér til skelfingar að ég væri mögulega í þeim hópi að vera alltaf að rakka aðra niður hvort sem það væri útlitstengt eða vegna öfundar þá skammaðist ég mín mikið. Ég fór í mikla sjálfskoðun og fann það strax að svona vildi ég ekki vera og ég hef engan áhuga á að verða þannig aftur nokkur tíman. Ég sá líka þá hvað við erum svakalega gagnrýnar margar og það er mjög neikvæður eiginleiki – við hrósum sjaldan. Ég finn það líka á síðunni minni – ég fæ sjaldan hrós en ég fæ mikla gagnrýni. Kannski á ég gagnrýnina skilið, kannski ekki en ég reyni þó alltaf að taka vel á móti henni. Í staðin fyrir þennan neikvæða eiginleika sem ég hef nú losað mig við hef ég tileinkað mér það að hrósa, ég nota hvert tækifæri til að hrósa fólkinu mínu, fólkinu í kringum mig. Vitiði það að ég finn að mér líður svo mikið betur líka eftir að ég losaði mig við neikvæðni og tók fagnandi við jákvæðninni. Jákvæða ég lætur þó yfirleitt ekki sjá sig fyr en eftir fyrsta kaffibolla dagsins en það kemur nú fyrir á bestu bæjum.

Þegar ég hugsa til baka vildi ég óska þess að ég hefði getað uppgötvað þetta fyr, ég hefði mögulega geta haft einhver áhrif með því að hrósa í staðin fyrir að tala niður til fólks. En ég get þó huggað mig við það að ég get vonandi haft góð áhrif héðan í frá.

Ég hef bæði fengið athugasemdir og heyrt útundan mér að ég sé ekki jafn góð fyrirmynd og áður að ég sé ekki jafn mikið að sporna við útlitsdýrkun eins og áður. Sannleikurinn er sá að gildi mín hafa ekkert breyst – ég er alveg sömu skoðunar og ég var áður. Mögulega er útskýringin sú að ég er bara orðin ónæmar fyrir áhrifavöldum og sé hlutina ekki eins og áður. Ég er öruggari með mig, mitt útlit og mér líður miklu betur.

Mikið af þessari vellíðun er ykkur að þakka – því hversu vel þið tókuð í það þegar ég birti myndirnar af slitförun mínum og sagði frá þunglyndinu og vanlíðaninu. Kraftinn sem ég fékk frá ykkar stuðning get ég ekki líst – hann var og er mér ómetanlegur og stundum þegar ég á slæman dag fer ég tilbaka í huganum og rifja upp þessa jákvæðu strauma og orku sem orð svo margra ykkar gáfur mér. Þessa vellíðun get ég líka þakkað sjálfri mér fyrir og þeirri sjálfskoðun sem ég fór í, vitið þið að það tekur ótrúlega mikið á að vera neikvæður þó svo það sé ekkert eitthvað sem einkennir mann. Neikvæðnin leggst bara yfir mann, hún smitar útfrá sér til annarra og hún gerir lítið gott.

Þegar ég birti færsluna mína um slitförin lagði ég áskorun fyrir sjálfa mig og ykkur um að hætta að horfa á sjálfa mig í speglinum með gagnrýnum augum – ég get með sanni sagt að ég stóðst þá áskorun og ég vil aldrei breyta því. Þegar ég horfi á sjálfa mig í speglinum sé ég mig – einstöku mig – að fatta það hvað ég er einstök svona í alvörunni er það besta sem hefur komið fyrir mig – ég lærði að elska sjálfa mig. Nú vil ég endurtaka þessa áskorun og skora aftur á ykkur að gera slíkt hið sama.

Það sem mér fannst líka mikilvægt var að sonur minn myndi aldrei sjá mömmu sína gagnrýna sjálfa sig og læra að það væri eðlilegt – nú get ég fagnað því að ég þarf aldrei að hafa áhyggjur af því.

Verum jákvæð, hrósum og elskum okkur sjálf!

Með ást og kærleika,

EH

Kveðja frá Justin!

Uncategorized

Eftir erfiða og annasama viku hef ég nýja viku með 14999 öðrum í Kórnum á Justin Timberlake!

Ég get varla beðið en það styttist í að GusGus mæti á svæðið.

IMG_0241.JPG

Svo er það bara vinnuvika framundan, framkvæmdir, málningarvinna og loks flutningar!!!

En í kvöld ætla ég að gleyma þessu öllu og njóta fallegra tóna JT – góða skemmtun þið sem eruð hér með mér:)

EH

Baksviðs hjá Stine Goya

Uncategorized

Innan skamms hefst síðasta sýningin mín í dag sem er einmitt hjá uppáhalds danska hönnuðinum mínum Stine Goya!!

Dagurinn er búinn að vera langur en mjög skemmtilegur og mjög fróðlegur.

Leyfi hér að fylgja með einni baksviðs frá Stine Goya þar sem sést nú lítið sem ekkert nema bara logoið hjá L’Oreal sem sér um makeupið fyrir sýninguna;)

20140130-193237.jpg

Eftir sýninguna ætla ég svo beint uppá hótel til að loada myndum dagsins inná tölvuna og sjá hvernig þetta allt kom út. Svo verður borðað eitthvað voða ekki hollt kannski McDonalds bara…, glápt á SATC og sofið!

En vá hvað það er gaman að fara á stóra tískuviku – þetta er allt annað en RFF… Sem er kannski ekki svo skrítið miðað við stærðarmun þjóða;)

EH

Preview – Dömudeild JÖR opnar á morgun

Uncategorized

Eins og lítil smástelpa mætti ég ofurspennt í verslunina JÖR á Laugaveginu í gærkvöldi. Mér hafði verið boðið að kíkja á glænýju dömuflíkurnar sem er verið að setja upp einmitt núna inní versluninni. Ég fékk að að skoða allt sem ég vildi, taka myndir og meirað segja að prófa flíkurnar. Mig langar að deila myndum úr búðinni með ykkur en um leið minna ykkur á smá hóf sem verður haldið annað kvöld til heiðurs opnunar deildarinnar meira HÉR. En fyrir þær ykkar sem eruð búnar að bíða hvað lengst eftir því að dömudeildin opni þá opnar hún klukkan 10:00 í fyrramálið.

Það fyrsta sem ég tók eftir þegar ég sá flíkurnar er hvað þær voru fallega gerðar. Frágangurinn er með því besta sem ég hef séð, virkilega vandaður saumaskapur á saumastofunni í Tyrklandi þar sem flíkurnar eru gerðar. Bæði er dömulínan og undirlínan komin í haus auk nýju merkjanna sem hafa verið valin vandlega inní deildina. Í undirlínunni er meðal annars að finna dásamlega flottar dragtir – það eru eflaust margar konur sem eru spenntar fyrir þeim enda er ekki auðvelt að finna flottar og kvenlegar buxna eða pilsdragtir. En það eru náttúrulega margar konur sem eru í þannig starfi að þær klæðast einmitt drögtum í vinnunni. Ég sé fyrir mér að nú verða lögfræðiskvísur Íslands allar í réttarsal í drögtum frá JÖR – mér finnst það mjög skemmtileg tilhugsun.

Hér sjáið þið brot af flíkunum sem urðu á vegi mínum…

Endilega smellið á myndirnar til að sjá þær stærri.

jör jör5 jör6

 

 

 

 

 

jör8 jör9 jör7jör8 jör9

jör31 jör29 jör41

jör46 jör45 jör44jör52

jör50

Ég stóðst ekki mátið og fékk leyfi til að máta flíkur sem heilluðu mig – hér sjáið þið nokkrar dressmyndir, pósur og það besta speglapósur!

Smellið endilega á myndirnar til að sjá þær stærri.

Ég var búin að leyfa mér það að fá mér eina flík úr dömulínunni – akkurat núna berjast tvær flíkur um það að koma heim með mér og ég á mjög erfitt með að velja á milli þeirra – mögulega getið þið hjálpað mér?

Hvað segið þið – hörkjóllinn eða kápan?

Ég verð að sofa á þessu í nótt og mæta svo eldsnemme mega hress í fyrramálið á Laugaveginn – sjáumst þar.

EH