RIP LEONARD COHEN

Uncategorized

15042108_10157765509505051_8176794118391017833_o

Leonard Cohen lést í gær.

Ég var að vinna í Regnboganum þegar þessi heimildarmynd hér að ofan var í sýningu og ég tók einhvers konar þráhyggju/ástfóstri við dásamlega soundtrackið úr henni, sem er í raun heimildarmynd+tribute tónleikar. Svo seinustu 11 ár, nokkurn veginn daglega hef ég hlustað á Leonard Cohen. Uppáhalds að eilífu, RIP ♡

x hilrag.

ps. horfið á þessa mynd ef þið hafið ekki séð hana.
ps. 2 – ég er með trendnetsnapchatið í dag (trendnetis)

OUTFIT INSPIRATION

Uncategorized

Hinn vikulegi skammtur af outfit inspiration.

Allt í einu varð kalt í Barcelona ! Þarf að byrgja mig upp af kósí peysum og yfirhöfnum hið snarasta.

// weekly outfit inspiration is clearly under the influence of colder days in Barcelona //

x hilrag.

SUNDAY –

Uncategorized

13109035_1757073547905508_1697295561_n

það kom ekkert mánudagspepp í þessari viku, datt í hug að setja það inn í dag, ný vika á morgun – time to slaaaaay

x hilrag.

OUTFIT: ICELAND AIRWAVES

OUTFITUncategorized

Einn af skemmtilegustu menningarviðburðum ársins stendur nú yfir: Iceland Airwaves. Ég hef ekki komist síðustu ár vegna skóla en gat ekki staðist boðið að fara í ár, jafnvel þó ég byrji í prófum eftir rúma viku. Það er svo mikið að gera hjá mér þessa dagana að ég held ég hafi bara gott af því að zone-a aðeins út og fara og hlusta á góða tónlist með góðu fólki!

Þetta er outfit-ið mitt frá því á miðvikudagskvöldið þegar við úr vinnunni fórum í Hörpu á Sturla Atlas, Reykjavíkurdætur, Axel Flóvent, Emmsjé Gauta og Dizzee Rascal.

untitled

Jakki: SUPREME
Skyrta: Han Kjobenhavn
Jeans: Carhartt WIP
Sneakers: Onitsuka Tiger

Kvöldið í kvöld er ekki planað í þaula en við ætlum að minnsta kosti að sjá VÖK í Listasafninu. Ég hlakka sjúklega til að heyra í þeim live. Hér er nýjasta lagið þeirra, Show Me. Ansi mikið spilað í Húrra Reykjavík þessa dagana.

Góða skemmtun um helgina allir Airwaves farar

xx

Andrea Röfn

 

 

MIÐBORGARVAKA Í DAG

Uncategorized

699e3954a9a5c1a35925dd6476f3c514

Það er Miðborgarvaka í dag

Einvera verður að sjálfssögðu með opið til kl.21

bjur & afsláttur á fössara..(20% af Dylan Kain, 20% af Eyland, 20% af Miista & 30% af völdum vörum) Við kvörtunum nú ekki yfir því, ha?
Hún Jóhanna tekur vel á móti ykkur í Einveru – verið velkomin ♡

x hilrag.

H&M X KENZO – KAUP OG STÓRT SPURNINGAMERKI?

DANMÖRKMEN'S STYLESTYLEUncategorized

Í morgun vaknaði ég til að fara í blóðprufu og Kasper hringdi í mig og spurði mig hvort mig langaði eitthvað að kíkja á Kenzo x H&M línuna. Ég var búinn að steingleyma að þetta launchaði í dag en ég var rétt hjá einni búðinni þegar hann hringdi. Síðustu samstörf hef ég verið vitni af, Balmain, Alexander Wang og Isabel Marant. Þar hafa verið brjálaðar biðraðir og meira segja tjöld og fólk að mæta einum eða tveimur dögum fyrir til að vera vissum að þau gæti nappað einhverjum flíkum. Ég er ekki sú týpa svo I did not bother að pæla í þessu. Svo já, vildi svo skemmtilega til að ég var niðrí miðbæ og nálægt búðinni og þetta var í kringum 10:30 og búðin opnaði 08:00 í morgun.

Þegar ég labbaði inn þá varð ég örlítið hissa, en samt ekki, en ég kom að þessu;

Processed with VSCO with a8 preset

02

Tóm búð og meira og minna allar vörurnar til. Tvær týpur af bolum og peysur voru reyndar uppseldar, annars var allt annað til. Alexander Wang & Balmain seldist bæði upp á 20 mínútum svo ég var eiginlega pínu hissa. Svo fór ég að skoða vörurnar, og ég var kannski örlítið minna hissa.

Processed with VSCO with a8 preset

Processed with VSCO with a9 preset

Processed with VSCO with a8 preset

Processed with VSCO with a9 preset

Processed with VSCO with a7 preset

Fötin voru hreinlega ekki “wearable” fyrir kúnna H&M ef þið spyrjið mig. Það leit allt út fyrir það að ekkert af þessum hafi verið seldar, og mér þykir það ekki skrýtið. Þetta voru ekki flottar flíkur að mínu mati. Fannst þetta pínu rembingur og ofur fasjon, sem höfðar ekki til allra. Ekki það að ég nenni að eyða orku í það, en ég varð eiginlega svona gáttaður, og komst ekki hjá því að hugsa um þessum hundruðum milljóna sem fer í svona samstarf. Nú tala ég að sjálfssögðu um karlalínuna, en mér fannst þetta full-on flobb að bæði Kenzo leyti og H&M að setja ekki spurningamerki í að fjöldaframleiða flíkur sem og þessar.

Þó að 90% af línunni var að mínu mati ljótt þá voru þessi 10% ekki svo slæm, og afþví ég meira og minna átti búðina útaf fyrir mig þá ákvað ég að taka nokkrar flíkur með mér heim;

Processed with VSCO with a9 preset

Processed with VSCO with a9 preset

Processed with VSCO with a7 preset

Kenzo gaf mér allavega ástæðu til að byrja að ganga í litum, AWOOHOO!

STELDU STÍLNUM: AIRWAVES

INSPIRATIONMUSICUncategorized

Það eru aðeins tveir dagar í hina árlegu og vinsælu íslensku tónslistarhátíð Iceland Airwaves. Ég hef aldrei verið svo heppin að vera hérlendis á þeim tíma og bíð því spennt eftir langri helgi. Spáin er líka góð svo það er enn meiri ástæða til að hlakka til.

Það getur verið erfitt að finna til outfit fyrir svona viðburð. Passið ykkur að “googla” ekki “music festival”. Þá fáið þið einungis upp léttklæðnað frá heitari slóðum. Klæðum okkur í takt við árstíma og verum hæfilega töff. Undirituð sér fyrir sér einfaldar flíkur paraðar saman með smá twisti.

Þykkir sokkar við hælaskóna! Spaghettí hlýrar yfir stuttermabolinn! Skyrtur í stærri stærðum eða klútur á háls! Allt eru þetta hugmyndir af einföldum leiðum til að setja punktinn yfir i-ið.

Átt þú Airwaves armband í ár? Hér deili ég nokkrum vel völdum dressum sem veita mér innblástur.
Stelum stílnum –

//
In only two days the Icelandic music festival, Iceland Airwaves, starts in the center of Reykjavik. For the first time I am at the right place in right time so I look forward to a long weekend with a lot of music… and of course street style.
I found some inspiration for the weekend look – basic with a small twist!

The most important – put on warm jacket. It’s never cool to be freezing!

 

 

Þetta eru auðvitað margir dagar og mögulega má gíra sig upp og niður eftir stemningu hverju sinni.
Svo er það bara hlý yfirhöfn og við erum good to go …
Sjáumst í stuði!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

TÆLAND – PARTUR 3 – BANGKOK & BARNAHEIMILI PALLA

PERSONALTRAVELUncategorized

Síðasta Tælands-bloggið.

Let’s go!

Processed with VSCO with a8 preset

Þarna vorum við vinirnir nýbúnir að ákveða að fara beint til Bangkok eftir Koh Tao. Upprunalega planið var að fara til Koh Lanta, Krabi, Koh Phi Phi og þaðan til Bangkok. Við semsagt flýttum ferðinni og fórum beint til Bangkok, þar sem okkar aðal mission beið okkar. Að finna og heimsækja barnaheimilið hans Palla sem hann var ættleiddur frá rúmlega fjögra ára gamall.

Processed with VSCO with a8 preset

Ferðin til Bangkok var löng og ströng, en rúmlega tólf tímar. Rútan var reyndar rosalega næs og hægt að halla sætinu þannig að maður eiginlega með rúm bara. Mjög næs.

bkk01

Hér má sjá sætasta litla dreng í heiminum. Þetta er semsagt mynd af Palla sem send var til Íslands til foreldra hann þegar þeim var tilkynnt að þetta væri litli drengurinn sem þau voru að fara ættleiða. Alveg einum of sætur.

Palli var semsagt fundinn á götunni í Suður Bangkok þriggja mánaða gamall og var á barnaheimili þangað til hann var rúmlega fjögra ára. Í þessari ferð, heimsóttum við barnaheimilið.

bkk02

Það hefur verið plan mitt og Palla að fara saman til Tælands frá því að við vorum litlir, svo það var frekar magnað að þetta varð allt saman að veruleika.

Processed with VSCO with a8 preset

Þetta var alveg stórkostleg upplifun að fá að fara þangað með honum.

Processed with VSCO with a8 preset

Þessi man vel eftir honum. Millinafn Palla er Thamrong, og um leið og hún heyrði það þá kveikti hún á perunni. Hún var svo hissa hversu stór hann væri. Ótrúlega mögnuð stund.

Processed with VSCO with a7 preset

Loks fengum við að hitta litlu gullin. Ef ég hefði verið með eggjastokka hefðu þeir sprungið akkúrat þarna. Þessi börn voru svo falleg og brosandi. Ég eiginlega bara var svona ‘stunned’ – þau voru SVO brosandi og falleg. Viltu sjá og skoða og knúsa og klappa og snerta tattoo-in og ég veit ekki hvað og hvað. Þessi litli drengur í græna var óneitanlega í uppáhaldi, en hann vildi bara knús og láta halda á sér.

Processed with VSCO with a8 preset

Palli var sjálfur einstaklega vinsæll hjá krökkunum.

Processed with VSCO with a7 preset

Processed with VSCO with a8 preset

Ég þurfti heldur betur að koma hausnum á réttan stað á meðan ég var þarna. Ég fann það að ég varð alveg einstaklega tilfinningasamur þarna, tilhugsunin að þessir krakkar séu munaðarleysingjar og að ég gæti ekki bara tekið þau með mér heim og knúsað þau alla daga. Ég þurfti einhvernveginn að kyngja þessu öllu saman og bara gefa af mér þennan stutta tíma sem við fengum að leika við þau. Mér líður samt ótrúlega vel að sjá að krakkarnir hafa það rosalega gott þarna og vantar ekkert þarna.

bkk09

Það er erfitt að ímynda sér hvernig Palla leið þarna.

Processed with VSCO with a8 preset

Ókei samt, ég hefði alveg getað stolið þessum dreng. Ég viðurkenni að ég féll alveg fyrir honum. Varð eiginlega alveg ástfanginn af honum.

Processed with VSCO with a8 preset

Þetta var alveg einstakt augnablik. Palli fór svo í næsta hús þar sem stóð kona, og maðurinn sem var með okkur sagði “Thamrong” við hana og maður sá alveg hvernig hversu hissa hún var. Hún eiginlega bara vissi ekki hvað hún átti að segja og knúsaði hann og gat ekki haldið aftur tilfinningum. Ég verð bara meyr við tilhugsunina! Gah! Hún semsagt var mikið með hann þegar hann var að alast upp á heimilinu.

Processed with VSCO with a7 preset

Við Palli gistum á alveg ógeðslega næs hóteli í Bangkok, sem bauð uppá geggjaðan morgunmat. Ég varð að documentera.

Processed with VSCO with a8 preset

Processed with VSCO with a9 preset

Processed with VSCO with a8 preset

Sundlaugin var líka úber næs. Það magnaðasta við það allt saman var að uppí þessu tré fyrir aftan mig voru fáranlega margar leðurblökur að borða ber og fljúga yfir okkur í sundlauginni endalaust. Frekar hellað.

Processed with VSCO with a7 preset

Ég var fyrst skeptískur að borða á götum borgarinnar, semsagt þegar ég fór í janúar og eiginlega þegar ég lenti í Bangkok. Í gegnum ferðina sá ég að það var lang besti maturinn í Tælandi. Við borguðum að meðaltali 97 – 170 kr íslenskar fyrir þessa rétti á mörkuðunum hjá hótelinu. Þetta var SVO autentískt og gott, fjandinn hafi það.

Processed with VSCO with a8 preset

Processed with VSCO with a7 preset

Processed with VSCO with a8 preset

Við Palli erum báðir miiiklir mataráhugamenn og sérstaklega tælenska matargerð, svo þetta var algjört fest fyrir okkur. Að fá að fylgjast með og læra.

Processed with VSCO with a8 preset

.. oooog heim!

Ég gæti ekki verið meira þakklátur fyrir þessa ferð með Palla og fékk alveg ótrúlega mikið útúr henni. Tæland er komið til að vera, elska þetta land!