Ég fór áðan til hennar Fridu minnar og keypti hvíta túlípana fyrir heimilið. Það er kannski ekki frásögu færandi nema fyrir þær sakir að hún gaf mér tips sem mig langar að koma áleiðis til blómavina minna þarna úti.
Það vita líklegast flestir að það á að setja lítið vatn hjá túlípönum því þeir kunna sér ekki hófs, drekka allt vatnið og drepast því fyrr. Það er t.d aðeins of mikið í vasanum á myndunum mínum en ég er búin að hella aðeins úr núna. Rósir þurfa hins vegar að vera skáskornar í ílöngum vasa með miklu vatni þannig það myndist þrýstingur, því annars drepast þær bara.
Eitt ráð sem ég held hins vegar að ekki allir vita og Frida sagði mér áðan er að setja 5 cent/mynt ofan í vatnið hjá túlípönunum en þá standa þeir betur og falla ekki í allar áttir eins og við könnumst líklegast flest við. Hvað peningurinn gerir geri ég mér ekki alveg grein fyrir og gleymdi að spyrja, en það verður fróðlegt að fylgjast með gangi mála. Ef þetta virkar að þá er þetta snilldar ráð og eitthvað sem ég mun að sjálfsögðu nota, enda fátt fallegra en reisulegir túlípanar í fullum blóma :-)
Skrifa Innlegg