fbpx

TÚLÍPANA-TIPS

HeimiliVerona

Ég fór áðan til hennar Fridu minnar og keypti hvíta túlípana fyrir heimilið. Það er kannski ekki frásögu færandi nema fyrir þær sakir að hún gaf mér tips sem mig langar að koma áleiðis til blómavina minna þarna úti.

Screen Shot 2014-03-27 at 14.08.45

Screen Shot 2014-03-27 at 14.06.13

Það vita líklegast flestir að það á að setja lítið vatn hjá túlípönum því þeir kunna sér ekki hófs, drekka allt vatnið og drepast því fyrr. Það er t.d aðeins of mikið í vasanum á myndunum mínum en ég er búin að hella aðeins úr núna. Rósir þurfa hins vegar að vera skáskornar í ílöngum vasa með miklu vatni þannig það myndist þrýstingur, því annars drepast þær bara.

Eitt ráð sem ég held hins vegar að ekki allir vita og Frida sagði mér áðan er að setja 5 cent/mynt ofan í vatnið hjá túlípönunum en þá standa þeir betur og falla ekki í allar áttir eins og við könnumst líklegast flest við. Hvað peningurinn gerir geri ég mér ekki alveg grein fyrir og gleymdi að spyrja, en það verður fróðlegt að fylgjast með gangi mála. Ef þetta virkar að þá er þetta snilldar ráð og eitthvað sem ég mun að sjálfsögðu nota, enda fátt fallegra en reisulegir túlípanar í fullum blóma :-)

 

BARNAAFMÆLI: JASON ÞRIGGJA ÁRA

Skrifa Innlegg

19 Skilaboð

    • Ása Regins

      27. March 2014

      Já maður er alltaf að læra eitthvað nýtt Karen mín

  1. Rakel

    27. March 2014

    Nei ég vissi sko ekki að það mætti bara setja lítið vatn, ekki skrýtið að mínir steindrepist alltaf eftir örfáa daga! Takk fyrir tipsin :)

    • Ása Regins

      27. March 2014

      hahah.. gott að þetta sé þá komið á hreint ;-)

  2. Thorunn

    27. March 2014

    Vá- þess vegna drepast þeir alltaf hjá mér! takk fyrir þessa snilld

  3. Adda

    27. March 2014

    ok vá! ég vissi ekkert af þessu, takk fyrir þetta! nú kannski get ég farið að hafa blóm heima, ég drep þau alltaf á innan við viku :)
    og endilega ef þú lumar á fleiri blómatipsum, þá tek ég blogg færslum um þau fagnandi :)

  4. Inga Kristín Kjartansdóttir

    27. March 2014

    Þeir haldast líka beautiful ef þú setur klaka út í vatnið :)

  5. Svart á Hvítu

    27. March 2014

    Áhugavert… ég googlaði þetta aðeins, það má s.s. ekki nota hvaða klink sem er, -mjög mikilvægt að nota bara kopar cent . Kopar hefur anti-bakteríuáhrif á vatnið og drepur myglu og óhreinindi, svo blómin fá ferskara vatn og haldast því lengur frísk. Kopar má þó bara nota með afskorin blóm engar aðrar plöntur.

    Fróðleiksmoli dagsins:)

    • Ása Regins

      27. March 2014

      haha oh æji ég hafði ekki tíma til að googla.. takk Svana fyrir að redda málunum !!!

  6. Árný

    27. March 2014

    Áhugavert með klinkið, má ég samt spurja afhverju blómin á túlípönunum eru svona tættir? er þetta einhver sérstök tegund af túlípönum eða gerðiru þá svona?

    • Ása Regins

      27. March 2014

      Já þetta eru hinir íðilfögru Curly Sue Fringed túlípanar :-)

  7. Sandra

    27. March 2014

    Takk! Endilega fleiri blómatips ;)

  8. Ester

    28. March 2014

    Áttu einhver góð Orkídeu tips?

  9. Anna Kristine

    28. March 2014

    Koparmynt er það sem best er að setja i blomavatnið. Koparinn er nærandi fyrir blomin

  10. Heiða

    30. March 2014

    Snilld. Veit af einni sem setur túlípanana sína alltaf út á svalir á nóttunni og þeir lifa mjög lengi hjá henni :)