fbpx

BARNAAFMÆLI: JASON ÞRIGGJA ÁRA

Börn

Dagbjört systir er mikið partýljón og kökukona og er algjör snillingur að halda flottar veislur. Jason sonur hennar varð þriggja ára á dögunum og sló hún því upp glæsilegri veislu þar sem litagleði, stemning og húmor réð ríkjum. Margar af hugmyndunum hafði hún fengið úr bloggi sem ég setti inn í haust þar sem ég póstað hugmyndum fyrir barnaafmæli, sjá HÉR – og hún systir mín útfærði þær síðan snilldarlega.

unnamed-48

 Sykurpúða-fígúrur settu skemmtilegan svip á afmælisborðið

unnamed-42

unnamed-43

 Uppáhalds leikföngin notuð sem kökuskraut

unnamed-49

Jason þriggja ára afmælisgaur

unnamed-50

unnamed-46

 Spiderman sestur við borðið og horfir hugfanginn á allt húllumhæið :-)

unnamed-51

 Brjálæðislega flottir glimmer oreopops – borðarnir eru frá Søstrene Grene eru til í alskonar stærðum og gerðum

unnamed-52

 Þessi glæsilega og girnilega hvíta kaka er rjómahúðuð vatnsmelóna, skreytt með jarðaberjum, loftbelgum, dýrum og pelikönum.

unnamed-41

Heimagerður gulur og bleikur sleikjó

unnamed-47

 Oreopops í sparibúningi !

unnamed-44

Englakaka frá Jóa Fel – klikkar ekki !

unnamed-40

Stjörnuljós, fánar, súkkulaði, rjómi og afmælissöngur.

.. og svo bláááása.. eins og ljón.. hahah..

Eins og þið sjáið að þá er þetta alvöru partý en ég fæ alveg stjörnur í augun á að horfa á þetta. Ég get því rétt ímyndað mér hversu glaður Jason var með allt þetta húllumhæ ! Hann ítrekað sagði mömmu sinni hvað hann væri “glaður og ánægður ” og hoppaði um eins og skopparabolti.

Dagbjört bauð uppá rjómalagaða kjúklingasúpu, súkkulaðiköku frá Jóa Fel sem hún breytti í alvöru partýbombu, æðislega skreytta vatnsmelónuköku, súkkulaðibrunn og ávexti. Að auki bjó hún til þessa súper flottu cake-pops úr oreo og sykurpúðum sem vöktu mikla lukku, bæði á meðal barna og fullorðinna. Sleikjóana bjó hún til sjálf úr gumpaste sem hún fékk í Allt í Köku en flest allt kökuskrautið fékk hún einnig þar. Súkkulaðibrunnurinn er þó í einkaeign :-)

Fánarnir, skrautpinnarnir og diskarnir eru að mestu fengið úr Tiger og Søstrene Grene. Dagbjört notaði síðan uppáhalds leikföngin hans Jasonar, dýr af öllum stærðum og gerðum, sem borðskraut en það setti svo sætan, skemmtilegan og persónulegan svip á afmælisboðið.

FALLEG HÚÐ MEÐ LISA ELDRIDGE

Skrifa Innlegg

9 Skilaboð

  1. Alexandra

    25. March 2014

    ú en flott!!! Þetta er ótrúlega girnilegt!

    hvernig gerðir þú sleikjóinn Dagbjört? :)

    • Dagbjört systir

      25. March 2014

      ég nota gumpaste sem er hvítt og lita með matarlit. Bý til 2 langar lengur sem ég rúlla út, svo vef ég þeim saman og sný svo í hringi…. Kannski ekki auðvelt að útskýra en hérna er youtube myndband þar sem hún gerir töluvert flóknari útgáfu en maður getur náð hugmyndinni. Bestu kveðjur DR
      https://www.youtube.com/watch?v=E5sIyJh0djA

      • Alexandra

        25. March 2014

        yndislegt! takk!

  2. Benný

    25. March 2014

    Flottasta barnaafmæli sem ég hef farið í, hún Dagbjört er snillingur

  3. Sólrún

    25. March 2014

    Já, hrikalega flott veisla – maturinn og kökurnar mjööög góðar:)

  4. Iris

    25. March 2014

    Hrikalega flott hjá þér Dagbjört :) snillingur sem þú ert

  5. Ásta

    25. March 2014

    Hvað setur þú utan um oreoið?

    • Dagbjört systir

      25. March 2014

      Brætt súkkulaði =) selt í allt í köku í mörgum litum

  6. Karen Sif

    25. March 2014

    Vá! Ekkert smá flott :)