fbpx

RAX

BækurMyndir

1403691_10151861937624195_1545249474_o

 

Fjallaland, ljósmyndabók eftir Ragnar Axelsson er á mínum óskalista fyrir jólin. Þegar maður býr svona erlendis missir maður smá af því sem er að gerast heima og því hafði ég ekki hugmynd um þessa nýju bók frá meistaranum sjálfum. Ég bölva því að hafa ekki vitað þetta og þá keypt hana síðast þegar ég var á Íslandi. Svona getur lífið nú verið ósanngjarnt en ef þið viljið freista þess að vinna nýjustu bók Ragnars Axelssonar að þá getið tekið þátt í Facebook leik CRYOMOGEA hér.

RAX er einn af mínum uppáhalds ljósmyndurum en þessi mynd er mín all time favorite. Mig hefur lengi langað til eignast hana útprentaða en hef fengið hana lánaða fyrir desktoppið í tölvunni minni í staðinn. Það er hægt að panta myndirnar hans á síðunni hér og ég ætla að minna Emil á það á eftir, svona ef hann er búinn að gleyma því ;-)

Þegar ég skoða heimasíðuna hans, www.rax.is, verð ég emotional.. ég lifi mig inn í þær svona svipað og þegar ég horfi á uppáhalds bíómyndina mína. Sumar myndirnar eru svo mikil meistaraverk að þau snerta mínar dýpstu hjartarætur og ég verð klökk. Það er einhver óútskýrður kraftur sem býr yfir myndunum hans, að sjá náttúruöflin svona sterkt og hvernig lífið endurspeglast í andlitum fólksins. Þetta er ómetanlegt safn ljósmynda og dýrmæt eign fyrir okkur öll sem Íslendinga – og Grænlendinga ef út í það er farið. Fyrir mér er einhver tenging við Guð þarna sömuleiðis en mér finnst eins og hann nái að festa Guð á filmu á sumum myndunum, og þá er nú mikið sagt.

 

ÉG, FISK OG GRILLMARKAÐURINN..

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. Dúdda

    4. December 2013

    Sammála þér um snilldina! En ég gaf manninum mínum mynd eftir hann í brúðkaupsgjöf en hana keypti ég af myndavefnum hjá mbl.is. Myndin er af ströndinni við Stokkseyri en þaðan er maðurinn minn :-)

    Hægt er að sjá myndina í þessari grein:

    http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1244402/

    • Ása Regins

      5. December 2013

      Frábær hugmynd hjá þér Dúdda !! I love it :-)

  2. Ómar Bogason

    4. December 2013

    Vel skrifað Ása og ég er svo sammála þér.
    Ég fletti dýrmætu bókunum mínum, Fjallalandi og Andlitum norðursins, listaverkunum hans Raxa oft og alltaf sé ég eitthvað nýtt, sérstakt og fallegt í þeim. Ég á eiginlega margar uppáhaldsmyndir eftir Raxa en mér finnst þú hafa valið vel þegar þú valdir þína uppáhaldsmynd.
    Bestu kveðjur,
    Ómar B.

    • Ása Regins

      5. December 2013

      Sæll Ómar og takk fyrir skemmtilega kveðju. Ég hef líka tekið eftir að ljósmyndahæfileikarnir liggja líka heldur betur í þinni ætt, hver veit nema Helgi verði okkar næsti RAXI :-)

      Bestu kveðjur til þín :-)