Mig er stórlega farið að vanta nýja tónlist fyrir ræktina en lögin sem ég hef í símanum mínum núna eru við það að drepa mig. Ég spurði því facebook vini mína hvaða tónlist þeir væru að hlusta á í ræktinni og fékk nokkrar góðar ábendingar. Ein vinkona mín bjargaði síðan deginum þegar hún benti mér á grein á dailymail.co.uk þar sem fjallað er um rannsókn sem íþróttasálfræðingar við Brunel háskólann í London gerðu. Þeir vilja meina að röng tónlist í ræktinni geti beinlínis komið í veg fyrir góðan árangur og hafa sett saman playlista sem þeir segja að sé sá besti og ætti að skila okkur sem bestum árangri. Fyrir áhugasama er hægt að lesa meira um rannsóknina hér.
Nú sit ég og sæki þessi lög á iTube ( mjög sniðugt app sem Karen Lind bloggar um hér ) og svo hlakka ég til að sannreyna þessa rannsókn seinna í dag :-)
.. auk þess get ég ekki beðið eftir að fá vorlínu NIKE 2014 í hendurnar !
… væntanlegt í verslanir heima á Íslandi í þessari viku, sjá meira hér.
VÁ !!
Skrifa Innlegg