fbpx

PARCO TERMALE DEL GARDA

FerðalögVerona

unnamed-7

unnamed-9

unnamed-4

unnamed-22

unnamed-8

unnamed-6

unnamed-19

unnamed-17

unnamed-5

unnamed-20

unnamed-15

 

Í fyrrakvöld fórum við fjölskyldan í kvöldsund sem er, eins og þið vitið, alltaf jafn endurnærandi og gott. Að liggja í heitu vatninu, fá smá axlanudd, knúsa lítinn kropp og horfa á stjörnubjartan himininn er náttúrulega bara dásamlegt. Við komum heim dösuð með rúsínuputta og tær og sváfum eins og englar þá nóttina. Eitt af því sem ég sakna hvað mest við Ísland eru sundlaugarnar en þetta er þó nálægt því að vera jafn gott.

Fyrrum forseti Hellas sem fékk Emil til liðsins á sínum tíma, en er nú látin, átti þessi jarðböð og því förum við þangað reglulega. Við erum meira að segja svo heppin að fá frítt ofan í og að auki sérstaka VIP þjónustu ( haha!).

Jarðböðin sem heita Parco Termale del Garda eru staðsett í miðjum skógi í nágreni við Gardavatn. Svæðið er rosalega sjarmerandi og að ganga í áttina að vatninu er einkar rómantískt, sérstaklega að kvöldi til. Á sumrin eru sólbekkir á laugarbakkanum og stór græn svæði þar sem foreldrar og börn geta átt góðan dag saman. Innan um trén er einnig að finna fjögra stjörnu hótel og SPA en þar er hægt að hafa það mjög náðugt og gott :-)

Þar sem margir Íslendingar ferðast um N-Ítalíu og í kringum Gardavatn á sumrin ætla ég að vera duglegri að pósta svona meðmælum og er þetta einn liður í því. Fyrir þá allra áhugasömustu eru nánari upplýsingar að finna hér.

MÁTTUR HAMPSINS - ÞREMUR DÖGUM SÍÐAR

Skrifa Innlegg

6 Skilaboð

  1. Dagbjört systir

    24. January 2014

    ÚÚÚ mega kósí…. væri til í að bítta á þessu og Suðurbæjarlauginni

  2. Helgi Omars

    25. January 2014

    Vá hvað þetta er kósý! Fallegar myndir, þú ert með svo fáranlega flott auga.

  3. Gudridur

    25. January 2014

    Ahhhh GEGGJAD og þið flottust <3
    Best að skella sér í ííísköldu sundlaugina hérna í DK og fara svo út í -6 gráður !! jeijjj

  4. Rakel

    25. January 2014

    VáVá!!

  5. Hilrag

    25. January 2014

    ohmalord hvað ég væri til í þetta akkurat núna!!

    xx

  6. Elísabet Gunn

    27. January 2014

    Bestu kvöldstundirnar klárlega .. þið heppin að hafa útilaug nálægt ykkur á Ítalíu. Það er ekki sjálfgefið í útlandinu.