fbpx

OFNBAKAÐ GRÆNMETI MEÐ MANGO CHUTNEY SÓSU

MaturPersónulegtVerona

Ég geri mér grein fyrir því að ofnbakað grænmetið sé ekki efst í huga ykkar ákkúrat núna. Engu að síður er ég með það á heilanum og ætla því að setja það hingað inn en þið getið þá kíkt aftur á þessa uppskrift eftir páska ;-)

Screen Shot 2014-04-17 at 15.25.32

Screen Shot 2014-04-17 at 15.29.16

Screen Shot 2014-04-17 at 15.30.35

Screen Shot 2014-04-17 at 15.27.17

Screen Shot 2014-04-17 at 18.30.59

Screen Shot 2014-04-17 at 15.31.02

Screen Shot 2014-04-17 at 15.28.48

Screen Shot 2014-04-17 at 15.31.27

 

Það er þó reyndar ekki mikil uppskrift sem liggur að baki, þetta er meira svona að föndur sem bragðast jafn vel og það lítur út. Því fleiri litir, því fallegra, betra og örugglega hollara. Eftir að ég byrjaði í einkaþjálfuninni er mataræðið mitt í algjörri gjörgæslu þó það hafi verið mjög gott fyrir ! Ég hef því verið að dunda mér við að ofnbaka grænmeti með fyllingu og þá helst papriku og eggaldin. Hvort tveggja er svo bragðgott þegar búið er að elda það með þessum hætti en Emil elskar þetta einmitt líka. Aðferðin er einkar einföld og um að gera að leyfa ímyndunaraflinu að njóta sín og nota grænmetið sem til er á heimilinu. Ég hef bæði borið grænmetið fram sem aðalrétt en líka sem meðlæti. Einnig er tilvalið að gera smá auka og taka með í vinnuna/ skólann og borða sem hádegismat daginn eftir en það er ekki síðra daginn eftir !

Það sem þarf:

Eggaldin / Rauð eða gul paprika

Brauðrasp. Ég kaupi tilbúið ristað brauð og myl það niður í lokuðum poka með sleif

Parmesanostur

Ólífuolía

Kúrbítur

Litlir tómatar

Babyspínat / rucola

Kóríander eða aðrar ferskar kryddjurtir

Hnetur/fræ eftir smekk

Pipar

Sósa:

Mango chutney

Hrein jógurt

Kóríander

Aðferð:

Hitið ofninn í 200°C, undir og yfir hiti.

Skolið grænmetið vel og fræhreinsið.

Skerið eggaldin og/eða paprikuna í tvennt en mér finnst flott að skilja stöngulinn eftir, þið ráðið hvað þið gerið. Skvettið smá ólífuolíu yfir grænmetið.

Næst gerum við eins og ítalarnir þegar þeir t.d fylla tómata að þá nota þeir brauðrasp, rifin parmesanost og ólífuolíu og hræra vel saman í skál. Næst skef ég að mestu innihaldið úr eggaldininum ( samt ekki til botns) með skeið og hræri því saman við brauðraspsblönduna. Þannig byrja ég svo að “stöffa” grænmetið sem á að fylla, þ.e paprikuna og/eða eggaldinið. Næst saxa ég spínat niður niður, sker kúrbítinn í litla bita sem og tómatana en gott er að taka innihaldið úr tómötunum svo fyllingin verði ekki alltof blaut. Öllu hrært saman í skál og kryddað með ferskum kryddjurtum, t.d kóríander. Takið grænmetisblönduna og klárið að fylla grænmetið með henni. Að lokum er gott að strá hnetum eða sólblómafræjum yfir áður en þið færið grænmetið inn í ofn.

Athugið á meðan eggaldinið er að bakast að þá er hætta á að hann blási upp. Ef það gerist að þá verðið þið bara tilbúin með tannstöngul, stingið á, gerið nokkur göt og hleypið heita loftinu þannig út.

Á meðan grænmetið bakast hrærið þið saman smá mango chutney saman við hreina jógúrt en ég set einnig kóríander því mér finnst það svo gott. Þegar grænmetið er tilbúið hellið þið sósunni yfir eins og ég geri á myndunum og skreytið að vild.

Screen Shot 2014-04-17 at 15.40.53

 

 Verði ykkur að góðu :-)

BRÚÐKAUPIÐ OKKAR Í NUDE MAGAZINE

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Kristín Örnólfsdóttir

    23. April 2014

    Takk fyrir þessa frábæru uppskrift, þetta var alveg ótrúlega gott.

    • Ása Regins

      23. April 2014

      ah frábært, ég elska að fá svona feedback !! :-)