fbpx

BRÚÐKAUPIÐ OKKAR Í NUDE MAGAZINE

BrúðkaupFerðalögInstagramMakeupMaturMyndirPersónulegt

Þar sem ég veit ekkert skemmtilegra en brúðkaup fæ ég alveg kitl í magann að fletta í gegnum nýjasta Nude Magazine en þar er brúðkaupum gert hátt undir höfði. Helst væri ég til í að gifta mig á hverju ári, að sjálfsögðu sama manninum, en mér hefur verið sagt að það sé ekki í boði. Ég stend því á hliðarlínuni og tek þátt með þeim hætti en vonast jafnframt til að vinkonur mínar, eða JAFNVEL systur ( hallóóóó!) fari nú að ganga í það heilaga.

 

Screen Shot 2014-04-15 at 11.50.51 Screen Shot 2014-04-15 at 11.50.58

 

Sunna Dís, blaðamaður hjá Nude, hafði samband við mig og við fórum aðeins yfir daginn okkar Emils en við giftum okkur sumarið 2012. Fyrir áhugasama klippti ég viðtalið út fyrir þá sem vilja lesa en ég mæli þó að sjálfsögðu með að þið lesið blaðið í heild sinni HÉR. Blaðið er að vanda stórglæsilegt en það er sem áður flottasta vefrit landsins og frítt að auki !

Ég skrifaði einnig á sínum tíma ítarlegt blogg um brúðkaupið og það er að finna HÉR.

P.s myndin þar sem við erum dansandi hálf nakin á Sæbrautinni var tekin um klukkan þrjú um nóttina af Gunnari mági mínum sem festi þetta ógleymanlega móment á filmu. Fallegar þessar íslensku sumarnætur :-)

ENJOY !

OBSESSION !!!!

Skrifa Innlegg

6 Skilaboð

 1. Sonja Marsibil

  15. April 2014

  Ohhh þetta var yndislegur dagur !! <3

 2. Gudridur

  15. April 2014

  Dásamlegur dagur !! Ég vil aftur !!

 3. Ásdís H.

  16. April 2014

  Þetta var æðislegur dagur! Og ekki slæmt að vera á sérsamning hjá veðurguðunum! :)

 4. Margrét Björnsdóttir

  16. April 2014

  Æðislegar myndir, hvar eru brúðarmyndirnar teknar?

 5. Karen Lind

  16. April 2014

  Bara æðislegt :) Frábærar myndir, Á.P er ofsalega klár.