fbpx

NÝTT Í BARNAHERBERGIÐ: INDJÁNATJALD

Börn

sukha

 

Mig er búið að langa í indjánatjald í herbergið hans Emanuels ansi lengi. Í nóvember fann ég þau á heimasíðu Restoration Hardware, (sjá blogg hér) en þar sem þau senda einungis innalands í USA gat ég ekki pantað þau þaðan. Ég hef því haft augun opin fyrir þeim á ítalskri grundu síðan þá og datt svo sannarlega í lukkupottinn í Mílanó í vikunni. ZARA Home stendur alltaf fyrir sínu og er nú með í sölu þessi æðislegu hvítu tjöld sem eru ákkúrat eins og ég hafði hugsað mér. Myndirnar sýna ekki hversu flott þau í raun og veru eru en þau eru mjög stór og gerðarleg. Bambusinn er sterkur og flottur og efnið þykkt sem hentar vel í allskyns leiki fyrir börn. Þegar ég er búin að koma því fyrir hér hjá okkur tek ég myndir og sýni ykkur hvað þetta er flott :-)

 

0423002999_4_1_1

Indjánatjaldið frá ZARA Home

0423003999_4_1_1

 

EN ef þið eruð sniðug að þá föndrið þið að sjálfsögðu bara teepee tjaldið ykkar sjálf. Er það ekki tilvalið 1.maí verkefni ?

I  L O V E  I T !

WHITE ON WHITE

Skrifa Innlegg

7 Skilaboð

  1. Rakel Ósk

    1. May 2014

    Ég þarf að verða mér útum eitt svona, hvernig er að færa það til? hægt að skella því út á góðviðrisdögum?

    • Ása Regins

      2. May 2014

      Já Rakel, ég svara spurningunni á morgun, þegar ég er búin að koma tjaldinu fyrir :-)

      • Ása Regins

        9. May 2014

        Hæ Rakel og sorry sein svör. Tjaldið er létt og gott, en stórt engu að síður. Það er því AFAR lítið mál að færa það á milli staða, bara eitt handtak. .. og Emanuel elskar það :-)

  2. Rakel

    1. May 2014

    Dásamlega fallegt!
    Hvert er verðið á því?

    • Ása Regins

      2. May 2014

      Það kostaði 99 evrur – gott verð fyrir frábær gæði !:-)

  3. kristín snorradóttir

    3. May 2014

    sæl ása hvar getur maður pantað svona ? kv kidda

    • Ása Regins

      4. May 2014

      Sæl Kristín. Mér sýnist tjaldið ekki vera fáanlegt í netverslun Zara Home. Ég talaði við þær í búðinni og þær sögðu að allar vörurnar þeirra væru einnig til sölu á netinu og því væri það líklegast uppselt. Því ver og miður..