Mig er búið að langa í indjánatjald í herbergið hans Emanuels ansi lengi. Í nóvember fann ég þau á heimasíðu Restoration Hardware, (sjá blogg hér) en þar sem þau senda einungis innalands í USA gat ég ekki pantað þau þaðan. Ég hef því haft augun opin fyrir þeim á ítalskri grundu síðan þá og datt svo sannarlega í lukkupottinn í Mílanó í vikunni. ZARA Home stendur alltaf fyrir sínu og er nú með í sölu þessi æðislegu hvítu tjöld sem eru ákkúrat eins og ég hafði hugsað mér. Myndirnar sýna ekki hversu flott þau í raun og veru eru en þau eru mjög stór og gerðarleg. Bambusinn er sterkur og flottur og efnið þykkt sem hentar vel í allskyns leiki fyrir börn. Þegar ég er búin að koma því fyrir hér hjá okkur tek ég myndir og sýni ykkur hvað þetta er flott :-)
Indjánatjaldið frá ZARA Home
EN ef þið eruð sniðug að þá föndrið þið að sjálfsögðu bara teepee tjaldið ykkar sjálf. Er það ekki tilvalið 1.maí verkefni ?
I L O V E I T !
Skrifa Innlegg