fbpx

NÝTT FYRIR HEIMILIÐ: MUUTO STACKED SHELF SYSTEM

BækurHeimiliHönnunÍslandNýtt

Nýtt húsgagn bættist í hópinn á Via Mazza á dögunum. Muuto hillusamstæðan, Stacked Shelf System hannað af Julien de Smith. Hillusamstæður er eitthvað sem ég á mjög bágt með og hef aldrei átt slíka áður, en eftir að hafa gjóað augunum í þessa aftur og aftur ákvað ég að kaupa mér hana. Ég fór inn á Muuto.com/muutostackedconfigurator og “hannaði” mína eigin hillu, en þessi hvíta hér að neðan var fyrirmyndin sem ég studdist við. Hillan mín er  3m á hæð og nær alla leið upp í loft og 2.8m á breidd, öll boxin eru hvít með engu baki og festingarnar hvítar sömuleiðis.

de9f979d8cf9e5604c25efb6c5e4cb53

Ég kýs að hafa hilluna mína hvíta og frekar hráa en það passar best inn á mitt heimili. Hér fyrir neðan er þó hægt að sjá fleiri og aðeins poppaðari útgáfur fyrir þá sem eru litaglaðari en ég :-)

 

Það skemmtilega við þetta húsgagn er líka það að það er hægt að byrja smátt og stækka svo smá saman, eða eftir því sem fjárhagur og húsnæði leyfir. Ég hugsa líka að þetta séu nokkuð tímalaus kaup en er ekki alltaf stund og staður fyrir góðar bókahillur ?

Muuto Stacked Shelf System fæst í Epal.

92467355373c0432f723033af399b937

….. Og svo langaaaaar mig líka í þennan sófa frá MUUTO…. bahhh..

BEAUTIFUL!

FRÁ: TRENDNET

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

  1. Elín Rós

    21. August 2014

    vááá!
    Hvar get ég séð verð á svona?

    • Ása Regins

      22. August 2014

      Hæ Elín Rós.. ef þú klikkar á linkinn hér fyrir ofan að þá geturu séð í evrum hvað hillan þín mun kosta. En ætli sé ekki annars best að heyra bara í þeim í Epal og fá verðið í íslenskum krónum. En taktu eftir að þessi hillusamstæða er eins og kubbar, þú bara kubbar þeim saman eftir smekk, þú gætir þess vegna bara byrjað á að kaupa þér einn – og bætt svo við eftir því sem peningarnir leyfa :-)

    • Ása Regins

      22. August 2014

      haha takk mín kæra ;-)
      .. ég bíð eftir myndum frá þér sömuleiðis… það styttist í 30.ágúst :-)))))

  2. Adda

    28. August 2014

    Þessi hilla er það besta sem ég hef fjárfest í! maður er enga stund að breyta henni og þú ert komin með “nýtt” húsgagn á augabragði :) verð alltaf skotnari og skotnari í minni með árunum. mér finnst líka eins og að það setjist minna ryk á þessar hillur en aðrar, en ég gæti verið að ímynda mer það :)