fbpx

MÁTTUR HAMPSINS – ÞREMUR DÖGUM SÍÐAR

BörnMatur

Þessi litli sæti drengur heitir Hinrik og er níu mánaða englabossi. Hann hefur alla tíð verið með slæmt excem sem engin krem hafa dugað á þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Foreldrar hans eru búin að reyna sterakúra, þrjú mismunandi sterakrem og einnig sveppakrem en alltaf sama sagan, svona eins margir kannast líklegast við. Mamma hans, hún Bryndís Kolbrún, tók þessar kroppamyndir af honum fyrir nokkru síðan en þar sjáið þið excemblettina á efri part líkamans. Hún segir að excemið hafi verið búið að versna til muna frá því þær voru teknar og því er áragurinn enn ótrúlegri en við sjáum hér á þessum myndum.

Bryndís las bloggfærsluna mína sem ég skrifaði 21.janúar en þar talaði ég um hvernig hampfræ hjálpuðu Emanuel syni mínum að losna við mjög slæmt excem sem hafði hrjáð hann frá því hann var kornabarn. Í kjölfarið ákvað hún að prufa líka og nú þremur dögum síðar, 23. janúar, er excemið svo gott sem farið.

 

942505_10153790791410192_228068211_n487995_10153790791135192_1503292175_n

Myndir hér að neðan voru teknar í morgun og eins og þið sjáið að þá er árangurinn glæsilegur.

1625604_10153790791630192_459252368_n

1497557_10153790791475192_637714992_n

Það eina sem mamma hans hefur gert er að setja eina matskeið af hampfræjum í grautinn hans tvisvar á dag, kvölds og morgna, og drengurinn er á góðri leið með að ná fullum bata.

Ég vil taka það fram að ég er ekki sponseruð af neinu fyrirtæki og því er þetta ekki auglýsing. :) Ég er bara glöð móðir sem uppgötvaði fyrir tilviljun fæðu sem virkilega bjargaði húð barnsins míns og því finnst mér kjörið að dreyfa boðskapnum hér á Trendnet. Þegar ég sá þessar myndir í morgun hoppaði ég næstum hæð mína af gleði ! Að sjá að þetta sé að hjálpa fleirum en mér og mínum gerði daginn minn frábæran :-)

Að lokum þakka ég Bryndísi Kolbrúnu og Hinriki kærlega fyrir að leyfa mér að birta þessar myndir hér á blogginu, takk.

MY HOME

Skrifa Innlegg

81 Skilaboð

  1. Sara Björg

    23. January 2014

    Vá! Þvílíkur lækningamáttur :) Frábært.

    • Ása Regins

      23. January 2014

      Já, þetta virkar svo vel. Mamma hans sagði mér að hún hefði næstum farið að gráta í morgun þegar hún sá litla kroppinn sinn svona fínan :-)

      • Finnbogi

        29. January 2014

        Hvar er hægt að fá fræin hérna heima?

        • Ása Regins

          29. January 2014

          Í flestum matvöruverslunum, Fjarðarkaup, Bónus, Nettó, Hagkaup..

          • Ása Regins

            29. January 2014

            Og svo var ég að hringja í Lifandi Markað og þau eiga bæði til olíuna og fræin.

  2. Alexandra

    23. January 2014

    þetta er ótrúlegt!

  3. Hanna

    23. January 2014

    Hefuru rætt þetta við lækna?
    Þetta ætti að vera eitt af ráðum barnalækna áður en börn eru gefnir sterar og fleiri lyf.

    • Ása Regins

      23. January 2014

      Já ég hálfpartinn hvíslaði þessu að lækninum þegar við þurftum að fara aftur til hans vegna bráðaofnæmis og því var þetta ekkert rætt. Ég tek þetta aftur upp næst þegar ég fer til hans ( sem verður samt vonandi aldrei ). ;-)

  4. Hafdís

    23. January 2014

    Vá ég fékk gæsahúð við að lesa þetta! Ég fór einmitt beint að kaupa mér Hemp-olíuna hérna. Hef samt hvergi fundið Hemp-fræin. Hvorki hérna á Spáni og ekki þegar við vorum í Þýskalandi. Svo þau þurfa að koma með gestum frá Íslandi. Takk fyrir góðar ábendinar ;)

    • Ása Regins

      23. January 2014

      Jú sko Hafdís, vörurnar hér eru þýskar þannig ég neita að trúa þessu ;-) En gott samt að styrkja íslenska verslun og láta bara senda þetta út, ég þurfti að gera það lengi vel :-)

    • Eivor Pála Blöndal

      23. January 2014

      Halló
      Frábært að heyra um lækningamátt hampsins. Ég bý í Þýskalandi og hér er þetta til í öllum Biobúðum. Olían heitir hanföl, fræin hanfsamen og svo er líka til hanfmehl sem er hveiti sem er hægt að nota við bakstur og eldamennsku. Skemmtilegt að segja frá því að Hampjurtin er í Cannabis fjölskyldunni og virkar róandi á okkur :)

      • Hafdís

        24. January 2014

        Takk fyrir þetta.
        Ég er komin til Spánar núna svo það tekur við ný leit hérna. Ég man samt þar sem við bjuggum í Þýskalandi var búð sem heitir Dennis Biomarkt en ég fann aldrei fræin bara olíuna.

        Eitt annað, er mikill munur á Hörfræolíu og Hampolíu? Eða er það sama olían?

        • Ása Regins

          24. January 2014

          Ja það er mikill munur a þessum olíum, þær eru búnar til úr tveimur alveg óskyldum plötum og því engan veginn það sama..

  5. Lóa

    23. January 2014

    eru hamp fræ og hemp fræ það sama ?

    • Ása Regins

      23. January 2014

      Já það er það sama. Ég segi alltaf hemp en á íslensku er það hamp :-)

      • elsadora

        25. January 2014

        það er gott að kalla þetta bara Hampfræ, í allri íslenskri umfjöllun er talað um hampfræ s.s. í uppskriftum og innihaldslýsingum

        • Ása Regins

          25. January 2014

          Er ekki bara best að vita að þetta sé það sama. Þú sérð helling á netinu þar sem talað er um hemp en ekki hamp.

  6. Hilda

    23. January 2014

    – Ég er einmitt búin að vera að leita að einhverju fyrir mig sjálfa – komin á fertugsaldurinn.

    En er ég bjó á Ítalíu sjálf byrjaði ég að fá exem sem urðu að sárum því ég gat ekki hamið mig í að klóra í það. Þetta er aðallega á höndunum en líka á bringunni og andlitinu er ég er verst. Einn af prófessorunum mínum kom einn daginn með ósíaða ólífuolíu sem mamma hans gerir og sagði mér að bera á þetta og taka 1 msk. á kvöldin og morgnanna. Hún vann líka þetta kraftaverk að allt fór á nokkrum dögum og meðan ég bjó þar hélt ég þessu niðri. Þetta poppar upp stundum og ekki hægt að fá neina ósíaða hágæða ólífuolíu hérna þannig að ég mun strax eftir vinnu þjóta í FK og fjárfesta í þessu.

    Kærar þakkir og njóttu þess að geta komist í bestu ólífuolíu í heimi :)

    • Ása Regins

      23. January 2014

      Frábært að heyra þetta Hilda og það er ekki spurning að ég ætla að prufa þetta. Ég kemst einmitt í svona ósíaða olíu og ætla loksins að drífa í að kaupa mér dúnk aftur, gott að fá svona spark í rassinn :-)

      Vonandi virkar hempið vel á þig sömuleiðis. Bestu kveðjur :-)

  7. Sólrún

    23. January 2014

    Ooo hvað ég er ótrúlega glöð að lesa þetta ! Það má líka benda á (ef þurfa þykir) ótrúlega gott krem sem fæst hjá Kollu grasalækni ætlað fyrir svona útbrot (exem ofl) en í því er einmitt hemp … bara svona ef fólk vill skerpa enn meira á þessu :)

    • Ása Regins

      23. January 2014

      Já er það, brilliant. Ef það er hemp í því þá er ég til.. hahah ;-)

  8. Tinna

    23. January 2014

    Vá. Ætla sko að prófa. En hafið þið hugmyndir hvernig maður kemur þessu ofaní 5 ára sem ekki borðar graut á hverjum degi

    • Ása Regins

      23. January 2014

      Já það er t.d mjög gott að setja hempið í boost og gefa í morgunmat, já eða bara í jógúrtið :-)

  9. Helga Björg

    23. January 2014

    Svakalegur árangur!! Ég ætlaði einmit að kaupa hampolíu og spurði systur mina sem er að vinna í Heilsuhúsinu hvort það væri til hampolía hjá henni og hún sagði að þetta hefið bara selst upp á undanförnum dögum og fólk á öllum aldri, sérstaklega strákar væru að koma og kaupa þetta hjá henni eftir að hafa lesið færsluna hjá þér… takk fyrir að deila þessari augljóslega undra olíu með okkur! :)

    • Ása Regins

      23. January 2014

      haha ertu að meina þetta, en FRÁBÆRT ! Og ég sem hélt að það væru bara stelpur að lesa þetta hjá mér.
      Takk fyrir mjög ánægjulegt komment Helga Björg, takk ! :-)

      .. og svo vona ég svo sannarlega að árangurinn muni ekki láta á sér standa :-)

    • Sigríður

      23. January 2014

      Frábært að sjá hvað þetta er að virka vel á litla manninn! En ég held samt að gaurar séu að kaupa þetta út af þessari grein http://www.dv.is/lifsstill/2014/1/16/kannabis-i-morgunmat/ :P en það er nú bara jákvætt ef ungir menn eru að neyta þessarara olíu ;) svona heilsu þeirra vegna.

      • Helga Björg

        24. January 2014

        haha já ég var ekki búin að sjá þessa grein…. en hún sagði að þeir hefðu verið að kaupa hempolíuna ekki fræin, eitthvað svona voða gott fyrir húðina hvísluðu þeir víst vandræðalega haha :)

  10. LV

    23. January 2014

    Váá þetta er ótrúlegt !! Elsku litli kallinn, gott að hann er búinn að fá lausn við þessu, og hvorki lyf né sterakrem, yndislegt !! Elska svona sögur :)

    -LV

    • Ása Regins

      24. January 2014

      Ja, þetta er sem himnasending fyrir svona litla kroppa :-)

  11. Hildur Dis

    23. January 2014

    Þessi færsla er gerð fyrir mig:) Krúttmundur er með svona þurrkabletti / exem fer strax í fyrramálið og kaupi fræ eða olíu:)

  12. Ellen

    24. January 2014

    Hæ Ása, hefur þú einhvers staðar séð við hvaða aldur er óhætt að byrja að gefa börnum hampolíuna?

    • Ása Regins

      24. January 2014

      Sæl Ellen.. Eg er buin að vera að leita aðeins af þvi en hef ekki seð það ennþa, eg finn utur þvi i kvöld..

      • Ása Regins

        24. January 2014

        Jú skv Ebbu ( pureebba.com) má byrja að gefa börnum hempoliu 6 mánaða :-)

        • Ellen

          25. January 2014

          Þúsund þakkir fyrir upplýsingarnar og skemmtilgt blogg :)

  13. Hanna

    24. January 2014

    Hefuru heyrt um einhverja sem eru með psoriasis og hafa tekið inn hemp?
    Væri gaman að vita hvort það virkar eitthvað á það.

    • Ása Regins

      24. January 2014

      Já það væri mjög gaman að heyra af því.. Annars gæti eg reyndar gert sma “rannsokn” sjalf og talad vid eina sem eg thekki og bedid hana um ad prufa thetta fyrir mig :-)

  14. Bára M Pálsdóttir

    24. January 2014

    Vitið þið hvort þetta virkar á psoriasis,hefur einhver prófað ?

    • Ása Regins

      24. January 2014

      Eg hef ekki heyrt af þvi en eg ætla að gera sma tilraun með það a einni sem eg þekki :-)

  15. Åsa Rut

    24. January 2014

    Hæ hæ! Hvar fær maður hempfræ eða olíu?

    • Ása Regins

      24. January 2014

      Þau fást amk í Bónus, Fjarðarkaup, Hagkaup, Lifandi Markaði og Heilsuhúsinu :-)

  16. Hildur

    24. January 2014

    Frábær árangur á krúttlegum kroppi!

  17. Eygl'o Anna

    24. January 2014

    eadislegt ad heyra og sja thessar myndir. sonur minn 11 ara er oft mjog slaemur af exemi og nu aetla eg ad prufa thessa oliu :)

  18. Sara

    24. January 2014

    Hvar fást þessi undra fræ og olía:)?

    • Ása Regins

      24. January 2014

      Þau fást amk í Bónus, Fjarðarkaup, Hagkaup, Lifandi Markaði og Heilsuhúsinu:-)

  19. Inga

    24. January 2014

    Takk fyrir upplýsingarnar, ég ætla að prófa þetta. Ég er búin að vera með barnaexem síðan ég fæddist og hef prófað ýmislegt, margt hefur gert exemið verra (Aloe vera td) en annað betra. Ef strákurinn þinn er með bráðaofnæmi fyrir ákveðinni fæðu, getur það líka komið út í húðinni ef hennar er neytt í minna magni. Aðalatriðið er að húðin sé rök og fyrirbyggja að exemið komi fram.

    • Ása Regins

      24. January 2014

      Já hann er með bráðaofnæmi fyrir maís og guð minn, það er maís í svooo mörgu. Og þá náttúrulega kemur hempið sterkt inn því stundum get ég ómögulega vitað að það hafi verið snefill af maís í matnum og þá fær hann strax útbrot… eins og t.d þegar við förum í frí og hempið varð eftir heima.

  20. Dagný

    24. January 2014

    Frábært að þetta virkaði svona vel. Ein og kannski asnaleg spurning en er ekki í lagi að taka inn hemp fræ/olíu á meðgöngu? Ég er búin að vera með svo mikil útbrot (eða e-k hormóna exem) í kringum augun og er að spá hvort ég ætti að prófa þetta ráð? Vil allavega ekki vera að klína hvaða kremi sem er á þetta svæði og kannski virkar hemp-ið…?

    • Ása Regins

      24. January 2014

      Sæl Dagný.. Ég hef amk aldrei lesið að hemp sé ekki ætlað óléttum konum. Ég myndi mæla með að þú farir í Heilsuhúsið eða Lifandi Markað og ræðir við fólkið sem vinnur þar, og kíkir sömuleiðis aftan á pakkann. En ég er þó 99% viss um að þetta mun bara gera þér og litla krílinu gott, en allur vari er þó góður :-)

      • Dagný

        25. January 2014

        Takk fyrir svarið Ása :) ég fer í leiðangur og tala við þau :)

        • Ásdís

          30. January 2014

          Sæl Dagný….
          Varstu búin að fá einhver svör við þessu?

    • Steina

      25. January 2014

      Ef stendur einherstaðar að ekki sé æskilegt að gefa hempið yngri en 6 mán. þá myndi ég nú ekki fara að taka það á meðgöngu því fóstrið fær jú næringu í gegnum móðurina.

      • Ása Regins

        25. January 2014

        Börn mega ekki fá t.d fisk fyrr en um 7-8 mánaða aldur en óléttar konu mega ( og eiga ) svo sannarlega að borða fisk alla meðgönguna. Þetta er því ekki alveg rétt hugsun hjá þér Steina.

        • Steina

          25. January 2014

          Það er nú kannski aðeins búið að rannsaka þetta með fiskinn meira en með hempið, en ef konur vilja taka sénsinn og taka eitthvað sem þær vita ekki einu sinni almennilega hvað er þá verður svo að vera.

          • Elma

            19. February 2014

            Listinn af mat sem barn á ekki að fá fyrr en um 6 mánaða er nánast endalaus, enda er best fyrir þau að vera eingöngu á brjóstamjólk eða þurrmjólk fyrstu mánuði lífsins og um 6 mánaða aldur er æskilegt að kynna þau fyrir mat hægt og rólega en bíða lengur með mat sem er þekktur ofnæmisvaldur.

            Það væri því ansi fátt sem konur með barni mættu borða ef við værum að fara eftir þessum lista.

  21. Karen

    24. January 2014

    Nú er ég hissa. Ég byrjaði einmitt í haust að setja hampfræ í djúsa og ég hef ekki verið svona góð af exeminu mínu í mörg mörg ár, varla þorað að segja það upphátt samt. Aldrei hafði mér samt dottið í hug að rekja það til hampfræanna því ég hafði ekki hugmynd um þetta, en þau hafa eflaust hjálpað mikið til :)

    • Ása Regins

      24. January 2014

      hahah.. nei.. I know.. maður er alltaf að borða eitthvað sem á að vera svo hollt en finnur engann mun, en það á bara ekki við hempið. Það virkar svo vel og ef maður borða það daglega að þá gerir það manni SVO gott :-)

  22. Þórey

    24. January 2014

    Þetta er til í lífrænu deildinni í Nettó sá ég.

  23. Agnes

    25. January 2014

    Síðast þegar ég vissi eru bodyshop líka með mjög gott hempkrem sem svínvirkar á exem, gerði mikið fyrir félaga minn sem var búinn að reyna allt annað!

    • Ása Regins

      28. January 2014

      Gaman að heyra.. ég kíki á það við fyrsta tækifæri..

  24. Marta

    25. January 2014

    Bara pínu vitlaus spurning :) eru þið að tala um að bera hampolíuna á psoriases útbrotin eða eru þið að tala um að taka hana inn ?

    • Ása Regins

      26. January 2014

      Nei ekki vitlaus spurning – en já, taka hana inn.. matskeið á dag :-)

  25. Mikaela

    26. January 2014

    Er hampfræ og hampprotein það sama?

    • Ása Regins

      26. January 2014

      ja nú veit ég ekki alveg.. en ég veit að hampfræ er gæðaprótín og því um að gera að nota þau sem prótíngjafa, t.d í boost.

  26. Vilborg

    26. January 2014

    Takk fyrir skemmtilegt blogg ‘Asa
    Má ég spyrja þig frá hvaða þýska fyrirtæki þú kaupir hempfræin þín?
    Ég er á Rómarsvæðinu ætti ég ekki að finna þetta í flestum Bio-búðum eða kannski víðar?

    ps Mér var hugsað til ykkar fjölskyldunnar í gær þegar við brunuðum framhjá Veróna;)
    Kveðja frá Róm

    • Ása Regins

      28. January 2014

      Hæ Vilborg og mikið er gaman að heyra frá Íslendingum á Ítalíu :-)

      Ég veit ekki hvernig þetta er í Róm en ég hef hvergi fundið þetta nema í Natura Si, sem selur lífrænar vörur. Þær verslanir eru útum alla Ítalíu, og alveg örugglega líka í Róm. Vörurnar eru frá Sabo en þeir hér í Verona eru nýbyrjaðir að taka hempið inn, svo það getur verið að það sé ekki komið í allar verslanir. Fyrsta sendingin kláraðist t.d upp og það tók heila eilífð að fá næstu sendingu í hús.

      .. en allavega.. Ef það er Natura Si verslun í Róm, að þá ætti þetta amk að vera fáanlegt þar.

      Hafðu það sem best í höfuðborginni – þeirri dásemdar borg ! :-)

      • Anonymous

        29. January 2014

        Takk fyrir þetta, nú fer ég á stað um leið og rigningunni fer að linna hérna í Róm!

  27. Alda

    27. January 2014

    Ég er að prófa hampfræin á manninn minn sem er með psoriasis.. Hlakka til að sjá hvort þetta virki :)

    • Ása Regins

      28. January 2014

      Frábært að heyra ! Það væri óskandi að þetta myndi hjálpa til !!

      .. og svo væri gaman að fá sent updeit ef þú manst eftir því :-)

  28. Margrét Ísólfs

    28. January 2014

    Vá, nú er ég orðlaus!
    Um leið og ég las færsluna þína þann 21. hugsaði ég með mér að þetta yrði ég að prófa á 5 ára gamla dóttur mína, sem hefur alltaf verið slæm af exemi. Við erum búin að prófa allt og ekkert virkar. Ég var allavegana löngu hætt á öllum sterakremum og þessum típísku apótek kremum. Höfum fundið einhver náttúruleg krem sem gera smá gang en ekkert hefur lagað exemið nógu vel. Ég veit ekki hvesu mörgum þúsun krónum ég hef eytt í krem og vil reyndar ekki vita það, það er svo mikið!
    Allavegana þá búum við út á landi, þar sem engar hampvörur fást en fórum í bæinn um helgina og á sunnudaginn keypti ég poka af hampfræum, olían var allstaðar uppseld!
    Dóttir mín fékk sér smá smakk á sunnudaginn og borðaði svo dáldinn slatta í gær, kannski svona 3 -4 msk. Henni finnst fræin góð og ég er bara með þau í skál á borðinu og hún nartar í þetta yfir daginn.
    Í morgun hugsaði ég með mér að ég ætti endilega að taka “fyrir” myndir af sárunum á höndunum hennar svona til að eiga, ef ske kinni að þetta myndi virka svona vel fyrir hana. Það er víst of seint því rétt í þessu kom hún hlaupandi til mín og segir “sjáðu mamma exemið er farið” og síðan “vá mamma ég fer bara næstum því að gráta úr gleði”. Ég trúði varla mínum eigin augum, sárin voru gróin. Hún er auðvitað þurr á stöðnum þar sem exemið var verst og húðin rauð en þetta er ótrúlegur árangur á tæpum 2 dögum. Ég hlakka bara til að sjá framhaldið.
    Það eina sem ég get sagt er TAKK!

  29. Agnes

    19. February 2014

    sæl nú á ég eina 4. ára stelpu og er ég búin að vera að berjast við exem hjá henni síðan hún fæddist. Búin að prófa nokkrar tegundir af sterum og milljón rakakrem. Ég fór og ætlaði að kaupa þessi fræ en þau voru ekki til. það var samt til í duftformi, ég var að spá veistu hvort það sé sami árángur af því.

  30. Sjöfn

    10. March 2014

    Hvort mælir þú með fræjum eða olíu? og þegar þú segist að þetta fáist í bónus þá hef ég farið nokkrar ferðir þangað án árangurs, veistu í hvaða deild þetta er geymt þar?

    • Ása Regins

      10. March 2014

      Ég mæli frekar með fræjunum, þau eru alveg otruleg. Solla er með hampfræin i sinni vörulinu þannig þu ættir að geta fundið þau þar. Annars eru þau til i heilsuhorninu i Fjarðarkaup, eg keypti mer tvo poka thar um daginn :-)

    • Eva

      8. April 2014

      Mikið úrval af hamp vörum í uppskeran.is
      Ný heilsubúð í Skeifunni

  31. sigrún

    22. September 2014

    Hæhæ eg er með einn 4 mànaða sem er með alveg eins útbrot og stràkurinn a myndinni og eg er einmitt búinn að prufa nokkur krem og stera krem sem mer er svo illa við. Haldiði að eg megi gefa honum hampið með grautnum eða verð eg að bíða til àkveðin aldur?