Heidi Klum er þekkt fyrir að leggja mikið í búninginn sinn fyrir Halloween og á ár var engin undantekning á því. Ég held að margir bíði spenntir eftir að sjá hvaða gervi fyrirsætan skartar en hún er ekki mikið að pæla í kynþokka eða öðru slíku þegar kemur að þessum degi. Ef þið voruð búin að gleyma þegar hún og Seal voru górillur getið þið rifjað það upp hér.
Í ár dulbjó hún sig sem gamla hrukkótta konu og samkvæmt instagram var hún með heilan her fagfólks sér til aðstoðar.
Útkoman er vægast sagt glæsileg en Heidi hlýtur að hafa fengið enn og aftur verðlaunin fyrri besta búninginn, ég trúi bara ekki öðru!
Skrifa Innlegg