fbpx

CR7UNDERWEAR

FötFótboltiHönnunNýtt

url-5

 

Þessi glæsilegi knattspyrnumaður opinberaði í dag nýju undirfatalínuna sem hann hannaði í samvinnu við danska undirfataframleiðandann JBS og Richard Chai, fyrrum design director hjá Marc By Marc Jakobs.

CR7 gleymdi hvorki að fara í ræktina né plokka á sér augabrúnirnar fyrir myndatökuna og svo var hann að sjálfsögðu með demantseyrnalokkana á sínum stað sem setja punktinn yfir i-ið. Með fullri virðingu fyrir þessum frábæra íþróttamanni að þá höfðar þetta “look” ekkert sérstaklega til mín, kannski þar sem skeggið passar engan veginn við lokkana, augabrúnirnar né fegurðarblettinn. Þið eruð þó kannski á öðru máli.

Nærbuxurnar eru þó nokkuð góðar, eins og t.d CR7 luxury – mens low rise trunk en fyrir áhugasama er hægt að skoða þennan hasarkropp betur sem og narjurnar á heimasíðu verkefnisins, www.cr7underwear.com.

Update: Mér sýnist vera komin íslensk facebook síða þar sem hægt er að nálgast CR7 vörurnar. Smelli HÉR til að skoða.

 

AIRWAVES ?

Skrifa Innlegg

6 Skilaboð

 1. Þórdís Brynjólfs

  31. October 2013

  Aaaaaðeins of mikið photshop í gangi þarna.

 2. Helgi Omars

  1. November 2013

  Æ nú er ég kannski leiðinlegur. Það er eins og hann sé knattspyrnumaður á daginn og leikur í dragshowi á kvöldin. Koma svo, hvar er karlmannleikinn??

 3. Halla

  2. November 2013

  Ég varð eiginlega orðlaus…..

 4. Hilrag

  3. November 2013

  þetta er oooof mikið!!