fbpx

GAP

BörnFötInstagramPersónulegt

428163_10151394889094793_321953536_n

unnamed-14

unnamed-6

unnamed-12

unnamed-13

unnamed-1

unnamed-10

unnamed-11

unnamed

 Superman indjáni á leiðinni heim úr leikskólanum í dag.

Þið eruð örugglega sammála mér að finnast skemmtilegra að kaupa föt á börnin ykkar en ykkur sjálf en eitt af því skemmtilegast sem ég geri er að komast í GAP þegar búðin er full af flottum barnafötum – og þannig var hún í Mílanó um daginn ! :-)

Ég get nú hakað við fernt á listanum góða í blogginu Cool Mom Picks. Ég hafði víst keypt slaufuna í sumar en ekki munað það ( úbbs)  en svo keypti ég þessa brúnu úlpu sem hann er í á myndunum í GAP í Mílanó í síðustu viku. Mig grunar síðan að bláa úlpan sem og skórnir með appelsínugulu reimunum muni síðan leynast í jólapökkunum í ár ( jeijjj).

Efsta myndin er gömul mynd af Emanuel þegar hann var minni en þá átti hann svipaða úlpu, einnig úr GAP, sem ég var svo ánægð með og notaði svo mikið. Ég var því alsæl þegar ég gekk inn í búðina full eftirvæntingar og sá þessa fínu brúnu úlpu, svo svipuð og þessi gamla, blasa við mér á slánni !

Supermanpeysan er líka úr GAP en venjulega kaupi ég ekki neitt með teiknimyndafígúrum á, því mér finnst það ekki fallegt. En það er smá undantekning með þessa peysu, hún er í góðum gæðum og supermanmerkið er bara nokkuð flott. Ég keypti reyndar líka þessi Spiderman náttföt en þau eru eins mögulega flott og spidermannáttföt geta orðið, því buxurnar eru sérstaklega vel heppnaðar. Náttslopparnir frá GAP eru líka æðislegir og Emanuel elskar að fara í sinn eftir bað. Þeir eru rosalega mjúkir og þægilegir og á mjög fínu verði. Að lokum verð ég að sýna ykkur þessa úlpu, en mér finnst hún svo flott og verð því lífsnauðsynlega að kaupa hana líka ( er ekki allt í lagi að barnið eigi fimm úlpur ? ;-). Já ég sagði ykkur þetta, ég verð alveg óð þegar það er flott í þessari blessuðu búð!

En semsagt. Tilgangurinn með þessari færslu var að sýna ykkur úlpuna hans Ema, á alla mögulega kanta. Ég gekk reyndar svo langt og keypti eins á Emil í Pull&Bear sem ég er einmitt í á myndinni. Mér finnst nefnilega voðalega sætt að hafa þá eins klædda, en það er önnur saga. :-)

RAX

Skrifa Innlegg

11 Skilaboð

  1. Sonja Marsibil

    4. December 2013

    Þessi úlpa eeeer svo flott!! Ég elsk’ana!! Og ekki skemmir fyrir að vera með iindjàna skraut við!!! <3

  2. Hilrag

    5. December 2013

    indjána-superman finnst mér mjög sætur og fínn í nýju úlpunni sinni

    Minnir mig á þegar bróðir minn gat ekki ákveðið hvort hann vildi vera batman eða indjáni á öskudaginn og endaði sem indjána-batman.. Eðlilega ;)

    xx

    • Ása Regins

      5. December 2013

      haha þetta er frábært Hildur. Ég mun örugglega reyna að troða fjöðrum frekar á hausinn á barninu í staðinn fyrir spidermangrímuna á Carnivalinu í ár !! :-)

  3. Sólrún

    5. December 2013

    Fæ ekki nóg af þessum gaur <3

  4. Eva

    5. December 2013

    Hæ! Flottur strákur! Má ég spurja hvort stærðirnar séu hefðbundar eftir aldri. Mér hefur nefnilega stundum fundist bandarískar stærðir vera heldur litlar miðað við Íslensk (evrópsk börn).

    Kærar þakkir!

    • Ása Regins

      5. December 2013

      Hæ Eva

      Já, þær eru frekar litlar. Emanuel er frekar stór tveggja ára strákur og ég kaupi á hann 3years í GAP – og það má ekki vera minna. Úlpan passar á hann svona eins og þú sérð á myndunum en svo t.d náttfötin fyrir þriggja ára mega bara alls ekki vera minni. Þannig næst þegar ég kaupi náttföt í GAP að þá mun ég taka fyrir fjagra.

      Vonandi kemur þetta að einhverjum notum :-)

      • Eva

        6. December 2013

        Kærar þakkir! Gott að vita svo maður sitji ekki uppi með of lítil sæt föt þó maður gæti alltaf gert gott úr því og notað þau í sængurgjafir :)

        Gleðileg jól!

  5. Bergþóra

    14. December 2013

    Mikið tekurðu ótrúlega fallegar myndir! Það er alveg yndislegt að skrolla niður bloggið þitt.