fbpx

FRÁBÆR HÁDEGISMATUR

FerðalögFótboltiHeimiliHreyfingInstagramMatur

Ég hef aldrei á ævinni verið jafn dugleg að elda mat en þessa tvo fyrstu mánuði ársins 2015. Í fyrsta lagi erum við hætt að fara út á borða ( já ég veit ég bý á Ítalíu ) og í öðru lagi hefur mér aldrei þótt jafn gaman að elda og nú enda hefur maturinn minn aldrei bragðast jafn vel, þökk sé sykurleysinu.

Allur maturinn sem ég elda geri ég að sjálfsögðu frá grunni. Hann er sykur og hveitilaus, fullur af næringu, veitir góða og langvarandi mettun og bragðlaukarnir elsk´ann. Ég leitast við að afla mér upplýsinga um vörurnar sem ég nota en það matvæli sem hefur komið mér mest á óvart er byggið. Þar sem ég bý með atvinnu-íþróttamanni er eldað hér á heimilinu í öll mál og fyrir æfingar dugir ekki bara ein jógúrt. Kamut pasta/gróf hýðishrísgrjón/gróft heimagert brauð hefur verið svona helst á hádegismatseðlinum en eftir að ég komst í kynni við byggið er ekki aftur snúið. Bygg er trefjaríkt, hollt og gott korn sem hefur svo marga jákvæða eiginleika að það er ekki hægt að horfa framhjá því.

Kíkjum betur á:

Screen Shot 2015-02-17 at 16.33.57

Skjáskot af heimasíðu Vallanes.is

 

10940463_10153036589569793_5553266720379237242_n-1

Þessi mynd hér að ofan er fengin að láni frá Gunnari Má, höfundi rafbókarinnar “Hættu að borða sykur” ( habs.is ). Tölurnar sýna sambanburð hvaða áhrif matvælin hafa á blóðsykurinn og því er byggið ótvíræður sigurvegari brúnu grjónanna.

unnamed-6

Hér höfum við síðan hádegisverðinn okkar borinn fram. Ég sýð venjulega bygg fyrir nokkra daga í einu og geymi í ísskápnum, sker niður það grænmeti sem ég á til og svissa saman á tíu mínútum. Á myndinni hér að ofan steikti ég saman bygg, brokkolí, afgangs kjúkling, lauk, chilliflögur og pipar. Máltíðin er síðan toppuð með góðri lífrænni ólífuolíu og nokkrum saltflögum.

Byggið er ekkert verra þó það sé kalt og því er alveg tilvalið að bygg-a sig upp fyrir vinnuna, skólann eða ferðalagið. Við Emil tókum einmitt með okkur stórt nestibox með byggi í flug þegar við kíktum til Svíþjóðar um daginn, en það er auðvitað algjör óþarfi að falla í sykurgryfjuna þó maður leggi land undir fót.

:-)

KJÖTZZA - BRAUÐLAUS PIZZA

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

15 Skilaboð

  1. Ása

    18. February 2015

    vonandi ertu buin að kynnast kínóa lika ;)

    • Ása Regins

      20. February 2015

      Já, en ég er kannski ekkk nógu dugleg að nota það – þarf að bæta mig í því!

  2. Elísabet Gunnars

    18. February 2015

    Takk fyrir þetta – ég ætla útí búð að kaupa bygg. Lítur vel út :)

  3. Karen Lind

    18. February 2015

    Algjör nauðsyn í eldhúsið.. var einmitt með bygg, kjúkling og ofnbakað grænmeti í kvöld :)

  4. Rósa

    18. February 2015

    Mmmm hef lengi ætlað mér að kaupa bygg, finnst það æði en hef ekki komið mér í það að matræða sjálf! Áfram sykurleysi :)

  5. Díana

    18. February 2015

    +Eg elska bygg, buin að hafa það í staðinn fyrir hrísgrjón síðasta árið …og nota stundum í staðinn fyrir gróft pasta í pastasalat sem við erum með, algjör snilld. Maður verður svo þægilega mettur eftir þetta og börnin líka ..En þegar þú svissar þetta svona saman á pönnu ,,,hvaða olíu notaru þá á pönnuna ?

    takk og kv

    • Ása Regins

      20. February 2015

      Já, alveg er ég sammála. En annað hvort set ég bara smá vatn á pönnuna til að mýkja grænmetið eða kókosolíu. Bæði betra :-)

  6. Yrsa

    19. February 2015

    Hvað sýðuru bygg fyrir marga daga í senn til að geyma í ísskápnum? :)

  7. Karen Andrea

    20. February 2015

    Spennandi og hvetjandi færslur :)

  8. Eva

    27. February 2015

    Hae Asa og takk fyrir skemmtilegt blogg.
    Vid fjölskyldan erum ad hugsa um ad ferdast til Gardavatns i sumar. Vid myndum fljuga fra Stokkholmi. Veist thu hvernig er best ad komast thangad med flugi eda lestum? Eg man eftir ad hafa lesid blogg um Gardavatn hja ther en finn thad ekki i fljotubragdi.

    Bestu kvedjur,
    Eva

    • Ása Regins

      27. February 2015

      Hæ Eva, sendu mér endilega póst á facebook ( Ása María Reginsdóttir ), þá getum við spjallað betur saman :-)

  9. Hófí

    27. February 2015

    Hvar fékkstu þessa æðislegu skó sem sjást á myndinni ?

  10. kamilla

    11. March 2015

    Hæ Ása takk fyrir skemmtilegt blogg, langar að forvitnast um borðbúnaðinn hjá þér ef ég má ;