fbpx

FATASLÁR

FötHeimiliHönnun

Eftir tvo mjög viðburðarríka mánuði er kominn tími á að hefjast handa á ný – bæði hér á blogginu og svo bara í lífinu svona almennt. Hlutirnir eru að falla í sitt eðlilega horf og rútínan að taka við, sem er að sjálfsögðu öllum til góðs. Það er farið að kólna hér í Verona og haustið er gengið í garð eins og annarsstaðar í Evrópu. Októbermánuður hefur verið mjög heitur og kannski óvenjulega heitur en á einni nóttu, með tilheyrandi hávaða þrumum og eldingum, kom haustið í allri sinni dýrð.

Með lækkandi sólu finnst mér tilheyrandi að huga aðeins að heimilinu og “undirbúa” það fyrir veturinn. Hlýleg teppi, kertaljós í fallegum stjökum og mjúkur náttsloppur getur t.d gert köld og hversdagsleg haustkvöld að ljúfum og dýrmætum minningum. Mér finnst mjög nærandi að hlúa að umhverfinu og bara að færa til eina kommóðu getur glatt mig alveg óskaplega ;-)

Þannig er einmitt staðan núna. Í andyrinu hérna heima hef ég verið með frekar óspennandi fatahengi sem hefur þó þjónað sínum tilgangi og haldið á yfirhöfnunum okkar þegar þær eru ekki í notkun. Fatastandurinn er alltaf yfirfullur og fyrir minn smekk er það ekkert sérlega falleg sjón. Ég bað því einn afar handlaginn vin minn hér í borg að smíða fyrir mig stífa/hangandi fataslá sem ég mun síðan festa sjálf upp í loftið. Mér finnst þetta mjög smekkleg lausn og myndi gera það sama í svefnherbergjunum okkar ( líka barnaherberginu) ef lofthæðin væri ekki svona mikil. Ég er þó enn að gera upp við mig hvort ég eigi að bora slá í vegginn í hjónaherberginu eins og sést þarna á nokkrum myndum.

Fyrirmyndin fyrir andyrið er þessi:

9a847e667d0a007d7531e4f76a74e667

 

Svo finnst mér þessi lausn, þar sem fataslá er komið fyrir undir súð alveg frábær. Mjög huggulegt og plássið vel nýtt.

 

3ec4005e9d01f83ac86dbf5c447efd74

 

Fleiri hugmyndir – endilega pinnið þær á Pinterest ef það er eitthvað þarna sem ykkur líkar…

Annars bara gaman að vera komin til baka – vonandi líða ekki tveir mánuðir þangað til næst :-)

DRESS TO IMPRESS Á MENNINGARNÓTT

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

8 Skilaboð

  1. Guðrún

    28. October 2014

    JEI! Velkomin aftur <3

  2. Tinna

    28. October 2014

    Gaman að sjá póst frá þér aftur:)

  3. Pattra S.

    29. October 2014

    Gott að fá þig aftur mín kæra :*

  4. Tinna

    8. November 2014

    Và búin að sakna þín mikið.. Dásamlegt að fà þig aftur mín kæra :)