Ég er ein af þeim sem fer aldrei í litun og plokkun og vil hafa augabrúnirnar eins náttúrulegar og hægt er. Ég hef varla plokkað á mér augabrúninar í mörg ár og kann bara ágætlega við mig þannig. Þrátt fyrir það vil ég að sjálfsögðu hafa flottar augabrúnir og mér finnst þær skipta mjög miklu máli fyrir andlitið – og kannski þess vegna hleypi ég ekki ókunnugum í þær.
Í sumar heyrði ég af stelpu sem heitir Bryndís Kristófers. Sagan var sú að annar eins augabrúnasnillingur hefði ekki stigið á þessa jörð. Ég tók því með fyrirvara, kinkaði kolli og pældi ekki meira í því. Fyrr en ég þurfti að fara í myndatöku og hugsaði með mér að eitthvað þyrfti ég að gera til að lappa upp á trínið og ákvað því að tékka á þessari nafntoguðu Bryndísi.
… og hér sjáum við hvernig ég leit út nokkrum klukkutímum síðar ! Sjáið hvað þessar augabrúnir eru fínar :-)
Bryndís lagaði augabrúnirnar fyrir mig og kenndi mér í leiðinni með frábærum og einföldum trixum að móta augabrúnirnar og ná betur fram þessu náttúrulega útliti sem ég vil hafa.
Bryndís lærði “að gera” augabrúnir í París og eru fyrrum international eyebrow expert h já Benefit, sem segir kannski allt sem segja þarf. Ef þið viljið læra af þeirri bestu að þá mæli ég með að skrá sig á eyebrow-masterclass námskeiðið sem hún í samvinnu við NOLA.is eru að halda helgina 14.-15.nóvember.
Maður þarf ekkert að kunna, bara mæta, læra og hafa gaman.
Skrifa Innlegg