fbpx

Every night..

BækurPersónulegt

IMG_4672

 

The Secret app sendi mér þessa áminningu í dag. Þessi áminning er sérstaklega góð og því langaði mig að pósta henni hingað inn.

Secret bókin er frábær og ég hef gjörsamlega sannreynt allt sem í henni stendur undanfarin 7 ár. Mín daglega hugsun byggist á þessum fræðum en auðvitað dettur maður stundum útaf sporinu og þá er gott að hafa appið í símanum sér til aðstoðar.

Á kvöldin þegar ég leggst upp í rúm fer ég yfir daginn, svona eins og stendur á myndinni hér að ofan. Ég leiðrétti það sem mistókst og það sem hefði mátt betur fara og hugsa fallega um morgundaginn. Að lokum þakka ég svo af öllu hjarta fyrir mig og þennan góða dag. Í dag, sjö árum seinna, geri ég þetta ósjálfrátt þegar ég leggst upp í rúm en það er stundum eins og dagurinn komi á færibandi til mín til leiðréttingar :-) Til að byrja með þurfti ég alveg að minna mig á og gleymdi þessu oft en æfingin skapar meistarann og eftir því sem maður æfir sig meira því sjaldnar gleymir maður. Fyrst secret og svo bænirnar.

Á morgnanna þegar ég síðan vakna og geng á klósettið segi ég takk í hljóði í hverju skrefi inn á bað. Það er misjafnt hvað ég þakka fyrir en oftast er það heilsan og fjölskyldan sem er mér efst í huga og hefur forgang. Svo þegar ég sit á klósettinu að þá hugsa ég um allt hitt sem skiptir “minna” máli en vil samt sem áður þakka fyrir. Mín tilfinning er sú að þakklæti er ótrúlega sterkt verkfæri í lífinu og þannig laðar maður að sér allt það besta. Við höfum öll eitthvað til að vera þakklát fyrir og það skiptir máli að einblína á það, því þá verður restin svo miklu ljúfari.

Fyrsta uppkastið að þessum pósti voru þrjár línur en allt í einu er ég búin að segja ykkur hvað ég geri á klósettinu á morgnanna ? Haha.. ég er ekki í lagi ! En mig langar samt að segja ykkur þetta og leyfi þessu því að standa :-)

Hugurinn er svo sterkur og ef við erum með hausinn og hjartað á réttum stað að þá gengur allt svo mikið betur og lífið verður svo skemmtilegt – og er það ekki það sem við öll viljum ? :-)

GAP

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

9 Skilaboð

  1. Þyrí

    5. December 2013

    Svo fallegur siður, góð áminning :-)

  2. Sonja Marsibil

    5. December 2013

    Yndislegt <3

  3. Svart á Hvítu

    6. December 2013

    Ég byrjaði einmitt aftur á the secret í gærkvöldi eftir spjall okkar undanfarna daga:)
    Elska líka að vita hvað þú ert að hugsa á klósettinu hahaha

  4. Arna

    6. December 2013

    Hæ! Hvað heitir þetta app í App Store? Finn það hvergi.

    • Ása Regins

      6. December 2013

      The Secret, Daily teaching. Varstu búin að finna það ? Mig minnti að það hefði verið ókeypis en það er svo langt síðan að ég sótt mitt að kannski er búið að breyta því. Það var einhver að tala um í dag að það kosti 5$. En það er þess virði :-)

  5. Sibba

    6. December 2013

    það er bara svona…. þetta er eins og skrifað út úr mínu hjarta :) hefur verið mitt haldreipi í mörg ár núna ;)

  6. Katrín Brynja

    9. December 2013

    Elska bloggið þitt!
    Fallega og uppbyggilega þenkjandi manneskja.

    Takk fyrir þetta <3