fbpx

HEFUR ÞÚ ÞJÓNAÐ Í HÁLOFTUNUM OG VILT LÁTA GOTT AF ÞÉR LEIÐA ?

FerðalögÍsland

943771_610128635681992_1070566043_n

.. þá eru Svölurnar góður og gefandi félagsskapur fyrir þig. Svölurnar er góðgerðarfélag allra þeirra sem eru eða hafa einhvern tímann unnið sem flugfreyjur eða flugþjónar, hjá hvaða fyrirtæki sem er, íslensku eða erlendu. Markmið þeirra er að styrkja þá einstaklinga og félög sem ekki njóta opinberra styrkja en þurfa þó á aðstoð að halda, sem og viðhalda kunningsskap og vináttu innan stéttarinnar. Fundir félagsins eru kvöldverðarfundir, skemmtilegir og fræðandi, haldnir fyrsta þriðjudag hvers mánaðar yfir vetrarmánuðina. Undanfarin ár hefur aðalfjáröflunarleið félagsins verið sala jólakorta, gjafakorta og minningakorta en frá því félagið var stofnað hafa Svölurnar styrkt fjölmörg félög og einstaklinga með fjárframlögum sínum. Félagsgjöldin eru 4000 krónur að hausti og önnur eins upphæð er greidd eftir áramót.

Í þessum pósti vilja Svölurnar sérstaklega vekja athyggli á því að ALLIR sem hafa tilheyrað þessari stétt eru velkomnir í félagsskapinn, óháð tíma, stund eða stað – sama hvort þú vannst í eitt ár eða hundrað, innanlands eða utan – að þá munu Svölurnar taka á móti þér með opnum örmum. Eftir því sem félagsmenn eru fleiri, þeimur öflugra er starfið og vinafundirnir skemmtilegri en það er að sjálfsögðu það sem við viljum. 
Á facebooksíðu Svalanna er hægt að sjá styrkveitingu félagsins og svo fara nýskráningar fram á heimasíðunni þeirra, www.svolurnar.is, sjá HÉR.
Nóvemberfundur Svalanna er glæsilegur í ár en þann 4.nóvember ( á þriðjudaginn), verður haldin stórkostleg tískusýning á Icelandair Hotel Reykjavík Natura. Tvær systur mínar, flugfreyjurnar þær Sara og Sólrún, munu taka þátt og sýna flíkur frá Andreu, Freebird, Sturlu, Húrra Reykjavík, Kormáki og Skyldi, Comma og Helgu Björnsson og því mátt þú ekki missa af þessum skemmtilega viðburði. Aðgangseyrir er 2500 kr og innifalið í því er fordrykkur, matur og tískusýningin. Staðfestið mætingu á svolurnar@svolurnar.is
Svölurnar bjóða alla fyrrum eða núverandi flugreyjur/þjóna velkomna á viðburðinn og að sjálfsögðu eru vinir velkomnir með í gleðskapinn – og ekki er verra ef þeir hafa einnig verið í bransanum ;-)
Deilið póstinum að vild – og munið hvað það er gott að láta gott af sér leiða.
Góða skemmtun !
592182_159537187407808_41961589_n

FATASLÁR

Skrifa Innlegg