Ég rakst á skemmtilegan póst á blogginu hennar Elinar Kling – thewall.elin-kling.com – í vikunni. Þar talar hún um að partur af hennar daglegu facial-rútínu sé að nudda á sér andlitið á morgnanna en hún vill meina að það sé ávísun á betra útlit.
Í þessum sama pósti benti hún á þetta video hér að neðan og ég verð að segja að þetta er næstum því betra video en iittala videoið sjálft ! Nú er ég búin að kreista og kremja, fetta og bretta á mér andlitið fjóra morgna í röð og ég er ekki frá því að þessi rútína sé sömuleiðis komin til að vera í mínu lífi.
.. og það er ekki verra ef ég mun líta betur út fyrir vikið.
Er ekki ágætt að byrja vinnuvikuna á góðu andlitsnuddi fyrir framan spegilinn í fyrramálið ? Jú, ég held það nú ! :-)
Skrifa Innlegg