fbpx

OMMELLETTA MEÐ FERSKUM MOZZARELLA

Matur

Á þessu heimili eru ommelettur reglulega á boðstólnum. Það er fljótlegt að elda þær, þær eru hollar og góðar og góð leið til að borða aðeins meira af grænmeti. Ég hef gaman að því að sjá hvernig aðrir gera sínar eggjakökur og því deili ég hér einni týpískri frá mér.

IMG_7654IMG_7665-620x413-1IMG_75932-620x413IMG_7725IMG_7731IMG_7753IMG_7713IMG_7587

 

Það sem ég notaði í þetta skiptið eru tvö egg, rauð paprika, babyspínat, kóríander, ferskur mozzarella, gæða jómfrúar ólífuolía, svart salt og pipar. Allt lífrænt en við verslum mest allan okkar mat í búð sem einungis selur bíologískar vörur.

Ég byrja á því að léttsteikja paprikuna saman við spínatið. Á meðan það er að malla hræri ég eggjunum saman við ferskan kóríander.  Þegar paprikan og spínatið er orðin aðeins mjúkt dreyfi ég ferskum mozzarella yfir og leyfi honum aðeins að bráðna. Þá helli ég eggjunum yfir og læt malla á frekar lágum hita þangað til hún er tilbúin. Svart salt ( hægt að lesa um það hér ) og pipar eftir smekk og avókadó on the side.

Ég drekk svo að sjálfsögðu vatn með en til að toppa máltíðina fæ ég mér milt og gott hungangste frá Tefélaginu í desert.

 

ARTILLERIET.SE

Skrifa Innlegg

6 Skilaboð

  1. Þyrí

    11. January 2014

    mmm girnó!

  2. Elísabet Gunnars

    11. January 2014

    Fallegar myndir … nammii

  3. Reykjavík Fashion Journal

    11. January 2014

    Þú hefur einstakt lag á því að taka myndir mín kæra! Ég elska ommelettur og geri þær mikið úr afgöngum í ísskápnum, þín er girnileg ég ætla að leika eftir sem fyrst:)

  4. Hildur Ragnarsdóttir

    12. January 2014

    þú tekur svo fallegar myndir!!

    girnileg uppskrift.. mér finnst ommelettur snarvanmetin matur

    nom

    xx

  5. Tinna

    12. January 2014

    Namm.. Þú tekur ofboðslega fallegar myndir!

  6. Sara

    13. January 2014

    Mmm namm þú lætur mjög einfalda máltíð looka svo vel! :) Guð hvað ég öfunda þig að geta alltaf keypt lífrænan mat, ferskt grænmeti og ávexti án þess að fara á hausinn og þurfa að fara í 3 búðir!