fbpx

EITT TONN AF TEI

HönnunÍsland

lZuahea_regmHIMdxH7YwtXEbIMXn6B8SArr5Wr88IsTepottur, samstarfsverkefni Hildar Steinþórsdóttur arkitekts og Tefélagsins.

Hugmynda, viðburða- og uppátækjasmiðjan Attikatti, fékk ellefu mismunandi hönnuði til að vinna að viðburði þar sem þemað er te. Útfrá nýjum og óvæntum sjónarhornum verður hægt að sjá og upplifa túlkun þessara hönnuða á tei í Teaser / Tehúsi SPARK Design á Klapparstíg, dagana 5.-30. mars. Að auki mun Tefélagið bjóða gestum og gangandi að þiggja tesopa og þar með gera góða upplifun enn betri.

Á meðal hönnuða er Hildur Steinþórsdóttir en hún hefur af eigin raun prufað hina ævafornu temenningu Japana. Hún kynntist japönskum sið sem kallast osanen en það eru heit teböð og þaðan sótti Hildur innblásturinn að verkefninu sem hún kallar Tepott. Hún fékk Tefélagið í lið með sér en þar ríkir mikill metnaður og góður vilji til að gera vel og því hefur samstarfið verið sérstaklega ánægjulegt að hennar sögn.

Tepottur er handsaumuð og heimagerð tesía sem ætluð er í bað og heita potta. Hildur leitast þar við að heimfæra japanska temenningu í sundmenningu okkar Íslendinga og gera okkur um leið kleift að upplifa þessa ævafornu og framandi hefð á íslenskri grundu. Teið sem notað er í síurnar er annars vegar ilmandi ferskjute og hins vegar græna teið Sencha sem innheldur vítamín og andoxurnarefni sem talið er að hafi góð heilsufarsleg áhrif á mannslíkamann. Tein eru valin sérstaklega útfrá lit, lykt og mýkt með það í huga að hámarka upplifunina og gera hana einstaka fyrir þann sem vill njóta. Það er ákveðin upplifun að baða sig í efni sem við venjulega drekkum og snertum ekki á með beru holdi; líkamlega tilfinningin er silkimjúk, lyktin framandi og liturinn á vatninu ekki sá sem við eigum að venjast í okkar hefðbundnu baðferð.

Hægt verður að baða sig í Tepotti Hildar og Tefélagsins 2. og 29.mars á milli klukkan 13-15 í Laugardalslauginni í Reykjavík. Samstarfið mun einnig halda áfram á HönnunarMars en nánari upplýsingar verður að finna um það á heimasíðu Tefélagsins og/eða í dagskrá HönnunarMars.

THE SECRET: HAPPINESS

Skrifa Innlegg