fbpx

BESTU STRENDUR ÍTALÍU

Ferðalög

Það eru kannski einhverjir farnir að huga að og skipuleggja sumarfríið fyrir næsta sumar. Hvað er betra en að hlaða batteríin í fallegu ítölsku umhverfi, baða sig í kristaltærum sjónum og njóta alls þess besta sem Ítalía hefur uppá að bjóða. Í gamni mínu kíkti ég á TripAdvisor og skoðaði þær ítölsku strendur sem virðast standa uppúr hjá lesendum síðunnar og svo bætti ég við þeim ströndum sem vinir mínir hérna úti tala um að séu þær bestu.

2013-Travelers-Choice-Beaches-Awards-Top-25-World-Rabbit-Beach-Lampedusa-Italy-1024x677

Rabbit Beach er að finna á eyjunni Lampedusa sem tilheyrir Sikiley. Lampedusa er syðsta sólarparadís Ítalíu en hún liggur á landamærum Ítalíu og Afríku. Þessi strönd er ekki bara fræg fyrir fegurð heldur einnig sæskjaldbökur sem synda í sjónum og veita þér félagsskap á meðan þú baðar þig í spegilsléttu vatninu.

174-spiaggia_cala_luna___sardegna

Spiagga de Cala Luna – Sardinía. Þessi strönd hefur oftar en ekki verið notuð sem myndefni í bíómyndir en hún þykir mikil náttúruparadís. Það er einungis hægt að nálgast hana sjóleiðis en það eru skipulagðar ferðir frá höfninni í Cala Gonone og sömuleiðis frá ströndinni Marina di Orosei. Eitt af einkennum þessarar strandar er hversu grunn hún er og því tilvalin fyrir barnafjölskyldur. Þessi strönd þykir einnig mikil paradís fyrir þá sem elska að snorkla og skoða lífríkið neðansjávar.

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

La Pelosa Beach, staðsett í Stintino á norðvesturströnd Sardiníu. Turkísblár, kristaltær sjórinn og hvítur sandurinn minnir helst á “tropical paradise” en það gerir hana eina af allra fallegustu og vinsælustu ströndum landsins.

Baunei-Cala-Goloritzè-_ESP6001

GrottaCalaMariolu1

Cala Mariolu, staðsett í höfuðborg Sardiníu, Cagliari. Hellar einkenna svæðið í kringum Cala Mariolu ströndina sem gerir landslagið einkar fallegt. Sjórinn er grunnur sem gerir manni kleift að skoða hellana og njóta umhverfisins sem best, og ekki síst fyrir börnin. Eins og Cala Luna ströndin að þá er einungis hægt að nálgast hana sjóleiðis en það eru skipulagðar ferðir frá Arbatax, Cala Gonone og Santa Maria Navarrese.

spiaggia-rosa

Á lítillri eyju úti fyrir norðausturströnd Sardiníu er að finna þessa fagurbleiku strönd, Spiaggia Rosa di Bedelli. Bleiki liturinn stafar af niðurbroti á kóröllum sem rekur uppá land og myndar þetta einstaka útlit strandarinnar.

terranera-terranera_1

Terra Nera á eyjunni Elba. Irene, ítölsk vinkona mín og eiginkona fyrrum fyrirliða Hellas benti mér á þessa strönd og segir að hana vel geymda náttúruparadís í Toskana. Á sama svæðinu er bæði að finna dásamlega strönd sem og heit jarðböð sem hægt er að baða sig í. Þeir Íslendingar sem hyggjast heimsækja Toskanahéruðin í sumar ættu endilega að skrifa þetta hjá sér.

800px-Tuaredda_beach,_Sardinia,_Italy

Spiaggia di Tuerredda, í bænum Teulada á Sardiníu. Eins og svo margar strendur á Sardiníu að þá minnir landslagið helst á strendur Karabískahafsins. Fagurblár sjórinn, hvítur sandurinn og grænn gróðurinn lætur mann langa til að flytja til Sardiníu og koma aldrei til baka !

Tropea 011Tropea, í Calabriahéraði á s-Ítalíu er mjög vinsæll áfangastaður á meðal ferðamanna, ekki af ástæðulausu. Ég hef margoft baðað mig í sjónum á þessu svæði ( enda bjó ég í Calabriu) og get með sanni sagt að þetta sé afar falleg strandlengja og það þarf líklegast ekki að nefna allan ljúffenga matinn sem er í boði.

cala-brandinchi-1Spiaggia di Capo Coda Cavallo í San Teodoro á Sardiníu. Staðurinn er betur þekktur sem Tahiti Ítalíu vegna framandi landslagsins. Hvíti mjúki sandurinn, túrkislitaði sjórinn, háu trén og viltu liljurnar gera þennan stað að sannkölluðum drauma-sumarleyfisstað.

800px-Spiaggia_di_Punta_Prosciutto-1

Spiaggia di Punta Prosciutto í Salento í Puglia héraði. Puglia er staðsett í “hælnum” á Ítalíu en allt Salento svæðið í Puglia er þekkt fyrir fallegar strendur og góðan mat. Maturinn sem kemur frá Puglia er einnig sá besti og er þetta því hinn fullkomni áfangastaður fyrir sóldýrkendur og matarunnendur.

516fbc7b1bd5c

Maldive del Salento – Puglia. Nafnið á ströndinni segir allt sem segja þarf. Herre gud ! Ég þangað !

Þetta er að sjálfsögðu bara brotabrot af þeim ströndum sem Ítalía býður uppá en þetta gæti þó verið rjóminn af því besta. Eins og þið væntanlega hafið tekið eftir að þá er Sardinía ansi spennandi kostur fyrir sumarfríið miðað við það sem við sjáum hér. Ítalir sækja mikið til Sardiníu enda strendurnar hverri annarri fallegri sem og umhverfið allt. Ég verð líka að nefna Costa Smeralda en það er víst heitasti áfangastaðurinn á meðal ríka og fræga fólksins, svona ef einhver ríkur og frægur skyldi vera að lesa.

Eftir að hafa skrifað þetta blogg myndi ég helst vilja leigja mér bíl og keyra á milli allra þessara stranda á bikiníinu með þrjú handklæði í bílnum, bók í töskunni og sundbolta fyrir strákana. Ég myndi svo hlammmmma mér í sandinn eða á vindsæng úti á sjó og ekki hreyfa mig fyrr en sólin er sest, veitingastaðirnir opnaðir og þjónarnir byrjaðir að bera fram kræsingarnar :-)

Fyrir áhugasama hef ég bloggað um tvær dásamlegar ítalskar sumarparadísir sem við heimsóttum sl. haust, hér  er Lago di Tenno og hér er Scilla, á s-Ítalíu.

.. og svo má ekki gleyma Grikklandi, sjá hér.

RANNSÓKN VIÐ BRUNEL HÁSKÓLANN: THE ULTIMATE WORKOUT PLAYLIST

Skrifa Innlegg

18 Skilaboð

  1. Sara

    17. January 2014

    OMG vá þetta er bara draumi líkast!! Ég væri búin að fara þarna öll sumur ef ég byggi í Ítalíu :)

    • Ása Regins

      17. January 2014

      Já við erum alltaf á leiðinni.. en svo þegar þetta er beint fyrir framan nefið á manni að þá ignorar maður þetta frekar og velur eitthvað annað. Svona eins og með Ísland og íslenska náttúru, ég hef séð skammarlega lítið af henni ! :-)

  2. Pattra S.

    17. January 2014

    Beinustu leið til Sardiníu í sumar segi ég og skrifa!!
    ALLT of djúsí póstur.. og snjórinn akkúrat að láta sjá sig í fyrsta sinn hér í DK.

    I N E E D S U N

    • Ása Regins

      17. January 2014

      Já must visit !!! Ég myndi segja að Maldive del Salento fari þér sérstaklega vel ;-)

  3. Karen Lind

    17. January 2014

    Ég get staðfest að Spiaggia Rosa di Bedelli sé rosalega falleg strönd! Fór þangað 2005, sigldi um Ítalíu á skútu og við vorum þarna í eina nótt. Alveg yndislegt!

    • Ása Regins

      17. January 2014

      Nei halló, geðveikt ! Það hefur verið æðislegt ferðalag..

  4. Hófí Magnúsd.

    17. January 2014

    ég elska elska svona pósta! Takk fyrir! Ég hef komið á nokkra staði á Ítalíu (Bologna, Rome, Feneyja t.d.) allt frábærar borgir, en núna bara verð ég að skella mér aftur og þá sérstaklega á bleiku ströndina. Hversu fallegt!!

    • Ása Regins

      17. January 2014

      Já meira af svona póstum.. gott að fá að heyra svona, takk !! Næst tek ég fyrir Gardavatn :-)
      .. og þú byrjar að skipuleggja ferðina á spiaggia rosa di bedelli, það er frábær hugmynd :-)

  5. Sól Margrét Bjarnadóttir

    17. January 2014

    Vá takk fyrir þetta er einmitt að fara til Ítalíu í sumar!

  6. Björk Bryngeirsd.

    17. January 2014

    Baðaði mig á ströndinni í Tropea síðasta september….dásamleg :)

    • Ása Regins

      17. January 2014

      Já er það.. mmmm.. ég man eftir að hafa séð einhverjar fantastískar myndir frá þér sl. sumar frá Ítalíu. Guð hvað hefur verið gaman hjá ykkur :-)

  7. Sólrún

    18. January 2014

    Ógod maður bráðnar bara við það að skoða þessar myndir ! Jesús hvað ég væri til í bara smááá sólbað

  8. Sonja Marsibil

    18. January 2014

    Nei hættu nú alveg!!!!!!! Þetta eru fàrànlega djúsí strendur!!!!!

  9. Dagrún

    18. January 2014

    Mmmm Sardinía er svo yndisleg! Ég fæ bara flash-back og hlýju í kroppinn að sjá þessar myndir :) Mæli svo 110% með Sardiníu í frí. Alveg nauðsynlegt að hafa bílaleigubíl og keyra um eyjuna. Keyrðum frá Alghero og þvert yfir eyjuna og enduðum í Cala Ganone. Vesturströndin er alveg geggjuð! Fórum einmitt í dagsferð þar sem það var stoppað á öllum þessum ströndum, t.d. Cala Biriola, Cala Sisine og Cala Luna :) Tropical paradís! Cala Fuili er síðan alveg tryllt, þarft að fara niður bratta fjallshlíð og síðan er ströndin mjög gróf (steinar) og villt. Gaman fyrir þá sem vilja smá action og góðan öldugang ;) Strendurnar í nágrenni Alghero eru síðan ekkert slor heldur hehe. Einnig stórkostlegir hellar og háir klettar. Ohhhhh mig langar bara aftur!

  10. Hilrag

    20. January 2014

    ég fæ illt í hjartað ég þrái svo mikið sól og strönd!

    Ég hef farið til sardiniu og silkieyjar – guðdómlega fallegt! x