fbpx

BARNAAFMÆLI – HUGMYNDIR

BörnMatur

balloon-ideaspink-party-ideas-from-papermash

tastes-of-seasons-caramel-apple-bar

colorful-birthday-hats technicolor-geometric-shoot-28 healthier-baked-funfetti-donuts-from-scratchcute birthday decorations

marshmallow-diy-wedding-favors

61bf4509a6465039d4e02f428f33e7c9

banana-pops

oreo-pops

blakes-girly-bow-themed-first-birthday-party-by-sweet-saucy-shopbirthday party

yarn-pom-cake-garland-rainbow-cake

b2b9452825a4f38bc26757986648e955

8d30095cbc05c87ba8d768a2f145b333

celebrate-friday-with-bonbon-balloons

frame

balloon-cake-topper-kit-with-custom

balloon seating! Great idea

635574

diy-project-ribbon-cake-bunting

vilt-kalas

1 a dress, design & decor

air-heads

6

awesome-3rd-birthday-cake

img_7560

happy-birthday-to-me

19076988831

ice-cream-shoppe-3rd-birthday-party

635574

decoration-flares-on-your-cupcakes919d127c85e0188ec2c065f3200d24e5

marshmallow-diy-wedding-favors

1222367

f10c7cc68ca13c8f536243fae06cf3d9

diy-high-style-low-cost-party-decor

make-your-own-party-cups-with-glitter-tape

blakes-girly-bow-themed-first-birthday-party-by-sweet-saucy-shop

 

Emanuel verður tveggja ára núna 24.nóvember og því er afmælisundirbúningurinn hafinn hjá mömmunni. Á meðan hann hefur engar skoðanir á hvernig veislan eigi að vera ætla ég að njóta þess að skreyta veisluna eftir mínu höfði. Ég er búin að liggja yfir Pinterest á kvöldin í leit að innblæstri en ef ég skoða fleiri myndir mun ég líklegast halda stærstu tveggja ára afmælisveislu sem haldin hefur verið. Ég er því hætt að hugsa um þetta í bili ;-)

Þegar maður kann ekki að baka eins og meistarakokkur, með sykurmassann að vopni, er ýmislegt annað hægt að gera. Ég ætla t.d að gera frekar basic kökur en skreyta þær með flottu kremi og sniðugu kökuskrauti, blása upp helling af blöðrum og skreyta íbúðina með pom poms.

Ef það eru fleiri þarna úti sem eru ekki miklir bakarar er frábær hugmynd að gera oreo-pops og/eða með marshmallow-pops. Þannig erum við strax komin með einfalda lausn sem lúkkar mjög pró og poppar aðeins upp á veisluborðið. Kíkið líka á eplin á mynd númer þrjú, þau eru mjög girnileg :-)

Eins er sniðugt að kaupa litríka borða eða efni og binda á snæri og hengja yfir veisluborðið, eitthvað svipað því og er hér á neðstu myndinni. Mér finnst líka allar þessar blöðrur með flottu böndunum æðisleg hugmynd sem og að setja confetti inn í glærar blöðrur og binda þær við stólana.

Ég keypti á amazon.com pappaglös með dýragoggi og ætla að nota þau, hægt að sjá þau hér en það er líka sniðugt að kaupa einföld pappaglös og merkja með aldri barnsins með flottu límbandi ( næst síðasta myndin).

Mér finnst líka góð hugmynd að skreyta veisluborðið með flottum leikföngum sem barnið á og gera þannig veisluna enn persónulegri fyrir barnið.

Vonandi koma þessar hugmyndir að notum fyrir fleiri en mig en eins og Svana benti á í kommentunum að þá er auðvitað hægt að yfirfæra þessar hugmyndir t.d í áramótapartýið eða útskriftaveislurnar. Skoðið endilega myndirnar vel og fyllið ykkur af innblæstri fyrir komandi veisluhöld :-)

Kjúklingasúpa

Skrifa Innlegg

20 Skilaboð

  1. Svart á Hvítu

    6. November 2013

    Vá æðislegar hugmyndir!:) Og vel hægt að nýta sér þær í annað en barnaafmæli t.d. í partýið eða áramótaboðið:)

    • Ása Regins

      6. November 2013

      jájájá nákvæmlega ! Blöðrurnar öskra alveg áramót !!

  2. Hrönn

    6. November 2013

    Ég er búin að halda nokkur strákaafmæli…. og vinsælasta kakan var þegar ég sleppti því að baka og bjó til skál úr rice crispies og setti ís-kúlur og nammi ofaní…mín reynsla er sú að krakkar borða yfirleitt ekki kökur…bara krem, en ísinn rann ljúflega niður í alla :)

    • Ása Regins

      6. November 2013

      haha já.. það er pottþétt rétt ! Kökurnar eru yfirleitt borðaðar af þeim eldri !!

  3. Katrína Hildur

    6. November 2013

    Þetta a eftir ad vera flottasta 2 ara afmæli i heimi :)

  4. Hilda Sigurðardóttir

    6. November 2013

    Það sem slær einmitt í gegn í barnaafæmlum hér er mjög ítalskt í raun – krakkarnir smökkuðu þetta þegar þeir áttu afmæli á Ítalíu. Pizzubotnar skornir út í allskonar form, hjarta, stjörnur og allskonar bakaðir og svo sett nutella og kökuskraut á þetta.
    Við prófuðum þetta svo í næsta afmæli á Íslandi og þetta hefur verið vinsælasti réttur barnanna hingað til :)
    Gangi þér vel.

    • Ása Regins

      6. November 2013

      Já þetta er góð hugmynd, ég fæ hana kannski lánaða þér. Takk kærlega fyrir :-)

  5. Sonja Marsibil Þorvaldsdóttir

    6. November 2013

    Váts! En flottar myndir…. hlakka til að sjá útkomuna! :)

  6. Dúdda

    6. November 2013

    Algerlega að mínu skapi! :-)

  7. Erna Höskuldsdóttir

    6. November 2013

    Takk fyrir þessar hugmyndir, æðislegar:)

  8. Guðrún Jóna

    6. November 2013

    Skemmtilegar hugmyndir!

    Mæli með þessari síðu ef þig vantar pompoms eða annað skraut, allt ótrúlega vandað og góð þjónusta http://en.mylittleday.fr/ ;)

    • Ása Regins

      6. November 2013

      Ohh ert´að grínast ! Ég hefði pantað þarna ef ég hefði vitað.. ég næ þessu ekki fyrir heimför ! Takk kærlega fyrir ábendinguna :-)

  9. Thelma

    7. November 2013

    Ég ætla að vera með smá “leiðindar-komment” og benda á að það er ekki sniðugt að vera með marshmallows í barnaafmæli, vegna þess að þetta getur svo auðveldlega hrokkið ofan í þau og fest í hálsinum á þeim. Orðið vitni af því í barnaafmæli. En myndirnar eru allar æðislegar ;;)