Emanuel verður tveggja ára núna 24.nóvember og því er afmælisundirbúningurinn hafinn hjá mömmunni. Á meðan hann hefur engar skoðanir á hvernig veislan eigi að vera ætla ég að njóta þess að skreyta veisluna eftir mínu höfði. Ég er búin að liggja yfir Pinterest á kvöldin í leit að innblæstri en ef ég skoða fleiri myndir mun ég líklegast halda stærstu tveggja ára afmælisveislu sem haldin hefur verið. Ég er því hætt að hugsa um þetta í bili ;-)
Þegar maður kann ekki að baka eins og meistarakokkur, með sykurmassann að vopni, er ýmislegt annað hægt að gera. Ég ætla t.d að gera frekar basic kökur en skreyta þær með flottu kremi og sniðugu kökuskrauti, blása upp helling af blöðrum og skreyta íbúðina með pom poms.
Ef það eru fleiri þarna úti sem eru ekki miklir bakarar er frábær hugmynd að gera oreo-pops og/eða með marshmallow-pops. Þannig erum við strax komin með einfalda lausn sem lúkkar mjög pró og poppar aðeins upp á veisluborðið. Kíkið líka á eplin á mynd númer þrjú, þau eru mjög girnileg :-)
Eins er sniðugt að kaupa litríka borða eða efni og binda á snæri og hengja yfir veisluborðið, eitthvað svipað því og er hér á neðstu myndinni. Mér finnst líka allar þessar blöðrur með flottu böndunum æðisleg hugmynd sem og að setja confetti inn í glærar blöðrur og binda þær við stólana.
Ég keypti á amazon.com pappaglös með dýragoggi og ætla að nota þau, hægt að sjá þau hér en það er líka sniðugt að kaupa einföld pappaglös og merkja með aldri barnsins með flottu límbandi ( næst síðasta myndin).
Mér finnst líka góð hugmynd að skreyta veisluborðið með flottum leikföngum sem barnið á og gera þannig veisluna enn persónulegri fyrir barnið.
Vonandi koma þessar hugmyndir að notum fyrir fleiri en mig en eins og Svana benti á í kommentunum að þá er auðvitað hægt að yfirfæra þessar hugmyndir t.d í áramótapartýið eða útskriftaveislurnar. Skoðið endilega myndirnar vel og fyllið ykkur af innblæstri fyrir komandi veisluhöld :-)
Skrifa Innlegg