fbpx

Kjúklingasúpa

Matur

IMG_6350

IMG_6355

IMG_6315

IMG_6331

IMG_6311

IMG_6341

 

Þessi uppskrift er upphfalega komin frá mági mínum honum Gunnari Má, rithöfundi LKL bókanna. Ég hef svo bara búið hana til eftir minni undanfarin þrjú ár eða svo en það er eiginlega ekki hægt að mistakast með þessa, svo einföld er hún. Ég er eins og hún Pattra, sambloggari minn, að ég elda aldrei beint eftir uppskriftum heldur prófa ég mig bara áfram. Ég treysti ykkur líka því til að gera slíkt hið sama.

Ég myndi halda að þessi súpa væri ágætlega LKL – væn, kannski mínus ferskjurnar og sólblómafræin? En það er líklegast það ( auk smjörsins og rjómans) sem gerir þessa súpu svona góða.. haha!

Ef þið hafið spurningar að þá hendið þið bara á mig línu :-)

Hráefni:

Sirka 2 stórir laukar

Sirka 1 paprika

Sirka 20 plómutómatar skornir í fernt.

eitt box spínat

Gott og bragðmikið karrý

Tómatpúrra

2 dollur niðursoðnir tómatar

Rjómi

Íslenskt smjör

1 dós niðursoðnar ferskjur og safinn úr dósinni.

1 grillaður kjúklingur

1/2 rautt chilli skorið mjög smátt.

1 lífrænn matarteningur – grænmetis eða kjúklinga.

 

Aðferð:

Bræddu heilan helling af smjöri í potti, settu laukinn saman við og hrærðu vel. Búðu til einskonar laukbað ! Blandaðu því næst sirka 2-3 msk af karrý saman við og leyfðu að malla á vægum hita þar til orðið mjúkt. Bættu því næst chilliinu saman við og leyfðu því að blandast vel við laukbaðið. Settu plómutómatana og tómatpúrruna því næst ofan í pottinn og hrærðu vel saman. Leystu matarteninginn upp í smá sjóðandi vatni og heltu útí. Leyfðu þessu aðeins að malla saman, í svona 10  mínútur, og passaðu að hræra vel í botninum á pottinum á meðan. Þar næst seturu niðursoðnu tómatana saman við og bætir vatni við eftir smekk. Lækkaðu hitann og leyfðu að malla í amk 15 mínútur.

Á meðan súpan er að malla skerðu þá fjórar niðursoðnar ferskjur smátt niður og bættu útí sem og öllum safanum úr dósinni. Sæti safinn passar einstaklega vel saman við sterkt karrýið.

Mér finnst gott að setja kjúklinginn út í súpuna á þessu stigi en margir bíða með að setja hann þar til síðast.

Skelltu spínatinu útí og þegar það er orðið mjúkt seturu slatta af rjóma, því meira því betra – eða eftir smekk.

Salt og pipar eftir smekk.

 

Meðlæti:

Ég ber súpuna fram með sýrðum rjóma, kóríander, rifnum osti, avókadó og sólblómafræjum en þau eru alveg nauðsynleg fyrir minn smekk :-)

Buon appetito !

FYRIR STELPURNAR

Skrifa Innlegg

6 Skilaboð

  1. Rakel

    5. November 2013

    Getur ekki verið að þú hafir gefið uppskrift af svipaðri súpu í Fréttablaðinu fyrir nokkrum árum síðan? :)
    Ég klippti þá uppskrift út og hef gert súpuna ótal oft og fæ aldrei leið á henni. Ég þarf hinsvegar að prófa þessa útfærslu af henni, þ.e.a.s að bæta við tómötum, papriku og spínati :)

    • Ása Regins

      5. November 2013

      haha já, alveg rétt.. minnið er einmitt svona gott.. súpan breytist líklegast með hverju skiptinu sem ég geri hana !! :-) En frábært að heyra að þú hafir klippt uppskriftina út, og enn betra að þú hafir verið ánægð með útkomuna :-)

  2. Pattra S.

    5. November 2013

    Mmm þessi er svo sannarlega girnileg!!

  3. Sonja Marsibil Þorvaldsdóttir

    5. November 2013

    Mmmmm… þessi er svo gott!!

    • Sonja Marsibil Þorvaldsdóttir

      5. November 2013

      Hahhaha.. svo gott.. já ég meina svo GÓÐ!!!

  4. Eva

    8. November 2013

    Ef þetta er e-ð í líkingu við súpuna sem ég fékk hjá þér úti….þá get ég vottað það að hún er himnesk á bragðið! Snillingur mín kæra :)