fbpx

ANDLITSMASKAR

Makeup

Eftir að sólin fór að skína og allt varð bjartara hef ég tekið mig örlítið á í umhirðu húðarinnar. Ég veit að líkamsrækt er það besta sem ég geri fyrir húðina mína sem og drekka nóg af vatni og borða hampfræ og/eða olíu. Fyrir stuttu kviknaði samt áhugi hjá mér fyrir að kaupa andlitsmaska, sem gæti kannski gefið húðinni smá extra ljóma, og því hef ég verið að skoða á netinu hvað gæti hentað mér vel. Mér finnst svo leiðinlegt að fara í verslanir þar sem þjónustufólkið er svo hlutdrægt að það er ekki hægt að taka mark á því og því er best að vinna rannsóknarvinnuna bara heima í tölvunni. Úrvalið er endalaust, úr óteljandi möskum að velja en örugglega hægt að setja eitthvað út á þá alla. Það sem mér líst best á eftir að hafa lesið og skoðað á netinu er…

NARS – AQUA GEL LUMINOUS MASK 

f704b27c-7560-459a-8d25-4d9c79f4c8b9-1“I should note that I am a mask fan, and have tried many. I really like that you can use this ask two ways; You can apply liberally to face and tissue or rinse off after ten minutes for an instant boost of moisture and amazing dewy glow, or apply liberally to face and neck about an hour before you go to bed and let the mask work its magic while you sleep “. Þetta skrifar ánægður viðskiptavinur á Makeupalley.com. Ég er nokkuð hrifin af NARS snyrtivörunum og því finnst mér þessi hljóma vel. Ég ætla að láta slag standa og prufa hann við tækifæri.

 

DERMALOGICA – GENTEL CREAM EXFOLIANT. SUPER SMOOTHING MASQUE

gentle-cream-exfoliant_9-01_590x617

Lactic and Hydroxy Acid Exfoliating masque for dramatic skin smoothing. Non-abrasive exfoliation treatment helps stimulate cell renewal as natural fruit enzymes detach dead skin cells to improve skin texture – dermalogica.com. Lisa Eldridge virðist halda mikið upp á þennan hreinsimaska frá dermalogica. Samkvæmt því sem ég hef verið að skoða á netinu að þá virðist hún alltaf mæla með honum, hvort sem það eru viðtöl fyrir tímarit eða á sinni eigin heimasíðu og því ættum við að geta treyst því að hér er um góða vöru að ræða.

 

SISLEY – BLACK ROSA CREAM MASK. INSTANT YOUTH. SMOOTHING. PLUMPING. BRIGHTENING

3473311400000_27

Ítalir dásama Sisley vörurnar og því ákvað ég að slá til og kaupa mér tvær vörur frá þeim ( fyrir þá sem ekki vita að þá eiga Sisley snyrtivörurnar ekkert skylt við fatamerkið Sisley). Ég keypti mér annars vegar Sisley Youth sem er “hrukkukrem” fyrir 25+ og hinsvegar Sisley Black Rose Cream Mask. Lisa Eldrigde hafði mælt með honum í andlitsmaska video-inu sem hún póstaði um daginn og því ákvað ég að slá til og prufa. Ég er ekki frá því að ég sé örlítið frísklegri fyrir vikið og með ljómandi fína húð.

 

GLAMGLOW

Screen Shot 2014-04-09 at 22.48.21

GGVS001-Youthmud-lgn

GlamGlow, sem hlotið hefur ótal viðurkenningar, er líka eitthvað sem ég væri til í að prufa. Umbúðirnar heilla mig reyndar ekki, en ég held samt að ég ætli að prufa hann. Á heimasíðu Harpersbazaar stendur að þetta sé A-List favorite og stjörnur á borð við Angelinu Jolie og Natali Portman elski hann. Ef þið farið á heimasíðu GlamGlow og lesið um vöruna að þá spara þeir ekki yfirlýsingarnar og segja m.a þetta;  As the only Skincare Company to be located on the ‘Stars Walk of Fame’ in Hollywood, we are committed to providing the most advanced, fastest and innovative cosmetic technology for the Entertainment, Music, Fashion & Award Industries and bringing our Hollywood industry high-end cosmetic mud-delivery products to all consumers Worldwide, in unique quick-fix and novel ways.

 

Skyn Iceland Fresh Start Mask

product_81_0

Að lokum líst mér vel á Fresh Start Mask frá Skyn Iceland. Ég hef tekið eftir að þetta merki hefur verið að ryðja sér til rúms heima á Íslandi en Fríða María og Guðbjörg Hulddís makeup-artistar hafa verið að mæla með því, sem er ágætis gæðastimpill. Þessi maski er því kominn á innkaupalistann.

Vonandi höfðuð þið eitthvert gagn og gaman af þessum pósti en hann hefur verið í ansi marga daga í bígerð, þó það líti kannski ekki þannig út. Ef þið eigið ykkar uppáhalds maska að þá megið þið endilega deila þeim hér í kommentunum, bæði fyrir mig og aðra til að sjá :)

MADONNA DELLA CORONA

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

25 Skilaboð

  1. Alda

    10. April 2014

    Mér finnst frábært hvað þú ert hreinskilin með vörur. Leiðinlegt að lesa í tímaritum og bloggum þegar fólk dásamar einhverjar vörur sem er svo bara verið að auglýsa.. Finnst að fleiri ættu að vera eins og þú :)

  2. Anna

    10. April 2014

    Get mælt með Origins Active Charcoal Mask, hann er ekkert smá góður til að hreinsa upp húðina og losa úr svitaholunum.

    • Ása Regins

      10. April 2014

      Já hann er reyndar mjög góður líka og ég hefði alveg mátt nefna hann í færslunni sömuleiðis…

  3. Björk

    10. April 2014

    Sammála… bý á Grikklandi þar sem starfsfólkið í Sephora og fleiri búðum er mjööög aggressíft og miðar kannski frekar útfrá því hvað það vill selja en hvað muni hjálpa manni. En ég hef verið mjög ánægð með maskana sem eru frá grísku merkjunum Apivita og Korres. Var skeptísk fyrst á hvort svona “náttúrumerki” gæfu sama árangur og önnur, en eftir að ég skipti yfir (nota líka stundum heimagerða, t.d. hreina jógúrt eða gott hunang með góðum árangri) komst ég að því að húðin mín er mjög viðkvæm fyrir t.d. ilmefnum og lítur betur út þegar ég sleppi þeim.

    • Ása Regins

      10. April 2014

      Stelpurnar í Sephora hér í Verona reyna allt sem þær geta til að fá mann til að kaupa Benefit ! Mér finnst þetta orðið svo pirrandi að ég varla fer þangað inn lengur.

      Allt sem kemur frá Grikklandi myndi ég kaupa, nema kannski efnahagsráðherrann þeirra. Ég ætla að svipast um eftir þessum tveimur sem þú nefnir.. á meðan nýtur þú þess að búa á Grikklandi :-)

      • Björk

        10. April 2014

        will do… takk fyrir gott blogg!

  4. Ásdís

    10. April 2014

    Aveda Deep Cleansing Herbal Clay Masque er sá besti að mínu mati! hef notað hann í mörg ár og finnst húðin mín alltaf jafn góð eftir að hafa notað hann :)

    • Ása Regins

      12. April 2014

      haha gaman að þú bendir á þennan. Ég stóð heillengi með hann í höndunum í Excelsior um daginn en ákvað svo á endanum að skila honum. Nú verð ég að kaup´ann !!

  5. Bergný

    10. April 2014

    Parsley Seed Cleansing Mask frá Aesop er í miklu uppáhaldi hjá mér. Finnst líka Glycol Lactic Radiance Renewal maskinn frá REN æðislegur. Drink Up Intesive frá Origins er líka æði, en hann er rakamaski sem maður notar yfir nótt.

    • Ása Regins

      12. April 2014

      Búin að googla þessa og þeir hljóma mjög vel ! Takk fyrir ábendinguna !!

  6. Edda

    10. April 2014

    Michael Todd vörurnar – lífrænar og mjög góðar :) x

    • Ása Regins

      12. April 2014

      Kíki á þær vörur, lífrænt er náttúrulega málið. Takk :-)

  7. Alf

    10. April 2014

    Buin ad profa Glamglow a mig og unglinginn minn og maeli eindregid med honum!! Frabaer maski a T svaedid!!
    Farin ad fylgjast med Lisu Eldridge eftir ad thu maeltir med henni og er buin ad laera helling af henni!!
    Takk fyrir skemmtilegt blogg!!

    • Ása Regins

      12. April 2014

      Þetta eru ansi góð meðmæli, takk!

      .. og gaman að þú fílir LE, hún er náttúrulega bara listakona sem hefur svo margt gott að segja okkur hinum :-)

  8. Steinvör

    11. April 2014

    Ég pantaði mér Glamglow um daginn og pældi einmitt í þessu með umbúðirnar en maskinn er æðislegur! Mæli með honum.

    • Ása Regins

      12. April 2014

      Já þessar umbúðir selja sko ekki, en gaman að heyra að þú hafir góða reynslu af maskanum sjálfum. Takk fyrir að deila :-)

  9. Klara

    12. April 2014

    Ég var búin að vera að spá lengi í að kaupa Gentle Cream Exfoliant frá Dermalogica eftir að hafa lesið og horft á myndbönd eftir Lisu Eldridge þar sem hún dásamar þessa vöru. Miðað við lýsingar Lisu á sinni eigin húð held ég að mín hagi sér frekar svipað og hef því verið spennt fyrir nákvæmlega sömu vörum og hún :) Ég skellti mér svo á þennan maska fyrir nokkrum vikum þar sem ég var á ferðalagi í Svíþjóð og ég er búin að nota hann sirka 10 sinnum og mér finnst þetta mjög góð vara. Það má samt benda á að þetta er ekki beint maski í þeim skilningi sem ég hef hingað til lagt í orðið, frekar er þetta exfoliant og gæti því komið í staðinn fyrir kornakrem í húðumhirðunni. En maður notar þetta vissulega eins og maska, smyr þessu á andlitið og hefur á í sirka 15 min. Mér finnst þessi vara virka mjög vel og get vissulega mælt með þessu en þetta er kannski ekki það ódýrasta á markaðnum :) En maður notar ekki mikið í einu og hver túpa á örugglega eftir að endast lengi.

    • Ása Regins

      12. April 2014

      Frábært að heyra. Takk kærlega fyrir feedback-ið !! :-)

  10. Katla

    26. October 2014

    Hvar getur maður fengið glamglow maskann