fbpx

Arnhildur Anna

HUGMYNDIR AÐ ÆFINGUM FYRIR ÞIG

Góðan daginn úr Fossvoginum!

Héðan er allt gott að frétta þrátt fyrir mjög skrítnar aðstæður. Einhversstaðar las ég frábæran punkt um að byrja halda dagbók. Þetta eru svo rosalega sérstakir tímar og mér finnst það góð hugmynd að varðveita þessar minningar! 

Allavega… Það sem lætur mér líða best þessa dagana er að æfa! Er enginn snillingur í að æfa bara með teygjum og handlóðum og bolta en þetta er skemmtilegt tækifæri að prófa mig áfram í æfingum sem ég er ekki vön. Sakna þess mjög mikið að lyfta þungum lóðum en við látum þetta duga í bili. Mér finnst geggjað að fá hugmyndir af netinu og lesa æfingar frá öðrum og því finnst mér góð hugmynd að deila mínum æfingum með ykkur! Aðra þeirra birti ég á instagramminu mínu í gær :)

Þessa tók ég í gær – 

5 hringir af:

 • Hamslides á bolta x16 
 • OH squats með handlóði x16 
 • Mjaðmalyftur með handlóð á mitti x16
 • Afturstig með handlóðum x16
 • Handlóðabekkpressa x10

Ég endaði æfinguna á magaæfingasessioni aka. CORE-ona time! 

Í morgun tók ég svo – 

3 hringir af:

 • Axlapressa með handlóði (hélt um sitthvorn endann) x15
 • Front raise með teygju undir iljunum x10
 • Handlóðabekkpressa (hratt upp og tempo niður) x10

3 hringir af:

 • Mjaðmalyftur með teygju um hnén x20
 • Dúa fótunum út með teygju um hnén í mjaðmaréttustöðu x20
 • Hnébeygja með handlóð á bringu x20

Ég endaði æfinguna svo á smá svita. Reyndu að hafa endurtekningarnar jafn margar alla hringina :P 

EMOM í 15 mínútur (Á fyrstu mínútunni geriru armbeygjur, á annarri mínútu geriru hnébeygjur osfrv.)

 • Armbeygjur
 • Hnébeygjur
 • Planki

Fyrir þessa æfingu (og fleiri æfingar ef ykkur langar að taka þær á tíma) þá mæli ég hiklaust með WOD time appinu! Mjög einfalt í notkun. 


Go sweating nuts! 

Arnhildur Anna xxx

HOME GYM

Skrifa Innlegg